Innlent

Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir hafa ekki áhrif á akstursþjónustu fatlaðra

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir sem Efling hefur boðað mun ekki hafa áhrif á akstursþjónustu fatlaðs fólks að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó bs.
Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir sem Efling hefur boðað mun ekki hafa áhrif á akstursþjónustu fatlaðs fólks að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó bs. Fbl/Eyþór
Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir sem Efling hefur boðað mun ekki hafa áhrif á akstursþjónustu fatlaðs fólks að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó bs.

„Ákveðið hefur verið að allur akstur með fólk með fatlanir verður sjálfkrafa undanþeginn verkfallsaðgerðum. Bílstjórum sem starfa við slíkan akstur er því heimilt að sinna störfum sínum með óbreyttum hætti,“ kemur fram í tilkynningu frá Eflingu.

Flestir vagnstjórar Kynnisferða eru félagsmenn í Eflingu og því munu boðaðar verkfallsaðgerðir hafa töluverð áhrif á leiðir 12, 14, 15, 16, 17, 21, 24, 28, 35 og 36 á höfuðborgarsvæðinu.

Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir sem hafa bein áhrif á farþega eru á tímabilinu 23.-29. mars næstkomandi en vagnstjórar munu stöðva vagninn daglega klukkan 16.00 í 5 mínútur á stoppistöð og því má gera ráð fyrir seinkunum á þeim leiðum sem þetta á við.

Einnig hefur þetta áhrif á farþega á tímabilinu 1.-30. apríl. Að frátöldum laugardögum og sunnudögum verður vinna lögð niður dag hvern frá klukkan 07:00-09:00 og aftur klukkan 16.00-18:00 síðdegis.  

Engir starfsmenn Strætó bs. eru félagsmenn Eflingar og framangreindar verkfallsaðgerðir hafa því ekki áhrif á leiðir 1 ,2 ,3 , 4, 5,6 ,7, og 18 á höfuðborgarsvæðinu.

Hópferðabílstjórar er einn stærsti verktakinn sem sinnir akstri fyrir Strætó á landsbyggðinni en þar er hluti starfsmanna í Eflingu og því munu boðaðar verkfallsaðgerðir hafa áhrif á stakar ferðir eftirfarandi leiða: 51, 52, 72, 73, 75 á Suðurlandi, 57 á Vestur- og Norðurlandi og þá leið 55 á Suðurnesjum.


Tengdar fréttir

Fyrsta degi verkfallsaðgerða lokið

Verkfalli hótelþerna sem eru félagsmenn í Eflingu lauk nú á miðnætti. Þar með er fyrsta degi verkfallsaðgerða félagsins lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×