Það er fast sótt að eiganda NFL-meistara New England Patriots, Robert Kraft, þessa dagana eftir að hann var gripinn með buxurnar á hælunum á vændishúsi í Flórída.
Földum myndavélum var komið fyrir á vændishúsinu sem gaf sig út fyrir að vera nuddstofa. Að sögn eru til tvö myndbönd af eiganda Patriots stunda kynlíf á nuddstofunni.
Fjölmargir fjölmiðlar, þar á meðal ESPN og New York Times, hafa sótt það fast að myndböndin verði gerð opinber en Kraft vill að sjálfsögðu ekki sjá það gerast.
Kraft hefur því sett fram þá kröfu við yfirvöld að myndböndin verði ekki gerð opinber.
Mál Kraft er enn í vinnslu en hann hafnaði sáttatillögu frá yfirvöldum fyrr í vikunni. Hann er einn 24 karlmanna sem var handtekinn vegna máls vændishússins.
Fjölmiðlar vilja sjá kynlífsmyndbandið af eiganda Patriots

Tengdar fréttir

Eigandi Patriots þvertekur fyrir að hafa keypt vændi
Kraft mun hafa verið tvisvar sinnum kvikmyndaður við kynmök á nuddstofu í Flórída, með földum myndavélum lögreglu.

Stofnandi nuddstofunnar þar sem Kraft var gómaður horfði á Superbowl með Trump
Konan sem stofnaði nuddstofuna þar sem Robert Kraft, eigandi New England Patriots, er sakaður um að hafa keypt sér vændi, fagnaði Superbowl-sigri Patriots með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og vini Kraft.

Kraft biðst afsökunar eftir ákæru vegna vændiskaupa
Í fyrstu yfirlýsingu sinni eftir að hann var kærður segist hann vita að hann hafi sært fjölskyldumeðlimi sína, vini, samstarfsmenn, aðdáendur Patriots og aðra og hann hafi valdið þeim vonbrigðum.

Kraft fór á vændishúsið sama dag og Patriots lék gegn Kansas City
Hinn 77 ára gamli Robert Kraft, eigandi NFL-meistara New England Patriots, hefur verið kærður fyrir að kaupa sér vændisþjónustu í tvígang í Flórída.