Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. mars 2019 15:55 Bjarni Benediktsson ræddi við fjölmiðla í þinghúsinu í dag. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksnis segir tvo möguleika í stöðunni varðandi hvernig brugðist verði við brotthvarfi Sigríðar Á. Andersen úr stóli dómsmálaráðherra. Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Sigríður tilkynnti á blaðamannafundi í ráðuneytinu í dag að hún ætlaði að stíga til hliðar til tímabundið á meðan dómur Mannréttindadómstólsins er til skoðunar. Bjarni ræddi við blaðamenn í þinghúsinu í dag þar sem hann útskýrði að þau Sigríður hefðu setið saman og metið stöðuna. „Metið þörfina til að gera það sem við getum og í okkar valdi stendur til að draga úr óvissu,“ sagði Bjarni. „Sigríður stígur þetta skref sem mér finnst mjög virðingavert,“ sagði fjármálaráðherra og minnti á að hann hefði staðið með Sigríði á hverju stigi málsins. Kom Bjarna í opna skjöldu Dómurinn hefði komið honum í opna skjöldu. Tveir af sjö dómurum hefðu þó skilað sérákvæði. Hann væri ánægður að ráðherrar í ríkisstjórninni væru sammála um að tilefni væri til að láta reyna á niðurstöðu Mannréttindadómstólsins hjá Yfirrétti dómsins. Óvíst væri þó hvort það fengist samþykkt, þ.e. að rétturinn tæki málið fyrir og þá er ekki ljóst hve langan tíma það taki. Bjarni lagði áherslu á að flokkarnir í ríkisstjórninni hefðu mjög mikla trú á samstarfinu. „Það eru mörg verkefni í deiglunni sem við viljum standa vörð um. Þegar við setjumst niður erum við fyrst og fremst að hugsa um að fá frið til að leiða vandasöm verkefni til lykta.“ Sigríður hefði tekið ákvörðunina algjörlega á eigin forsendum. Það sé skilningur þeirra beggja, sameiginlegur, að ákvörðunin sé til að skapa vinnufrið. Enginn útilokaði þátttöku hennar í ríkisstjórninni þegar óvissunni vegna dómsins hefði verið eytt. Ekki liggur fyrir hver sest í stól dómsmálaráðherra. Sér fyrir sér ráðherra úr þingflokknum „Ég held ég geti samt sem áður sagt á þessum tímapunkti að ég tel að það komi fyrst og fremst tveir valkostir til greina. Að við fáum annaðhvort einhvern úr ríkisstjórninni til að gegna embættinu eða einhvern úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins í stól dómsmálaráðherra.“ „Ég held ég geti samt sem áður sagt á þessum tímapunkti að ég tel að það komi fyrst og fremst tveir valkostir til greina. Að við fáum annaðhvort einhvern úr ríkisstjórninni til að gegna embættinu eða einhvern úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins í stól dómsmálaráðherra.“ Bjarni segir að sér hafi fundist mjög mikilvægt að ráðherrann gæti greint frá sinni afstöðu á sínum eigin forsendum. Þá rifjaði Bjarni upp þegar Landsdómur var stofnaður eftir hrun. „Mér er hugsað til þess að þegar við ákváðum að koma á fót Landsdómi á sínum tíma sprettur það upp úr ákveðnu vantrausti milli þings og stjórnarráðsins. Þingið heimtar að hafa aðkomu að málinu,“ sagði Bjarni. Nú lægi fyrir að samkvæmt dómi MDE hefði Alþingi klúðrað málunum. Gagnrýni á hendur dómstólnum Þá væri mikilvægt að velta upp spurningunni hvort Ísland hefði framselt túlkunarvald yfir íslenskum lögum til Evrópu? Hann haldi ekki. Eitt stóra álitaefnið yfir MDE væri hvar hann drægi mörkin í afskiptum af aðildarríkjum. „Við höfum ákveðið að skipa okkur í flokk með þjóðum sem vilja verja þau gildi sem eru skráð í mannréttindasáttmálann,“ sagði Bjarni. Ákvarðanir dómstólsins væru oft umdeildar. Bretar hefðu velta fyrir sér að segja sig frá dómstólnum. Þá hefðu Danir gagnrýnt dómstólinn sömuleiðis. Nú hljóti Íslendingar að spyrja sig hvort stigið hafi verið yfir línuna af Mannréttindadómstólnum. Mikilvægt sé með áfrýjun til Yfirréttarins að láta reyna á sjónarmiðin í minnihlutaáliti dómsins. „Ég er bara að segja að hér er mjög langt gengið í að hafa uppi lagatúlkun um atriði sem eru til lykta leidd af dómstólum innanlands,“ sagði Bjarni. Það hljóit að vekja upp spurningar hversu langt dómstóllinn sé í rétti að fara inn á það stig. Þetta sé grundvallarsspurning um hvar æðsta dómsvaldið á íslenskum lögum sé. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksnis segir tvo möguleika í stöðunni varðandi hvernig brugðist verði við brotthvarfi Sigríðar Á. Andersen úr stóli dómsmálaráðherra. Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Sigríður tilkynnti á blaðamannafundi í ráðuneytinu í dag að hún ætlaði að stíga til hliðar til tímabundið á meðan dómur Mannréttindadómstólsins er til skoðunar. Bjarni ræddi við blaðamenn í þinghúsinu í dag þar sem hann útskýrði að þau Sigríður hefðu setið saman og metið stöðuna. „Metið þörfina til að gera það sem við getum og í okkar valdi stendur til að draga úr óvissu,“ sagði Bjarni. „Sigríður stígur þetta skref sem mér finnst mjög virðingavert,“ sagði fjármálaráðherra og minnti á að hann hefði staðið með Sigríði á hverju stigi málsins. Kom Bjarna í opna skjöldu Dómurinn hefði komið honum í opna skjöldu. Tveir af sjö dómurum hefðu þó skilað sérákvæði. Hann væri ánægður að ráðherrar í ríkisstjórninni væru sammála um að tilefni væri til að láta reyna á niðurstöðu Mannréttindadómstólsins hjá Yfirrétti dómsins. Óvíst væri þó hvort það fengist samþykkt, þ.e. að rétturinn tæki málið fyrir og þá er ekki ljóst hve langan tíma það taki. Bjarni lagði áherslu á að flokkarnir í ríkisstjórninni hefðu mjög mikla trú á samstarfinu. „Það eru mörg verkefni í deiglunni sem við viljum standa vörð um. Þegar við setjumst niður erum við fyrst og fremst að hugsa um að fá frið til að leiða vandasöm verkefni til lykta.“ Sigríður hefði tekið ákvörðunina algjörlega á eigin forsendum. Það sé skilningur þeirra beggja, sameiginlegur, að ákvörðunin sé til að skapa vinnufrið. Enginn útilokaði þátttöku hennar í ríkisstjórninni þegar óvissunni vegna dómsins hefði verið eytt. Ekki liggur fyrir hver sest í stól dómsmálaráðherra. Sér fyrir sér ráðherra úr þingflokknum „Ég held ég geti samt sem áður sagt á þessum tímapunkti að ég tel að það komi fyrst og fremst tveir valkostir til greina. Að við fáum annaðhvort einhvern úr ríkisstjórninni til að gegna embættinu eða einhvern úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins í stól dómsmálaráðherra.“ „Ég held ég geti samt sem áður sagt á þessum tímapunkti að ég tel að það komi fyrst og fremst tveir valkostir til greina. Að við fáum annaðhvort einhvern úr ríkisstjórninni til að gegna embættinu eða einhvern úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins í stól dómsmálaráðherra.“ Bjarni segir að sér hafi fundist mjög mikilvægt að ráðherrann gæti greint frá sinni afstöðu á sínum eigin forsendum. Þá rifjaði Bjarni upp þegar Landsdómur var stofnaður eftir hrun. „Mér er hugsað til þess að þegar við ákváðum að koma á fót Landsdómi á sínum tíma sprettur það upp úr ákveðnu vantrausti milli þings og stjórnarráðsins. Þingið heimtar að hafa aðkomu að málinu,“ sagði Bjarni. Nú lægi fyrir að samkvæmt dómi MDE hefði Alþingi klúðrað málunum. Gagnrýni á hendur dómstólnum Þá væri mikilvægt að velta upp spurningunni hvort Ísland hefði framselt túlkunarvald yfir íslenskum lögum til Evrópu? Hann haldi ekki. Eitt stóra álitaefnið yfir MDE væri hvar hann drægi mörkin í afskiptum af aðildarríkjum. „Við höfum ákveðið að skipa okkur í flokk með þjóðum sem vilja verja þau gildi sem eru skráð í mannréttindasáttmálann,“ sagði Bjarni. Ákvarðanir dómstólsins væru oft umdeildar. Bretar hefðu velta fyrir sér að segja sig frá dómstólnum. Þá hefðu Danir gagnrýnt dómstólinn sömuleiðis. Nú hljóti Íslendingar að spyrja sig hvort stigið hafi verið yfir línuna af Mannréttindadómstólnum. Mikilvægt sé með áfrýjun til Yfirréttarins að láta reyna á sjónarmiðin í minnihlutaáliti dómsins. „Ég er bara að segja að hér er mjög langt gengið í að hafa uppi lagatúlkun um atriði sem eru til lykta leidd af dómstólum innanlands,“ sagði Bjarni. Það hljóit að vekja upp spurningar hversu langt dómstóllinn sé í rétti að fara inn á það stig. Þetta sé grundvallarsspurning um hvar æðsta dómsvaldið á íslenskum lögum sé.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira