Börnin sem hafa ekki rödd Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 14. mars 2019 07:45 Fljótlega kemur frumvarp um kynrænt sjálfræði á dagskrá Alþingis. Í drögunum sem birtust á samráðsgátt stjórnvalda var upphaflegt ákvæði um bann við óafturkræfum skurðaðgerðum á kynfærum barna látið fjúka, en í stað þess á að skipa samráðshóp um efnið. Þetta eru mikil vonbrigði, enda þýðir þetta að langt er að bíða þar til löngu tímabærar breytingar nást fram. Á meðan fremjum við mannréttindabrot á litlum börnum. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að þegar málefni intersex fólks eru rædd, þá erum við að tala um alvöru börn og alvöru fjölskyldur. Á Íslandi dagsins í dag eru fullkomlega heilbrigð smábörn látin ganga í gegnum oft endurteknar aðgerðir á kynfærum með öllum þeim sársauka, óvissu og áhættu sem þeim fylgja. Þetta eru lítil börn sem hafa ekki rödd í samfélaginu og engar forsendur til þess að ákveða hvað er gert við þau og hvað ekki. Ég á þriggja ára dóttur. Bara það að fara í einfalda læknisskoðun finnst henni erfitt og það veldur henni vanlíðan. Ég útskýri alltaf fyrir henni að það sé nauðsynlegt, vegna þess að það er það sem foreldrar gera. Við útskýrum fyrir börnunum okkar að þau inngrip sem þau þurfa að þola séu mikilvæg og að þeim muni líða betur á eftir. Börnin okkar treysta okkur og við treystum því jafnframt að börnin okkar séu ekki látin þjást að óþörfu. Lítil börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni, t.d. óræð ytri kynfæri, eru látin ganga í gegnum ónauðsynlegar skurðaðgerðir hér á landi. Þau þjást að óþörfu. Eins og fram hefur komið í skýrslu Amnesty International um stöðu intersex fólks á Íslandi er stór hluti þessara aðgerða fyrst og fremst gerður á grundvelli félagslegra hugmynda um það hvernig líkamar eiga að líta út. Inngripin snúast m.ö.o. ekki um líkamlegt heilbrigði, heldur að láta börn passa inn í kynjakassa samfélagsins. Tekin er ákvörðun um það hvoru kyninu barnið á að tilheyra og líkama þess síðan breytt til samræmis við það, löngu áður en barnið sjálft getur haft nokkuð um málið að segja. Þetta er gert þrátt fyrir að flest intersex fólk sé fullkomlega heilbrigt. Þegar intersex fólk glímir við heilsufarsvandamál sem krefjast læknisfræðilegra inngripa er á sama tíma gjarnan gripið til róttækra inngripa sem ekki er hægt að rökstyðja á grundvelli heilsufars. Börn eiga að hafa frelsi til þess að fá að taka upplýsta ákvörðun um eigin líkama. Það þarf ekki sérfræðing í hinsegin málefnum til þess að átta sig á því að mögulega er verið að gera breytingar á líkama barna sem þeim mun ekki hugnast í framtíðinni, en til eru fjölmörg dæmi um að kynvitund barna passi ekki við það kyn sem er valið. Þessar skurðaðgerðir geta beðið. Á meðan íslensk stjórnvöld draga lappirnar í málefnum fólks með ódæmigerð kyneinkenni samþykkti Evrópuþingið þingsályktun á dögunum þar sem ónauðsynleg inngrip í líkama intersex fólks eru fordæmd. Þeim tilmælum var jafnframt beint til aðildarríkja Evrópusambandsins að smíða lög til verndar þessum hópi. Frumvarp um kynrænt sjálfræði, eins og það lítur út núna, tryggir rétt fullorðinna til líkamlegrar friðhelgi en því miður ekki hinn sama rétt barna. Barna sem ekki geta tjáð sig um þau inngrip sem þau sæta. Ef stjórnvöld vilja endilega efna til víðtæks samráðs um löggjöf til verndar intersex fólki blasir við að best væri að banna öll óþörf og óafturkræf inngrip í líkama barna á meðan samráðinu stendur. Það er það minnsta sem við getum gert. Intersex fólk er fólk sem fæðist með ódæmigerð kyneinkenni en þessi breytileiki getur verið af ýmsum toga. Við bendum foreldrum intersex barna eða foreldrum sem telja sig eiga intersex barn á að alltaf er hægt að hafa samband við Intersex Ísland og Samtökin ´78 og leita ráðgjafar. Þið eruð ekki ein. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Fljótlega kemur frumvarp um kynrænt sjálfræði á dagskrá Alþingis. Í drögunum sem birtust á samráðsgátt stjórnvalda var upphaflegt ákvæði um bann við óafturkræfum skurðaðgerðum á kynfærum barna látið fjúka, en í stað þess á að skipa samráðshóp um efnið. Þetta eru mikil vonbrigði, enda þýðir þetta að langt er að bíða þar til löngu tímabærar breytingar nást fram. Á meðan fremjum við mannréttindabrot á litlum börnum. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að þegar málefni intersex fólks eru rædd, þá erum við að tala um alvöru börn og alvöru fjölskyldur. Á Íslandi dagsins í dag eru fullkomlega heilbrigð smábörn látin ganga í gegnum oft endurteknar aðgerðir á kynfærum með öllum þeim sársauka, óvissu og áhættu sem þeim fylgja. Þetta eru lítil börn sem hafa ekki rödd í samfélaginu og engar forsendur til þess að ákveða hvað er gert við þau og hvað ekki. Ég á þriggja ára dóttur. Bara það að fara í einfalda læknisskoðun finnst henni erfitt og það veldur henni vanlíðan. Ég útskýri alltaf fyrir henni að það sé nauðsynlegt, vegna þess að það er það sem foreldrar gera. Við útskýrum fyrir börnunum okkar að þau inngrip sem þau þurfa að þola séu mikilvæg og að þeim muni líða betur á eftir. Börnin okkar treysta okkur og við treystum því jafnframt að börnin okkar séu ekki látin þjást að óþörfu. Lítil börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni, t.d. óræð ytri kynfæri, eru látin ganga í gegnum ónauðsynlegar skurðaðgerðir hér á landi. Þau þjást að óþörfu. Eins og fram hefur komið í skýrslu Amnesty International um stöðu intersex fólks á Íslandi er stór hluti þessara aðgerða fyrst og fremst gerður á grundvelli félagslegra hugmynda um það hvernig líkamar eiga að líta út. Inngripin snúast m.ö.o. ekki um líkamlegt heilbrigði, heldur að láta börn passa inn í kynjakassa samfélagsins. Tekin er ákvörðun um það hvoru kyninu barnið á að tilheyra og líkama þess síðan breytt til samræmis við það, löngu áður en barnið sjálft getur haft nokkuð um málið að segja. Þetta er gert þrátt fyrir að flest intersex fólk sé fullkomlega heilbrigt. Þegar intersex fólk glímir við heilsufarsvandamál sem krefjast læknisfræðilegra inngripa er á sama tíma gjarnan gripið til róttækra inngripa sem ekki er hægt að rökstyðja á grundvelli heilsufars. Börn eiga að hafa frelsi til þess að fá að taka upplýsta ákvörðun um eigin líkama. Það þarf ekki sérfræðing í hinsegin málefnum til þess að átta sig á því að mögulega er verið að gera breytingar á líkama barna sem þeim mun ekki hugnast í framtíðinni, en til eru fjölmörg dæmi um að kynvitund barna passi ekki við það kyn sem er valið. Þessar skurðaðgerðir geta beðið. Á meðan íslensk stjórnvöld draga lappirnar í málefnum fólks með ódæmigerð kyneinkenni samþykkti Evrópuþingið þingsályktun á dögunum þar sem ónauðsynleg inngrip í líkama intersex fólks eru fordæmd. Þeim tilmælum var jafnframt beint til aðildarríkja Evrópusambandsins að smíða lög til verndar þessum hópi. Frumvarp um kynrænt sjálfræði, eins og það lítur út núna, tryggir rétt fullorðinna til líkamlegrar friðhelgi en því miður ekki hinn sama rétt barna. Barna sem ekki geta tjáð sig um þau inngrip sem þau sæta. Ef stjórnvöld vilja endilega efna til víðtæks samráðs um löggjöf til verndar intersex fólki blasir við að best væri að banna öll óþörf og óafturkræf inngrip í líkama barna á meðan samráðinu stendur. Það er það minnsta sem við getum gert. Intersex fólk er fólk sem fæðist með ódæmigerð kyneinkenni en þessi breytileiki getur verið af ýmsum toga. Við bendum foreldrum intersex barna eða foreldrum sem telja sig eiga intersex barn á að alltaf er hægt að hafa samband við Intersex Ísland og Samtökin ´78 og leita ráðgjafar. Þið eruð ekki ein. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun