Litið svo á að Þórdís verði dómsmálaráðherra í nokkrar vikur Birgir Olgeirsson skrifar 14. mars 2019 16:07 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dóms-, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að um nokkrar vikur væri að ræða þegar ákveðið var að skipa Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur sem dómsmálaráðherra tímabundið. Þetta sagði Bjarni þegar hann mætti til fundar ríkisráðs á Bessastöðum í dag. Sjálf sagði Sigríður Andersen í gær að hún hefði ákveðið að stíga til hliðar í næstu vikurnar þegar hún sagði af sér sem dómsmálaráðherra. Þórdís Kolbrún sagði við fjölmiðla að hún treysti sér vel til að sinna báðum ráðuneytum, það er ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu og dómsmálaráðuneytinu. Í ráðuneytunum starfar mikið af góðu fólki að sögn Þórdísar og hún treysti sér vel til að halda utan um þessi verkefni. Hún ítrekaði þó að hún liti á þetta sem tímabundna ráðstöfun, það að vera dómsmálaráðherra væri fullt starf og hún liti ekki á það sem sitt framtíðarráðuneyti. Hún sagðist ekki hafa náð að setja sig almennillega inn í dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um að skipan dómara í Landsrétt færi gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist treysta Þórdísi vel til að sinna báðum ráðuneytum.vísir/vilhelm Þórdís sagðist þó hafa lesið álit dómstólsins og sérálit og sagðist vera þeirrar skoðunar að reyna ætti að skjóta málinu til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Hún sagði það ekki góð skilaboð út í samfélagið þegar Landsréttur ákveður að dæma ekki í málum dóms Mannréttindadómstólsins en sagði að öll mál væri hægt að leysa. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, sagðist treysta Þórdísi vel til að sinna tveimur ráðuneytum enda hefði hann sjálfur gert það þegar hann var umhverfisráðherra og sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs. Vísir/Vilhelm Dómstólar Landsréttarmálið Ríkisstjórn Tengdar fréttir Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að um nokkrar vikur væri að ræða þegar ákveðið var að skipa Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur sem dómsmálaráðherra tímabundið. Þetta sagði Bjarni þegar hann mætti til fundar ríkisráðs á Bessastöðum í dag. Sjálf sagði Sigríður Andersen í gær að hún hefði ákveðið að stíga til hliðar í næstu vikurnar þegar hún sagði af sér sem dómsmálaráðherra. Þórdís Kolbrún sagði við fjölmiðla að hún treysti sér vel til að sinna báðum ráðuneytum, það er ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu og dómsmálaráðuneytinu. Í ráðuneytunum starfar mikið af góðu fólki að sögn Þórdísar og hún treysti sér vel til að halda utan um þessi verkefni. Hún ítrekaði þó að hún liti á þetta sem tímabundna ráðstöfun, það að vera dómsmálaráðherra væri fullt starf og hún liti ekki á það sem sitt framtíðarráðuneyti. Hún sagðist ekki hafa náð að setja sig almennillega inn í dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um að skipan dómara í Landsrétt færi gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist treysta Þórdísi vel til að sinna báðum ráðuneytum.vísir/vilhelm Þórdís sagðist þó hafa lesið álit dómstólsins og sérálit og sagðist vera þeirrar skoðunar að reyna ætti að skjóta málinu til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Hún sagði það ekki góð skilaboð út í samfélagið þegar Landsréttur ákveður að dæma ekki í málum dóms Mannréttindadómstólsins en sagði að öll mál væri hægt að leysa. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, sagðist treysta Þórdísi vel til að sinna tveimur ráðuneytum enda hefði hann sjálfur gert það þegar hann var umhverfisráðherra og sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs. Vísir/Vilhelm
Dómstólar Landsréttarmálið Ríkisstjórn Tengdar fréttir Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30