Sannfærð um að dómsmálaráðherra segi af sér í dag: „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. mars 2019 10:17 Helga Vala Helgadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Hún segir að ekki sé annað í boði en að Sigríður Andersen segi af sér. Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, segir að það komi ekki annað til greina en að Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segi af sér vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sem féll í dag og fjallaði um að skipan dómara við Landsrétt bryti gegn 6. grein Mannréttindasáttmálans. Aðspurð um næstu skrefin á Alþingi segist Helga Vala þurfa að bíða viðbragða ríkistjórnarinnar. „Þau hljóta nú að vera með eitthvað plan. Að minnsta kosti getur dómsmálaráðherra ekki setið áfram, það er alveg ljóst. Hún hlýtur bara að stíga til hliðar í dag. Það kemur ekkert annað til greina. Það er enginn sem framkvæmir þetta annar en hún. Það er allt vegna hennar ákvörðunar, hennar persónulegu,“ segir Helga Vala. Hún segir að vegna dómsins sem féll í dag ríki réttaróvissa á Íslandi. „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu og við erum að tala um að Hæstiréttur fær líka skell fyrir að hafa í rauninni ekki fallist á rök dómfellda, sem var núna að vinna þetta mál.“ Umfangið er gríðarstórt Helga Vala segir að niðurstaðan hefði ekki komið sér á óvart þrátt fyrir að hún hefði vonað „í bjartsýni sinni“ að niðurstaðan yrði önnur. Hún segir að dómur MDE grundvallaðist á sömu athugasemdum og hún hefði bent á frá því málið kom fyrst upp. „Ég hef sagt að ef þetta yrði niðurstaðan væri uppi algjör réttaróvissa. Þetta er ekkert grín. Þetta er heill dómstóll og það er ekki hægt að láta eins og þetta sé ekki neitt neitt,“ segir Helga Vala og bendir á að umfang skaðans sé gríðarlegt: „Allir þeir dómar sem kveðnir hafa verið upp í Landsrétti frá 1. janúar 2018 eru þarna undir.“ Ástæðan fyrir því að vafi er nú uppi um alla dóma sem kveðnir hafa verið upp í Landsrétti er sú að Alþingi greiddi atkvæði um alla 15 dómarana í einu og fór þannig á svig við dómstólalög sem kveða á um að Alþingi hefði átt að greiða atkvæði um hvern og einn umsækjanda. „Þau bara litu svo á að þingsköp toppuðu dómstólalögin. Lögin segja að það eigi að greiða atkvæði um hvern og einn en þau vildu ekki gera það af því að þá hefðu þau tvístrast þegar kæmi að þessum fjórum,“ segir Helga Vala um þá fjóra dómara sem voru ekki efst á blaði samkvæmt hæfnisnefnd. Stórar upphæðir í húfi Helga Vala segir að þeir dómar sem hafa verið kveðnir upp frá 1. janúar 2018 ógildist ekki af sjálfu sér heldur þurfi hver og einn að sækja rétt sinn.Er þá ekki líklegt að aðrir vilji rétta sinn hlut?„Jújú og hver ætlar að borga það? Það er auðvitað ríkið sem borgar það. Sjáðu peningana. Þetta eru endalausir fjármunir sem við erum að borga út af persónulegum ákvörðunum þessarar konu í embætti dómsmálaráðherra. Henni var ráðlagt að gera þetta ekki. Það voru sérfræðingar inn í ráðuneytinu sem sögðu að hún gæti ekki gert þetta svona.“ Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, segir að það komi ekki annað til greina en að Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segi af sér vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sem féll í dag og fjallaði um að skipan dómara við Landsrétt bryti gegn 6. grein Mannréttindasáttmálans. Aðspurð um næstu skrefin á Alþingi segist Helga Vala þurfa að bíða viðbragða ríkistjórnarinnar. „Þau hljóta nú að vera með eitthvað plan. Að minnsta kosti getur dómsmálaráðherra ekki setið áfram, það er alveg ljóst. Hún hlýtur bara að stíga til hliðar í dag. Það kemur ekkert annað til greina. Það er enginn sem framkvæmir þetta annar en hún. Það er allt vegna hennar ákvörðunar, hennar persónulegu,“ segir Helga Vala. Hún segir að vegna dómsins sem féll í dag ríki réttaróvissa á Íslandi. „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu og við erum að tala um að Hæstiréttur fær líka skell fyrir að hafa í rauninni ekki fallist á rök dómfellda, sem var núna að vinna þetta mál.“ Umfangið er gríðarstórt Helga Vala segir að niðurstaðan hefði ekki komið sér á óvart þrátt fyrir að hún hefði vonað „í bjartsýni sinni“ að niðurstaðan yrði önnur. Hún segir að dómur MDE grundvallaðist á sömu athugasemdum og hún hefði bent á frá því málið kom fyrst upp. „Ég hef sagt að ef þetta yrði niðurstaðan væri uppi algjör réttaróvissa. Þetta er ekkert grín. Þetta er heill dómstóll og það er ekki hægt að láta eins og þetta sé ekki neitt neitt,“ segir Helga Vala og bendir á að umfang skaðans sé gríðarlegt: „Allir þeir dómar sem kveðnir hafa verið upp í Landsrétti frá 1. janúar 2018 eru þarna undir.“ Ástæðan fyrir því að vafi er nú uppi um alla dóma sem kveðnir hafa verið upp í Landsrétti er sú að Alþingi greiddi atkvæði um alla 15 dómarana í einu og fór þannig á svig við dómstólalög sem kveða á um að Alþingi hefði átt að greiða atkvæði um hvern og einn umsækjanda. „Þau bara litu svo á að þingsköp toppuðu dómstólalögin. Lögin segja að það eigi að greiða atkvæði um hvern og einn en þau vildu ekki gera það af því að þá hefðu þau tvístrast þegar kæmi að þessum fjórum,“ segir Helga Vala um þá fjóra dómara sem voru ekki efst á blaði samkvæmt hæfnisnefnd. Stórar upphæðir í húfi Helga Vala segir að þeir dómar sem hafa verið kveðnir upp frá 1. janúar 2018 ógildist ekki af sjálfu sér heldur þurfi hver og einn að sækja rétt sinn.Er þá ekki líklegt að aðrir vilji rétta sinn hlut?„Jújú og hver ætlar að borga það? Það er auðvitað ríkið sem borgar það. Sjáðu peningana. Þetta eru endalausir fjármunir sem við erum að borga út af persónulegum ákvörðunum þessarar konu í embætti dómsmálaráðherra. Henni var ráðlagt að gera þetta ekki. Það voru sérfræðingar inn í ráðuneytinu sem sögðu að hún gæti ekki gert þetta svona.“
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Sjá meira
Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03