Eftir bragðdauf jafntefli verður allt undir í kvöld Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. mars 2019 16:45 Bæjarar þurfa að hafa góðar gætur á Mohamed Salah á Allianz Arena enda væri útivallarmark gulls ígildi fyrir Liverpool í kvöld. Getty/Rich Linley Það er allt undir í kvöld þegar tveir leikir fara fram í Meistaradeild Evrópu. Í Barcelona taka heimamenn á móti franska liðinu Lyon og í Bæjaralandi mætir Jürgen Klopp með lærisveina sína í Liverpool á heimavöll Þýskalandsmeistaranna, Bayern München. Eftir markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna er það ljóst að útivallarmark er gulls ígildi í kvöld þó að vellirnir séu erfiðir heim að sækja fyrir Lyon og Liverpool. Silfurhafar síðasta árs, Liverpool, hafa verið að hökta í deildinni heima fyrir undanfarnar vikur en það ætti að henta þeim að geta setið aftar á vellinum og reynt að nýta hraða fremstu manna til að finna mikilvægt útivallarmark. Liverpool fær besta leikmann liðsins aftur inn, Virgil van Dijk, eftir að Hollendingurinn tók út leikbann í fyrri leik liðanna og er nokkuð víst að hann taki sér stöðu við hlið Joels Matip í miðri vörn Liverpool í kvöld. Ólíkt Liverpool hefur Bayern verið að nálgast sitt fyrra form og eru komnir á toppinn í þýsku deildinni. Niko Kovac, sem var undir mikilli pressu í byrjun tímabilsins, virðist hafa fundið lausnir því Bæjarar hafa unnið stórsigra í síðustu tveimur leikjum gegn Borussia Mönchengladbach og Wolfsburg, liðum sem eru að berjast um sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili, samanlagt 11-1. Bayern hefur komist í undanúrslitin sex sinnum í síðustu sjö tilraunum og er sú krafa gerð til lærisveina Kovac að þeir fari áfram í kvöld. Sagan er Lyon ekki hliðholl fyrir leikinn í kvöld en þetta verður áttunda viðureign liðanna og hefur Lyon aldrei tekist að vinna Barcelona. Til þessa hefur Barcelona unnið fjóra leiki, þar af alla þrjá á Nývangi en þetta er annað lið Lyon sem mætir til leiks í kvöld. Franska liðið fær fyrirliða sinn og einn af bestu leikmönnum liðsins, Nabil Fekir, aftur inn í liðið eftir að hann tók út leikbann í fyrri leik liðanna. Með Fekir innanborðs kom þetta lið á óvart og vann 2-1 sigur á Etihad-vellinum fyrr á þessu tímabili svo að það skyldi enginn afskrifa Lyon. Pressan er á Barcelona enda með lið sem er talið að geti farið alla leið í keppninni í ár eftir fjögur mögur ár þar sem Börsungar hafa þurft að horfa á eftir titlinum til erkifjenda sinna í Real Madrid. Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Sjá meira
Það er allt undir í kvöld þegar tveir leikir fara fram í Meistaradeild Evrópu. Í Barcelona taka heimamenn á móti franska liðinu Lyon og í Bæjaralandi mætir Jürgen Klopp með lærisveina sína í Liverpool á heimavöll Þýskalandsmeistaranna, Bayern München. Eftir markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna er það ljóst að útivallarmark er gulls ígildi í kvöld þó að vellirnir séu erfiðir heim að sækja fyrir Lyon og Liverpool. Silfurhafar síðasta árs, Liverpool, hafa verið að hökta í deildinni heima fyrir undanfarnar vikur en það ætti að henta þeim að geta setið aftar á vellinum og reynt að nýta hraða fremstu manna til að finna mikilvægt útivallarmark. Liverpool fær besta leikmann liðsins aftur inn, Virgil van Dijk, eftir að Hollendingurinn tók út leikbann í fyrri leik liðanna og er nokkuð víst að hann taki sér stöðu við hlið Joels Matip í miðri vörn Liverpool í kvöld. Ólíkt Liverpool hefur Bayern verið að nálgast sitt fyrra form og eru komnir á toppinn í þýsku deildinni. Niko Kovac, sem var undir mikilli pressu í byrjun tímabilsins, virðist hafa fundið lausnir því Bæjarar hafa unnið stórsigra í síðustu tveimur leikjum gegn Borussia Mönchengladbach og Wolfsburg, liðum sem eru að berjast um sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili, samanlagt 11-1. Bayern hefur komist í undanúrslitin sex sinnum í síðustu sjö tilraunum og er sú krafa gerð til lærisveina Kovac að þeir fari áfram í kvöld. Sagan er Lyon ekki hliðholl fyrir leikinn í kvöld en þetta verður áttunda viðureign liðanna og hefur Lyon aldrei tekist að vinna Barcelona. Til þessa hefur Barcelona unnið fjóra leiki, þar af alla þrjá á Nývangi en þetta er annað lið Lyon sem mætir til leiks í kvöld. Franska liðið fær fyrirliða sinn og einn af bestu leikmönnum liðsins, Nabil Fekir, aftur inn í liðið eftir að hann tók út leikbann í fyrri leik liðanna. Með Fekir innanborðs kom þetta lið á óvart og vann 2-1 sigur á Etihad-vellinum fyrr á þessu tímabili svo að það skyldi enginn afskrifa Lyon. Pressan er á Barcelona enda með lið sem er talið að geti farið alla leið í keppninni í ár eftir fjögur mögur ár þar sem Börsungar hafa þurft að horfa á eftir titlinum til erkifjenda sinna í Real Madrid.
Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Sjá meira