Erlendir sjóðir bæta við sig í Marel fyrir meira en þrjá milljarða Hörður Ægisson skrifar 13. mars 2019 08:30 Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, en félagið stefnir að skráningu í kauphöllina í Amsterdam. Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital, sem kom fyrst inn í hluthafahóp Marels í janúar, hefur bætt við sig rúmlega 3,4 milljónum hluta, jafnvirði um 1.650 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, það sem af er marsmánuði og fer núna með 2,45 prósenta eignarhlut. Teleios Capital er áttundi stærsti hluthafi félagsins og er hlutur sjóðsins metinn á um átta milljarða króna. Þá hefur bandaríski fjárfestingasjóðurinn Smallcap World Fund, sem er í stýringu American Funds, á sama tíma einnig bætt við sig um hálfs prósents hlut í Marel. Samanlagt á sjóðurinn í dag tæplega 2,7 prósenta hlut í Marel. Erlendir sjóðir hafa orðið mun umsvifameiri í hluthafahópi Marels á undanförnum mánuðum og misserum. Þann 13. febrúar síðastliðinn áttu alþjóðlegir fjárfestar samanlagt 9,9 prósenta hlut í félaginu, borið saman við aðeins 4,6 prósenta hlut á sama tíma árið 2018, en frá þeim tíma hafa sjóðir Smallcap og Teleios bætt við sig jafnvirði um tveggja prósenta hlutar. Alþjóðlegir fjárfestar eiga því núna orðið um tólf prósenta hlut í Marel. Hlutabréfasjóðir í stýringu Stefnis og íslenskir lífeyrissjóðir hafa á síðustu vikum einkum verið í hópi þeirra hluthafa sem hafa minnkað við hlut sinn í Marel. Samanlagður eignarhlutur lífeyrissjóða nemur hins vegar enn um 40 prósentum. Á aðalfundi í liðinni viku var greint frá því að stjórn Marels hefði ákveðið að stefna að skráningu hlutabréfa félagsins í Euronext-kauphöllina í Amsterdam samhliða skráningu á Íslandi. Fram kom í máli Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra Marels, að tvíhliða skráning á alþjóðlegum markaði í erlendum gjaldmiðli gerði hlutabréf félagsins að áhugaverðum kosti sem hluta af kaupverði í mögulegum yfirtökum. Fimm alþjóðlegir bankar hefðu verið fengnir til ráðgjafar við skráninguna og sem umsjónaraðilar útboðs. Hlutabréfaverð Marels hefur hækkað um nærri 30 prósent frá áramótum. Félagið er langsamlega verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni með markaðsvirði upp á 328 milljarða króna. Hlutabréfaverð Marels stóð í 480 krónum á hlut við lokun markaða í gær en gengi bréfa félagsins fór hæst í 505 krónur á miðvikudaginn í síðustu viku. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital, sem kom fyrst inn í hluthafahóp Marels í janúar, hefur bætt við sig rúmlega 3,4 milljónum hluta, jafnvirði um 1.650 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, það sem af er marsmánuði og fer núna með 2,45 prósenta eignarhlut. Teleios Capital er áttundi stærsti hluthafi félagsins og er hlutur sjóðsins metinn á um átta milljarða króna. Þá hefur bandaríski fjárfestingasjóðurinn Smallcap World Fund, sem er í stýringu American Funds, á sama tíma einnig bætt við sig um hálfs prósents hlut í Marel. Samanlagt á sjóðurinn í dag tæplega 2,7 prósenta hlut í Marel. Erlendir sjóðir hafa orðið mun umsvifameiri í hluthafahópi Marels á undanförnum mánuðum og misserum. Þann 13. febrúar síðastliðinn áttu alþjóðlegir fjárfestar samanlagt 9,9 prósenta hlut í félaginu, borið saman við aðeins 4,6 prósenta hlut á sama tíma árið 2018, en frá þeim tíma hafa sjóðir Smallcap og Teleios bætt við sig jafnvirði um tveggja prósenta hlutar. Alþjóðlegir fjárfestar eiga því núna orðið um tólf prósenta hlut í Marel. Hlutabréfasjóðir í stýringu Stefnis og íslenskir lífeyrissjóðir hafa á síðustu vikum einkum verið í hópi þeirra hluthafa sem hafa minnkað við hlut sinn í Marel. Samanlagður eignarhlutur lífeyrissjóða nemur hins vegar enn um 40 prósentum. Á aðalfundi í liðinni viku var greint frá því að stjórn Marels hefði ákveðið að stefna að skráningu hlutabréfa félagsins í Euronext-kauphöllina í Amsterdam samhliða skráningu á Íslandi. Fram kom í máli Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra Marels, að tvíhliða skráning á alþjóðlegum markaði í erlendum gjaldmiðli gerði hlutabréf félagsins að áhugaverðum kosti sem hluta af kaupverði í mögulegum yfirtökum. Fimm alþjóðlegir bankar hefðu verið fengnir til ráðgjafar við skráninguna og sem umsjónaraðilar útboðs. Hlutabréfaverð Marels hefur hækkað um nærri 30 prósent frá áramótum. Félagið er langsamlega verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni með markaðsvirði upp á 328 milljarða króna. Hlutabréfaverð Marels stóð í 480 krónum á hlut við lokun markaða í gær en gengi bréfa félagsins fór hæst í 505 krónur á miðvikudaginn í síðustu viku.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira