Trump leggur upp í annan slag við þingið um landamæramúr Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2019 13:07 Eintök af fjárlagatillögum Trump forseta á Bandaríkjaþingi í dag. Engar líkur eru taldar á að það fari óbreytt í gegnum þingið. Vísir/EPA Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta krefst 8,6 milljarða dollara aukafjárveitingar til landamæramúrsins sem forsetinn vill reisa í tillögum sínum að fjárlögum næsta árs sem verða sendar Bandaríkjaþingi í dag. Það er margfalt hærri upphæð en þingið hefur veitt til landamæraverkefna undanfarin ár. Slagur um fjárveitingar til múrsins lömuðu alríkisstofnanir í rúman mánuð í byrjun árs.Reuters-fréttastofan segir að fjárveitingin sé sex sinnum meira en þingið hefur úthlutað til landamæranna undanfarin tvö fjárlagaár og sex prósent hærri en þeir fjármunir sem Trump hefur nurlað saman með því að taka sér völd til neyðarráðstafana á landamærunum í síðasta mánuði. Litlar líkur eru á að Trump verði að ósk sinni þar sem demókratar eru með meirihluta í fulltrúadeild þingsins. Leiðtogar þeirra hafa sagt landamæramúrinn óþarfan og ósiðlegan. „Þingið neitaði að fjármagna múrinn hans og neyddist til að viðurkenna ósigur og opna ríkisstofnanir aftur. Sama sagan endurtekur sig nú ef hann reynir þetta aftur. Við vonum að hann hafi lært sína lexíu,“ sögðu Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, og Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, í sameiginlegri yfirlýsingu í gær.Stefnir í harðan slag í haust Ákvörðun Trump um að lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum til að geta ráðstafað fjármunum til múrsins án samþykkis þingsins er afar umdeild. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur þegar samþykkt að afturkalla yfirlýsingu hans og búist er við að öldungadeildin geri það einnig í vikunni. Trump mun að öllum líkindum beita neitunarvaldi sínu gegn ályktun þingsins. Nokkur ríki hafa sömuleiðis stefnt ríkisstjórninni vegna yfirlýsingar forsetans. Næsta fjárlagaár hefst 1. október. Samþykki þingið ekki ný fjárlög fyrir þann tíma gæti aftur komið til þess að ríkisstofnunum verði lokað líkt og gerðist rétt fyrir jól. Þá hótaði Trump að synja útgjaldafrumvörpum undirskriftar ef hann fengi ekki fjárveitinguna sem hann vildi til landamæramúrsins. Um fjórðungur ríkisstofnana var lokaður í 35 daga þegar fjárveitingar þeirra runnu út. Deilan um fjárlögin verður enn vandasamari því þingið og Hvíta húsið þurfa einnig að samþykkja að hækka þak á útgjöld sem bundið var í lög árið 2011. Að öðrum kosti verða framlög til fjölda verkefna alríkisstjórnarinnar skorin niður sjálfkrafa. Um sama leyti þarf Trump að samþykkja að hækka skuldaþak ríkissjóðs eða hætta annars á að Bandaríkjastjórn lendi í greiðsluþroti. Almennt er tillaga Trump að fjárlögum næsta árs sögð fela í sér almennan fimm prósent niðurskurð á opinberum útgjöldum fyrir utan hernaðarmál. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump lúffar í deilunni um landamæramúrinn í bili Bráðabirgðasamkomulag hefur náðst um að opna alríkisstofnanir aftur tímabundið. 25. janúar 2019 18:54 Lokun bandarískra alríkisstofnana aldrei varað lengur Ríkisstarfsmenn misstu af fyrstu launagreiðslu ársins í gær. 12. janúar 2019 17:32 Trump lýsir yfir neyðarástandi á landamærunum Fastlega er gert ráð fyrir að neyðaryfirlýsingunni verði strax skotið til dómstóla sem gætu fellt hana úr gildi. 15. febrúar 2019 16:31 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu eftir ógildingu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta krefst 8,6 milljarða dollara aukafjárveitingar til landamæramúrsins sem forsetinn vill reisa í tillögum sínum að fjárlögum næsta árs sem verða sendar Bandaríkjaþingi í dag. Það er margfalt hærri upphæð en þingið hefur veitt til landamæraverkefna undanfarin ár. Slagur um fjárveitingar til múrsins lömuðu alríkisstofnanir í rúman mánuð í byrjun árs.Reuters-fréttastofan segir að fjárveitingin sé sex sinnum meira en þingið hefur úthlutað til landamæranna undanfarin tvö fjárlagaár og sex prósent hærri en þeir fjármunir sem Trump hefur nurlað saman með því að taka sér völd til neyðarráðstafana á landamærunum í síðasta mánuði. Litlar líkur eru á að Trump verði að ósk sinni þar sem demókratar eru með meirihluta í fulltrúadeild þingsins. Leiðtogar þeirra hafa sagt landamæramúrinn óþarfan og ósiðlegan. „Þingið neitaði að fjármagna múrinn hans og neyddist til að viðurkenna ósigur og opna ríkisstofnanir aftur. Sama sagan endurtekur sig nú ef hann reynir þetta aftur. Við vonum að hann hafi lært sína lexíu,“ sögðu Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, og Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, í sameiginlegri yfirlýsingu í gær.Stefnir í harðan slag í haust Ákvörðun Trump um að lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum til að geta ráðstafað fjármunum til múrsins án samþykkis þingsins er afar umdeild. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur þegar samþykkt að afturkalla yfirlýsingu hans og búist er við að öldungadeildin geri það einnig í vikunni. Trump mun að öllum líkindum beita neitunarvaldi sínu gegn ályktun þingsins. Nokkur ríki hafa sömuleiðis stefnt ríkisstjórninni vegna yfirlýsingar forsetans. Næsta fjárlagaár hefst 1. október. Samþykki þingið ekki ný fjárlög fyrir þann tíma gæti aftur komið til þess að ríkisstofnunum verði lokað líkt og gerðist rétt fyrir jól. Þá hótaði Trump að synja útgjaldafrumvörpum undirskriftar ef hann fengi ekki fjárveitinguna sem hann vildi til landamæramúrsins. Um fjórðungur ríkisstofnana var lokaður í 35 daga þegar fjárveitingar þeirra runnu út. Deilan um fjárlögin verður enn vandasamari því þingið og Hvíta húsið þurfa einnig að samþykkja að hækka þak á útgjöld sem bundið var í lög árið 2011. Að öðrum kosti verða framlög til fjölda verkefna alríkisstjórnarinnar skorin niður sjálfkrafa. Um sama leyti þarf Trump að samþykkja að hækka skuldaþak ríkissjóðs eða hætta annars á að Bandaríkjastjórn lendi í greiðsluþroti. Almennt er tillaga Trump að fjárlögum næsta árs sögð fela í sér almennan fimm prósent niðurskurð á opinberum útgjöldum fyrir utan hernaðarmál.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump lúffar í deilunni um landamæramúrinn í bili Bráðabirgðasamkomulag hefur náðst um að opna alríkisstofnanir aftur tímabundið. 25. janúar 2019 18:54 Lokun bandarískra alríkisstofnana aldrei varað lengur Ríkisstarfsmenn misstu af fyrstu launagreiðslu ársins í gær. 12. janúar 2019 17:32 Trump lýsir yfir neyðarástandi á landamærunum Fastlega er gert ráð fyrir að neyðaryfirlýsingunni verði strax skotið til dómstóla sem gætu fellt hana úr gildi. 15. febrúar 2019 16:31 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu eftir ógildingu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Sjá meira
Trump lúffar í deilunni um landamæramúrinn í bili Bráðabirgðasamkomulag hefur náðst um að opna alríkisstofnanir aftur tímabundið. 25. janúar 2019 18:54
Lokun bandarískra alríkisstofnana aldrei varað lengur Ríkisstarfsmenn misstu af fyrstu launagreiðslu ársins í gær. 12. janúar 2019 17:32
Trump lýsir yfir neyðarástandi á landamærunum Fastlega er gert ráð fyrir að neyðaryfirlýsingunni verði strax skotið til dómstóla sem gætu fellt hana úr gildi. 15. febrúar 2019 16:31