Brynjar Þór Björnsson sagði andann sem var í Tindastólsliðinu vera að koma aftur eftir stórsigur Tindastóls á Keflavík í lokaumferð Domino‘s deildar karla í körfubolta í kvöld.
Tindastóll vann 89-68 en hefði auðveldlega getað unnið mun stærri sigur, en Keflvíkingar náðu aðeins að laga stöðuna í lokin.
„Við erum ekki búnir að eiga alvöru stórleik síðan við vorum rassskelltir á móti Stjörnunni 7. febrúar. Þá vorum við á slæmum stað, mjög slæmum stað,“ sagði Brynjar eftir leikinn í kvöld.
„Við komum til baka, fáum inn PJ aftur og flæðið í leiknum var allt annað strax frá fyrstu æfingu þegar hann kemur til baka.“
„Með fullri virðingu fyrir ÍR, Breiðabliki og Skallagrím þá er ég ekki mjög gíraður fyrir þessa leiki, en þegar þú spilar á móti liðum í topp 5, topp 6, þá eru það alltaf stórleikir og við þurftum að vinna.“
Tindastóll átti á hættu að fara í fimmta sætið með tapi og þurfa að byrja úrslitakeppnina á útivelli gegn KR. Í staðinn mæta þeir Þór og byrja fyrsta leik á Sauðárkróki.
„Þessi andi kom aftur, sem var fyrir áramót, maður fann hann mæta loksins og þá erum við erfiðir við að eiga.“
„Við veittum vonandi stuðningsmönnunum von í brjósti um að við erum betri en það sem við höfum verið að sýna.“
„Við erum að framkvæma allt betur og betur, nú er allt að opnast og þá erum við gríðarlega sterkir,“ sagði Brynjar Þór Björnsson.
Brynjar: Er ekki gíraður í leiki gegn ÍR, Breiðabliki og Skallagrím
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti


Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti


Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti

„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti


„Þú ert að tengja þetta við Rashford“
Enski boltinn