Fyrirbyggjandi ráðstafanir eðlilegar þegar kemur að flugöryggi Elín Margrét Böðvarsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 14. mars 2019 20:00 Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir eðlilegt að gripið sé til fyrirbyggjandi ráðstafanna þegar kemur að flugöryggi. Hann telur að mjög fljótlega muni liggja fyrir hvað nákvæmlega orsakaði tvö alvarleg flugslys í Eþíópíu og Indónesíu.Boeing flugvélaframleiðandinn hefur ákveðið að kyrrsetja allar 737 Max vélar sem framleiddar hafa verið eftir að rannsakendur flugslyssins í Eþíópíu komust að því að mikil líkindi eru með því slysi og fyrra slysi Lion Air sem fórst undan ströndum Jövu í október. Icelandair hafði tekið ákvörðun fyrr í vikunni um að kyrrsetja sínar þrjár Boeng 737 Max 8 flugvélar, í framhaldi af ákvörðun flugmálayfirvalda í Bretlandi og öðrum ríkjum, um að banna vélarnar í sinni lofthelgi. Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir um fyrirbyggjandi ráðstöfun að ræða. „Icelandair taka þarna mjög pro-active ákvörðun. Með öryggið í fyrirrúmi og sýna í raun farþegum sínum mjög mikla tillitssemi að þurfa ekkert að vera að velta vöngum yfir þessu. Það má líkja þessu kannski við veitingastað þar sem óvissa ríkir um einn rétt og þá er hann bara tekinn af matseðlinum og innihaldið kannað,“ segir Ingvar. Hugsanlega sé tilviljun að í tilfellum beggja flugslysanna hafi verið um flugvél sömu gerðar verið að ræða. „Í slysinu í Indónesíu þá var vélinni flogið af stað með bilaðan skynjara sem átti ekki að gera.“ Hvað gerðist nákvæmlega muni liggja ljóst fyrir á allra næstu dögum. „Flugritarnir fundust til allrar hamingju og göngin, að því er virðist ósködduð, og svona innan iðnaðarins mun mjög fljótt skýrast þessi atburðarás og menn fá mynd af því hvað gerðist þarna,“ segir Ingvar. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Óvíst með áformað útboð Icelandair Forstjóri Icelandair Group segir að eins og staðan sé núna líti tilboðin í Icelandair Hotels ágætlega út. 13. mars 2019 06:15 Bandaríkjamenn segja líkindi með flugslysum Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. 13. mars 2019 23:00 Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir eðlilegt að gripið sé til fyrirbyggjandi ráðstafanna þegar kemur að flugöryggi. Hann telur að mjög fljótlega muni liggja fyrir hvað nákvæmlega orsakaði tvö alvarleg flugslys í Eþíópíu og Indónesíu.Boeing flugvélaframleiðandinn hefur ákveðið að kyrrsetja allar 737 Max vélar sem framleiddar hafa verið eftir að rannsakendur flugslyssins í Eþíópíu komust að því að mikil líkindi eru með því slysi og fyrra slysi Lion Air sem fórst undan ströndum Jövu í október. Icelandair hafði tekið ákvörðun fyrr í vikunni um að kyrrsetja sínar þrjár Boeng 737 Max 8 flugvélar, í framhaldi af ákvörðun flugmálayfirvalda í Bretlandi og öðrum ríkjum, um að banna vélarnar í sinni lofthelgi. Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir um fyrirbyggjandi ráðstöfun að ræða. „Icelandair taka þarna mjög pro-active ákvörðun. Með öryggið í fyrirrúmi og sýna í raun farþegum sínum mjög mikla tillitssemi að þurfa ekkert að vera að velta vöngum yfir þessu. Það má líkja þessu kannski við veitingastað þar sem óvissa ríkir um einn rétt og þá er hann bara tekinn af matseðlinum og innihaldið kannað,“ segir Ingvar. Hugsanlega sé tilviljun að í tilfellum beggja flugslysanna hafi verið um flugvél sömu gerðar verið að ræða. „Í slysinu í Indónesíu þá var vélinni flogið af stað með bilaðan skynjara sem átti ekki að gera.“ Hvað gerðist nákvæmlega muni liggja ljóst fyrir á allra næstu dögum. „Flugritarnir fundust til allrar hamingju og göngin, að því er virðist ósködduð, og svona innan iðnaðarins mun mjög fljótt skýrast þessi atburðarás og menn fá mynd af því hvað gerðist þarna,“ segir Ingvar.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Óvíst með áformað útboð Icelandair Forstjóri Icelandair Group segir að eins og staðan sé núna líti tilboðin í Icelandair Hotels ágætlega út. 13. mars 2019 06:15 Bandaríkjamenn segja líkindi með flugslysum Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. 13. mars 2019 23:00 Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Óvíst með áformað útboð Icelandair Forstjóri Icelandair Group segir að eins og staðan sé núna líti tilboðin í Icelandair Hotels ágætlega út. 13. mars 2019 06:15
Bandaríkjamenn segja líkindi með flugslysum Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. 13. mars 2019 23:00
Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30