Lazio þjarmar að Milan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. mars 2019 20:15 vísir/getty Lazio vann mikilvægan sigur á Inter, 0-1, í baráttunni um Meistaradeildarsæti í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lazio hefur fengið tíu stig af tólf mögulegum í síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Serbneski miðjumaðurinn Sergej Milinkovic-Savic skoraði eina mark leiksins á 13. mínútu. Hann skallaði boltann í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf Luis Alberto. Inter var meira með boltann í leiknum og átti fleiri tilraunir en það dugði skammt. Lazio er í 5. sæti deildarinnar með 48 stig, þremur stigum á eftir AC Milan sem er í 4. sætinu. Lazio á leik til góða. Inter er í 3. sætinu með 53 stig. Ítalski boltinn
Lazio vann mikilvægan sigur á Inter, 0-1, í baráttunni um Meistaradeildarsæti í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lazio hefur fengið tíu stig af tólf mögulegum í síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Serbneski miðjumaðurinn Sergej Milinkovic-Savic skoraði eina mark leiksins á 13. mínútu. Hann skallaði boltann í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf Luis Alberto. Inter var meira með boltann í leiknum og átti fleiri tilraunir en það dugði skammt. Lazio er í 5. sæti deildarinnar með 48 stig, þremur stigum á eftir AC Milan sem er í 4. sætinu. Lazio á leik til góða. Inter er í 3. sætinu með 53 stig.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti