Klopp: Þurfum að sýna hugrekki og spila okkar besta fótbolta Anton Ingi Leifsson skrifar 13. mars 2019 08:00 Klopp á blaðamannafundinum. vísir/getty Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að liðið þurfi að sýna hugrekki er liðið mætir Bayern Munchen í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikur liðanna var ekki fjörugur og endaði með markalausu jafntefli. Það er því ljóst að það verður háspenna lífshætta á Allianz-leikvanginum í kvöld en flautað verður til leiks klukkan 20.00. „Þetta er áskorun. Við þurfum að vera í takt og þurfum að gera rétta hluti á ákveðnum augnablikum. Bayern er heimsklassalið og það vita allir. Þeir eru með frábæra leikmenn og við þurfum að verjast í hæsta klassa,“ sagði Klopp um leik kvöldsins. „Þegar við erum með boltann verðum við að hafa sjálfstraust og það er erfitt gegn heimsklassaliði. Við verðum að vera hugaðir og spila okkar besta fótbolta. Við þurfum að sýna það í kvöld.“ „Það munu vera augnablik í leiknum þar sem við getum tekið yfir leikinn. Það koma augnablik þar sem Bayern mun stjórna leiknum. Í báðum augnablikum geturu nýtt aðstæðurnar en þetta snýst um jafnvægi.“ Mikið hefur verið rætt og ritað um hvort að það sé gott fyrir Liverpool að fara áfram í Meistaradeildinni því liðið er að berjast á toppi úrvalsdeildarinnar. Klopp segir að leikur kvöldsins breyti engu hvað ensku deildina varðar. „Þessi leikur hefur enga tengingu við neitt annað. Ef við förum áfram í keppninni, ef við vinnum í kvöld, ef við eigum skilið að fara áfram, ef við spilum góðan fótbolta, þá gæti það breytt heiminum fyrir okkur.“ „Ef ekki þá segjum við á fimmtudagsmorguninn: Þetta er búið og nú einbeitum við okkur að leiknum gegn Fulham. Þetta er einungis einn leikur. Mikilvægur leikur. Eins og leikurinn gegn Fulham á sunnudaginn og gegn Tottenham og sá næsti en í kvöld spilum við einn stóran leik og hann er gegn Bayern,“ sagði Klopp. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að liðið þurfi að sýna hugrekki er liðið mætir Bayern Munchen í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikur liðanna var ekki fjörugur og endaði með markalausu jafntefli. Það er því ljóst að það verður háspenna lífshætta á Allianz-leikvanginum í kvöld en flautað verður til leiks klukkan 20.00. „Þetta er áskorun. Við þurfum að vera í takt og þurfum að gera rétta hluti á ákveðnum augnablikum. Bayern er heimsklassalið og það vita allir. Þeir eru með frábæra leikmenn og við þurfum að verjast í hæsta klassa,“ sagði Klopp um leik kvöldsins. „Þegar við erum með boltann verðum við að hafa sjálfstraust og það er erfitt gegn heimsklassaliði. Við verðum að vera hugaðir og spila okkar besta fótbolta. Við þurfum að sýna það í kvöld.“ „Það munu vera augnablik í leiknum þar sem við getum tekið yfir leikinn. Það koma augnablik þar sem Bayern mun stjórna leiknum. Í báðum augnablikum geturu nýtt aðstæðurnar en þetta snýst um jafnvægi.“ Mikið hefur verið rætt og ritað um hvort að það sé gott fyrir Liverpool að fara áfram í Meistaradeildinni því liðið er að berjast á toppi úrvalsdeildarinnar. Klopp segir að leikur kvöldsins breyti engu hvað ensku deildina varðar. „Þessi leikur hefur enga tengingu við neitt annað. Ef við förum áfram í keppninni, ef við vinnum í kvöld, ef við eigum skilið að fara áfram, ef við spilum góðan fótbolta, þá gæti það breytt heiminum fyrir okkur.“ „Ef ekki þá segjum við á fimmtudagsmorguninn: Þetta er búið og nú einbeitum við okkur að leiknum gegn Fulham. Þetta er einungis einn leikur. Mikilvægur leikur. Eins og leikurinn gegn Fulham á sunnudaginn og gegn Tottenham og sá næsti en í kvöld spilum við einn stóran leik og hann er gegn Bayern,“ sagði Klopp.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira