Trump leggur upp í annan slag við þingið um landamæramúr Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2019 13:07 Eintök af fjárlagatillögum Trump forseta á Bandaríkjaþingi í dag. Engar líkur eru taldar á að það fari óbreytt í gegnum þingið. Vísir/EPA Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta krefst 8,6 milljarða dollara aukafjárveitingar til landamæramúrsins sem forsetinn vill reisa í tillögum sínum að fjárlögum næsta árs sem verða sendar Bandaríkjaþingi í dag. Það er margfalt hærri upphæð en þingið hefur veitt til landamæraverkefna undanfarin ár. Slagur um fjárveitingar til múrsins lömuðu alríkisstofnanir í rúman mánuð í byrjun árs.Reuters-fréttastofan segir að fjárveitingin sé sex sinnum meira en þingið hefur úthlutað til landamæranna undanfarin tvö fjárlagaár og sex prósent hærri en þeir fjármunir sem Trump hefur nurlað saman með því að taka sér völd til neyðarráðstafana á landamærunum í síðasta mánuði. Litlar líkur eru á að Trump verði að ósk sinni þar sem demókratar eru með meirihluta í fulltrúadeild þingsins. Leiðtogar þeirra hafa sagt landamæramúrinn óþarfan og ósiðlegan. „Þingið neitaði að fjármagna múrinn hans og neyddist til að viðurkenna ósigur og opna ríkisstofnanir aftur. Sama sagan endurtekur sig nú ef hann reynir þetta aftur. Við vonum að hann hafi lært sína lexíu,“ sögðu Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, og Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, í sameiginlegri yfirlýsingu í gær.Stefnir í harðan slag í haust Ákvörðun Trump um að lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum til að geta ráðstafað fjármunum til múrsins án samþykkis þingsins er afar umdeild. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur þegar samþykkt að afturkalla yfirlýsingu hans og búist er við að öldungadeildin geri það einnig í vikunni. Trump mun að öllum líkindum beita neitunarvaldi sínu gegn ályktun þingsins. Nokkur ríki hafa sömuleiðis stefnt ríkisstjórninni vegna yfirlýsingar forsetans. Næsta fjárlagaár hefst 1. október. Samþykki þingið ekki ný fjárlög fyrir þann tíma gæti aftur komið til þess að ríkisstofnunum verði lokað líkt og gerðist rétt fyrir jól. Þá hótaði Trump að synja útgjaldafrumvörpum undirskriftar ef hann fengi ekki fjárveitinguna sem hann vildi til landamæramúrsins. Um fjórðungur ríkisstofnana var lokaður í 35 daga þegar fjárveitingar þeirra runnu út. Deilan um fjárlögin verður enn vandasamari því þingið og Hvíta húsið þurfa einnig að samþykkja að hækka þak á útgjöld sem bundið var í lög árið 2011. Að öðrum kosti verða framlög til fjölda verkefna alríkisstjórnarinnar skorin niður sjálfkrafa. Um sama leyti þarf Trump að samþykkja að hækka skuldaþak ríkissjóðs eða hætta annars á að Bandaríkjastjórn lendi í greiðsluþroti. Almennt er tillaga Trump að fjárlögum næsta árs sögð fela í sér almennan fimm prósent niðurskurð á opinberum útgjöldum fyrir utan hernaðarmál. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump lúffar í deilunni um landamæramúrinn í bili Bráðabirgðasamkomulag hefur náðst um að opna alríkisstofnanir aftur tímabundið. 25. janúar 2019 18:54 Lokun bandarískra alríkisstofnana aldrei varað lengur Ríkisstarfsmenn misstu af fyrstu launagreiðslu ársins í gær. 12. janúar 2019 17:32 Trump lýsir yfir neyðarástandi á landamærunum Fastlega er gert ráð fyrir að neyðaryfirlýsingunni verði strax skotið til dómstóla sem gætu fellt hana úr gildi. 15. febrúar 2019 16:31 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta krefst 8,6 milljarða dollara aukafjárveitingar til landamæramúrsins sem forsetinn vill reisa í tillögum sínum að fjárlögum næsta árs sem verða sendar Bandaríkjaþingi í dag. Það er margfalt hærri upphæð en þingið hefur veitt til landamæraverkefna undanfarin ár. Slagur um fjárveitingar til múrsins lömuðu alríkisstofnanir í rúman mánuð í byrjun árs.Reuters-fréttastofan segir að fjárveitingin sé sex sinnum meira en þingið hefur úthlutað til landamæranna undanfarin tvö fjárlagaár og sex prósent hærri en þeir fjármunir sem Trump hefur nurlað saman með því að taka sér völd til neyðarráðstafana á landamærunum í síðasta mánuði. Litlar líkur eru á að Trump verði að ósk sinni þar sem demókratar eru með meirihluta í fulltrúadeild þingsins. Leiðtogar þeirra hafa sagt landamæramúrinn óþarfan og ósiðlegan. „Þingið neitaði að fjármagna múrinn hans og neyddist til að viðurkenna ósigur og opna ríkisstofnanir aftur. Sama sagan endurtekur sig nú ef hann reynir þetta aftur. Við vonum að hann hafi lært sína lexíu,“ sögðu Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, og Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, í sameiginlegri yfirlýsingu í gær.Stefnir í harðan slag í haust Ákvörðun Trump um að lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum til að geta ráðstafað fjármunum til múrsins án samþykkis þingsins er afar umdeild. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur þegar samþykkt að afturkalla yfirlýsingu hans og búist er við að öldungadeildin geri það einnig í vikunni. Trump mun að öllum líkindum beita neitunarvaldi sínu gegn ályktun þingsins. Nokkur ríki hafa sömuleiðis stefnt ríkisstjórninni vegna yfirlýsingar forsetans. Næsta fjárlagaár hefst 1. október. Samþykki þingið ekki ný fjárlög fyrir þann tíma gæti aftur komið til þess að ríkisstofnunum verði lokað líkt og gerðist rétt fyrir jól. Þá hótaði Trump að synja útgjaldafrumvörpum undirskriftar ef hann fengi ekki fjárveitinguna sem hann vildi til landamæramúrsins. Um fjórðungur ríkisstofnana var lokaður í 35 daga þegar fjárveitingar þeirra runnu út. Deilan um fjárlögin verður enn vandasamari því þingið og Hvíta húsið þurfa einnig að samþykkja að hækka þak á útgjöld sem bundið var í lög árið 2011. Að öðrum kosti verða framlög til fjölda verkefna alríkisstjórnarinnar skorin niður sjálfkrafa. Um sama leyti þarf Trump að samþykkja að hækka skuldaþak ríkissjóðs eða hætta annars á að Bandaríkjastjórn lendi í greiðsluþroti. Almennt er tillaga Trump að fjárlögum næsta árs sögð fela í sér almennan fimm prósent niðurskurð á opinberum útgjöldum fyrir utan hernaðarmál.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump lúffar í deilunni um landamæramúrinn í bili Bráðabirgðasamkomulag hefur náðst um að opna alríkisstofnanir aftur tímabundið. 25. janúar 2019 18:54 Lokun bandarískra alríkisstofnana aldrei varað lengur Ríkisstarfsmenn misstu af fyrstu launagreiðslu ársins í gær. 12. janúar 2019 17:32 Trump lýsir yfir neyðarástandi á landamærunum Fastlega er gert ráð fyrir að neyðaryfirlýsingunni verði strax skotið til dómstóla sem gætu fellt hana úr gildi. 15. febrúar 2019 16:31 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Trump lúffar í deilunni um landamæramúrinn í bili Bráðabirgðasamkomulag hefur náðst um að opna alríkisstofnanir aftur tímabundið. 25. janúar 2019 18:54
Lokun bandarískra alríkisstofnana aldrei varað lengur Ríkisstarfsmenn misstu af fyrstu launagreiðslu ársins í gær. 12. janúar 2019 17:32
Trump lýsir yfir neyðarástandi á landamærunum Fastlega er gert ráð fyrir að neyðaryfirlýsingunni verði strax skotið til dómstóla sem gætu fellt hana úr gildi. 15. febrúar 2019 16:31