Alba Berlín fékk á baukinn í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta er liðið mætti Oldenburg á heimavelli í dag. Alba tapaði að endingu með sextán stigum, 94-78.
Ágætis taktur var í Berlínarliðinu í fyrri hálfleik. Þeir voru 20-16 yfir eftir fyrsta leikhlutann og staðan í hálfleik var 40-38, þeim í vil.
Þriðji leikhlutinn var hins vegar afleitur. Liðið skoraði einungis ellefu stig og fékk á sig 25. Þar tapaði liðið leiknum.
Martin skoraði þrettán stig fyrir Alba og var næst stigahæsti leikmaður liðsins. Hann tók þrjú fráköst og fiskaði þrjár villur.
Alba er í fjórða sæti deildarinnar en Oldenburg er í öðru sætinu, fjórum stigum á eftir toppliði Bayern Munchen.
