Skemmdarverk Hörður Ægisson skrifar 15. mars 2019 07:15 Hægt er að lýsa stöðunni á þessa leið: Atvinnulífinu er haldið í gíslingu vegna verkfalla og vinnudeilna. Eftir ævintýralegan vöxt ferðaþjónustunnar hafa orðið umskipti til hins verra og mikil óvissa er um horfurnar samhliða því að flugfélögin glíma við meiriháttar rekstrarerfiðleika. Loðnubrestur þýðir að þjóðarbúið verður af um tuttugu milljörðum. Á hinu pólitíska sviði hefur staða ríkisstjórnarinnar, sem var mynduð til að skapa langþráðan pólitískan stöðugleika, veikst til muna eftir að dómsmálaráðherra var – réttilega – gert að segja af sér að kröfu forsætisráðherra, ella yrðu líkast til stjórnarslit, og við bætist réttaróvissa eftir dóm MDE. Þá er Seðlabankinn í reynd lamaður eftir gagnrýni umboðsmanns Alþingis á stjórnsýslu bankans en á sama tíma stendur yfir leit að nýjum seðlabankastjóra og gera á einar veigamestu breytingar á lögum um Seðlabankann í áraraðir. Ekki er þetta sérlega gæfulegt. Þótt þessi mynd sé dregin upp, sem endurspeglar þá óvissu sem nú umlykur flest mikilvægustu svið samfélagsins, þá má samt halda því fram að þjóðarbúið hafi sjaldan staðið á sterkari grunni. Viðskiptaafgangur hefur verið mikill um langt skeið, jafnvel þótt hagvöxtur hafi mælst myndarlegur og raungengið hækkað skarpt, og Ísland er orðið að lánveitanda við útlönd. Ólíkt fyrri uppsveiflum hefur almenningur ekki eytt um efni fram og þjóðhagslegur sparnaður er enn í hæstu hæðum. Þá hefur Seðlabankinn byggt upp stóran óskuldsettan gjaldeyrisforða og skuldastaða ríkissjóðs er ein sú hagstæðasta í Evrópu. Það var hins vegar vitað að efnahagsstaðan væri brothætt og gæti versnað mjög á skömmum tíma ef ytri aðstæður þróuðust til hins verra, einkum í tengslum við ferðaþjónustuna, og við færum illa að ráði okkar á vinnumarkaði. Það er að koma á daginn enda þótt þeir svartsýnustu hefðu síður átt von á því að afleiðingarnar kæmu jafn fljótt og harkalega fram. Ný skoðanakönnun SI sýnir þannig að mun færri telja nú efnahagsaðstæður góðar til atvinnurekstrar en á sama tíma 2016 til 2018 og um 40 prósent stórra fyrirtækja sjá fyrir sér uppsagnir á næstu tólf mánuðum. Atvinnuvegafjárfesting er að skreppa hratt saman og útlit er fyrir að einkaneyslan verði með minnsta móti á árinu. Stórar ákvarðanir fyrirtækja og heimila eru í biðstöðu þangað til óvissunni, einkum í kjaramálum, verður aflétt. Verkfallsaðgerðir gegn ferðaþjónustunni, sem verður ekki lýst öðruvísi en sem skemmdarverkum, munu aðeins gera viðkvæmt ástand enn verra. Því miður hafa þeir verkalýðsleiðtogar sem ákafast hafa gengið fram skeytt litlu um þennan efnahagslega veruleika. Aðrir, meðal annars þau stéttarfélög sem enn sitja við samningaborðið, hafa á þessu skilning og skynja ábyrgð sína á að leysa farsællega úr þessari erfiðu stöðu. Takist vel til, þar sem samið verður um launahækkanir sem atvinnulífið getur staðið undir á komandi árum, munu skapast forsendur fyrir gengisstyrkingu, minni verðbólgu og lækkandi vöxtum. Fari menn fram úr sér verður niðurstaðan í hina áttina. Þeir sem kjósa að afgreiða slík varnaðarorð sem heimsendaspár minna um margt á þá hina sömu sem af þekkingarleysi eða meðvirkni gáfu lítið fyrir þau augljósu hættumerki sem voru á lofti í aðdraganda fjármálahrunsins 2008. Við sjáum núna suma endurtaka þann leik, jafnvel gegn betri vitund, fyrir stundarvinsældir. Verði þeim að því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Hægt er að lýsa stöðunni á þessa leið: Atvinnulífinu er haldið í gíslingu vegna verkfalla og vinnudeilna. Eftir ævintýralegan vöxt ferðaþjónustunnar hafa orðið umskipti til hins verra og mikil óvissa er um horfurnar samhliða því að flugfélögin glíma við meiriháttar rekstrarerfiðleika. Loðnubrestur þýðir að þjóðarbúið verður af um tuttugu milljörðum. Á hinu pólitíska sviði hefur staða ríkisstjórnarinnar, sem var mynduð til að skapa langþráðan pólitískan stöðugleika, veikst til muna eftir að dómsmálaráðherra var – réttilega – gert að segja af sér að kröfu forsætisráðherra, ella yrðu líkast til stjórnarslit, og við bætist réttaróvissa eftir dóm MDE. Þá er Seðlabankinn í reynd lamaður eftir gagnrýni umboðsmanns Alþingis á stjórnsýslu bankans en á sama tíma stendur yfir leit að nýjum seðlabankastjóra og gera á einar veigamestu breytingar á lögum um Seðlabankann í áraraðir. Ekki er þetta sérlega gæfulegt. Þótt þessi mynd sé dregin upp, sem endurspeglar þá óvissu sem nú umlykur flest mikilvægustu svið samfélagsins, þá má samt halda því fram að þjóðarbúið hafi sjaldan staðið á sterkari grunni. Viðskiptaafgangur hefur verið mikill um langt skeið, jafnvel þótt hagvöxtur hafi mælst myndarlegur og raungengið hækkað skarpt, og Ísland er orðið að lánveitanda við útlönd. Ólíkt fyrri uppsveiflum hefur almenningur ekki eytt um efni fram og þjóðhagslegur sparnaður er enn í hæstu hæðum. Þá hefur Seðlabankinn byggt upp stóran óskuldsettan gjaldeyrisforða og skuldastaða ríkissjóðs er ein sú hagstæðasta í Evrópu. Það var hins vegar vitað að efnahagsstaðan væri brothætt og gæti versnað mjög á skömmum tíma ef ytri aðstæður þróuðust til hins verra, einkum í tengslum við ferðaþjónustuna, og við færum illa að ráði okkar á vinnumarkaði. Það er að koma á daginn enda þótt þeir svartsýnustu hefðu síður átt von á því að afleiðingarnar kæmu jafn fljótt og harkalega fram. Ný skoðanakönnun SI sýnir þannig að mun færri telja nú efnahagsaðstæður góðar til atvinnurekstrar en á sama tíma 2016 til 2018 og um 40 prósent stórra fyrirtækja sjá fyrir sér uppsagnir á næstu tólf mánuðum. Atvinnuvegafjárfesting er að skreppa hratt saman og útlit er fyrir að einkaneyslan verði með minnsta móti á árinu. Stórar ákvarðanir fyrirtækja og heimila eru í biðstöðu þangað til óvissunni, einkum í kjaramálum, verður aflétt. Verkfallsaðgerðir gegn ferðaþjónustunni, sem verður ekki lýst öðruvísi en sem skemmdarverkum, munu aðeins gera viðkvæmt ástand enn verra. Því miður hafa þeir verkalýðsleiðtogar sem ákafast hafa gengið fram skeytt litlu um þennan efnahagslega veruleika. Aðrir, meðal annars þau stéttarfélög sem enn sitja við samningaborðið, hafa á þessu skilning og skynja ábyrgð sína á að leysa farsællega úr þessari erfiðu stöðu. Takist vel til, þar sem samið verður um launahækkanir sem atvinnulífið getur staðið undir á komandi árum, munu skapast forsendur fyrir gengisstyrkingu, minni verðbólgu og lækkandi vöxtum. Fari menn fram úr sér verður niðurstaðan í hina áttina. Þeir sem kjósa að afgreiða slík varnaðarorð sem heimsendaspár minna um margt á þá hina sömu sem af þekkingarleysi eða meðvirkni gáfu lítið fyrir þau augljósu hættumerki sem voru á lofti í aðdraganda fjármálahrunsins 2008. Við sjáum núna suma endurtaka þann leik, jafnvel gegn betri vitund, fyrir stundarvinsældir. Verði þeim að því.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar