Trump leggur upp í annan slag við þingið um landamæramúr Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2019 13:07 Eintök af fjárlagatillögum Trump forseta á Bandaríkjaþingi í dag. Engar líkur eru taldar á að það fari óbreytt í gegnum þingið. Vísir/EPA Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta krefst 8,6 milljarða dollara aukafjárveitingar til landamæramúrsins sem forsetinn vill reisa í tillögum sínum að fjárlögum næsta árs sem verða sendar Bandaríkjaþingi í dag. Það er margfalt hærri upphæð en þingið hefur veitt til landamæraverkefna undanfarin ár. Slagur um fjárveitingar til múrsins lömuðu alríkisstofnanir í rúman mánuð í byrjun árs.Reuters-fréttastofan segir að fjárveitingin sé sex sinnum meira en þingið hefur úthlutað til landamæranna undanfarin tvö fjárlagaár og sex prósent hærri en þeir fjármunir sem Trump hefur nurlað saman með því að taka sér völd til neyðarráðstafana á landamærunum í síðasta mánuði. Litlar líkur eru á að Trump verði að ósk sinni þar sem demókratar eru með meirihluta í fulltrúadeild þingsins. Leiðtogar þeirra hafa sagt landamæramúrinn óþarfan og ósiðlegan. „Þingið neitaði að fjármagna múrinn hans og neyddist til að viðurkenna ósigur og opna ríkisstofnanir aftur. Sama sagan endurtekur sig nú ef hann reynir þetta aftur. Við vonum að hann hafi lært sína lexíu,“ sögðu Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, og Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, í sameiginlegri yfirlýsingu í gær.Stefnir í harðan slag í haust Ákvörðun Trump um að lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum til að geta ráðstafað fjármunum til múrsins án samþykkis þingsins er afar umdeild. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur þegar samþykkt að afturkalla yfirlýsingu hans og búist er við að öldungadeildin geri það einnig í vikunni. Trump mun að öllum líkindum beita neitunarvaldi sínu gegn ályktun þingsins. Nokkur ríki hafa sömuleiðis stefnt ríkisstjórninni vegna yfirlýsingar forsetans. Næsta fjárlagaár hefst 1. október. Samþykki þingið ekki ný fjárlög fyrir þann tíma gæti aftur komið til þess að ríkisstofnunum verði lokað líkt og gerðist rétt fyrir jól. Þá hótaði Trump að synja útgjaldafrumvörpum undirskriftar ef hann fengi ekki fjárveitinguna sem hann vildi til landamæramúrsins. Um fjórðungur ríkisstofnana var lokaður í 35 daga þegar fjárveitingar þeirra runnu út. Deilan um fjárlögin verður enn vandasamari því þingið og Hvíta húsið þurfa einnig að samþykkja að hækka þak á útgjöld sem bundið var í lög árið 2011. Að öðrum kosti verða framlög til fjölda verkefna alríkisstjórnarinnar skorin niður sjálfkrafa. Um sama leyti þarf Trump að samþykkja að hækka skuldaþak ríkissjóðs eða hætta annars á að Bandaríkjastjórn lendi í greiðsluþroti. Almennt er tillaga Trump að fjárlögum næsta árs sögð fela í sér almennan fimm prósent niðurskurð á opinberum útgjöldum fyrir utan hernaðarmál. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump lúffar í deilunni um landamæramúrinn í bili Bráðabirgðasamkomulag hefur náðst um að opna alríkisstofnanir aftur tímabundið. 25. janúar 2019 18:54 Lokun bandarískra alríkisstofnana aldrei varað lengur Ríkisstarfsmenn misstu af fyrstu launagreiðslu ársins í gær. 12. janúar 2019 17:32 Trump lýsir yfir neyðarástandi á landamærunum Fastlega er gert ráð fyrir að neyðaryfirlýsingunni verði strax skotið til dómstóla sem gætu fellt hana úr gildi. 15. febrúar 2019 16:31 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta krefst 8,6 milljarða dollara aukafjárveitingar til landamæramúrsins sem forsetinn vill reisa í tillögum sínum að fjárlögum næsta árs sem verða sendar Bandaríkjaþingi í dag. Það er margfalt hærri upphæð en þingið hefur veitt til landamæraverkefna undanfarin ár. Slagur um fjárveitingar til múrsins lömuðu alríkisstofnanir í rúman mánuð í byrjun árs.Reuters-fréttastofan segir að fjárveitingin sé sex sinnum meira en þingið hefur úthlutað til landamæranna undanfarin tvö fjárlagaár og sex prósent hærri en þeir fjármunir sem Trump hefur nurlað saman með því að taka sér völd til neyðarráðstafana á landamærunum í síðasta mánuði. Litlar líkur eru á að Trump verði að ósk sinni þar sem demókratar eru með meirihluta í fulltrúadeild þingsins. Leiðtogar þeirra hafa sagt landamæramúrinn óþarfan og ósiðlegan. „Þingið neitaði að fjármagna múrinn hans og neyddist til að viðurkenna ósigur og opna ríkisstofnanir aftur. Sama sagan endurtekur sig nú ef hann reynir þetta aftur. Við vonum að hann hafi lært sína lexíu,“ sögðu Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, og Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, í sameiginlegri yfirlýsingu í gær.Stefnir í harðan slag í haust Ákvörðun Trump um að lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum til að geta ráðstafað fjármunum til múrsins án samþykkis þingsins er afar umdeild. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur þegar samþykkt að afturkalla yfirlýsingu hans og búist er við að öldungadeildin geri það einnig í vikunni. Trump mun að öllum líkindum beita neitunarvaldi sínu gegn ályktun þingsins. Nokkur ríki hafa sömuleiðis stefnt ríkisstjórninni vegna yfirlýsingar forsetans. Næsta fjárlagaár hefst 1. október. Samþykki þingið ekki ný fjárlög fyrir þann tíma gæti aftur komið til þess að ríkisstofnunum verði lokað líkt og gerðist rétt fyrir jól. Þá hótaði Trump að synja útgjaldafrumvörpum undirskriftar ef hann fengi ekki fjárveitinguna sem hann vildi til landamæramúrsins. Um fjórðungur ríkisstofnana var lokaður í 35 daga þegar fjárveitingar þeirra runnu út. Deilan um fjárlögin verður enn vandasamari því þingið og Hvíta húsið þurfa einnig að samþykkja að hækka þak á útgjöld sem bundið var í lög árið 2011. Að öðrum kosti verða framlög til fjölda verkefna alríkisstjórnarinnar skorin niður sjálfkrafa. Um sama leyti þarf Trump að samþykkja að hækka skuldaþak ríkissjóðs eða hætta annars á að Bandaríkjastjórn lendi í greiðsluþroti. Almennt er tillaga Trump að fjárlögum næsta árs sögð fela í sér almennan fimm prósent niðurskurð á opinberum útgjöldum fyrir utan hernaðarmál.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump lúffar í deilunni um landamæramúrinn í bili Bráðabirgðasamkomulag hefur náðst um að opna alríkisstofnanir aftur tímabundið. 25. janúar 2019 18:54 Lokun bandarískra alríkisstofnana aldrei varað lengur Ríkisstarfsmenn misstu af fyrstu launagreiðslu ársins í gær. 12. janúar 2019 17:32 Trump lýsir yfir neyðarástandi á landamærunum Fastlega er gert ráð fyrir að neyðaryfirlýsingunni verði strax skotið til dómstóla sem gætu fellt hana úr gildi. 15. febrúar 2019 16:31 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
Trump lúffar í deilunni um landamæramúrinn í bili Bráðabirgðasamkomulag hefur náðst um að opna alríkisstofnanir aftur tímabundið. 25. janúar 2019 18:54
Lokun bandarískra alríkisstofnana aldrei varað lengur Ríkisstarfsmenn misstu af fyrstu launagreiðslu ársins í gær. 12. janúar 2019 17:32
Trump lýsir yfir neyðarástandi á landamærunum Fastlega er gert ráð fyrir að neyðaryfirlýsingunni verði strax skotið til dómstóla sem gætu fellt hana úr gildi. 15. febrúar 2019 16:31