Fyrsta tap Juventus í deildinni Dagur Lárusson skrifar 17. mars 2019 13:30 Úr leiknum. Vísir/Getty Genoa kom öllum að óvörum í ítalska boltanum í dag og fór með sigur af hólmi gegn toppliði Juvenus en þetta var fyrsta tap Juventus í deildinni. Juventus átti frábæran leik í miðri viku þar sem liðið sló út Atletico Madrid úr Meistaradeildinni eftir þrennu frá Ronaldo en hann var ekki í leikmannahópi Juventus í dag. Það var fátt athyglisvert sem gerðist í fyrri hálfleiknum en hvorugu liðinu tókst að skora. Í seinni hálfleiknum lifnaði þó heldur yfir leiknum. Liðsmenn Genoa byrjuðu af miklum krafti en það var hinsvegar Juventus sem skoraði fyrsta mark leiksins og var þar að verki Dybala. En eftir að myndbandbandsdómarinn hafði litið á markið þá var það dæmt af og staðan því ennþá 0-0. Nokkrum mínútum seinna náði hinsvegar Genoa forystunni í leiknum með góðu og gildu marki en það skoraði Stefano Sturaro og virist allur kraftur vera farinn úr toppliðinu á þessum tímapunkti. Genoa fékk því fleiri færi og náði varamaðurinn Goran Pandev að skora úr einum af þeim færum á 82. mínútu og kom heimaliðinu í 2-0 og þar við sat. Eftir leikinn er Genoa komið í tólfta sæti með 33 stig en Juventus er þó enn sem fyrr langefst með 75 stig. Ítalski boltinn
Genoa kom öllum að óvörum í ítalska boltanum í dag og fór með sigur af hólmi gegn toppliði Juvenus en þetta var fyrsta tap Juventus í deildinni. Juventus átti frábæran leik í miðri viku þar sem liðið sló út Atletico Madrid úr Meistaradeildinni eftir þrennu frá Ronaldo en hann var ekki í leikmannahópi Juventus í dag. Það var fátt athyglisvert sem gerðist í fyrri hálfleiknum en hvorugu liðinu tókst að skora. Í seinni hálfleiknum lifnaði þó heldur yfir leiknum. Liðsmenn Genoa byrjuðu af miklum krafti en það var hinsvegar Juventus sem skoraði fyrsta mark leiksins og var þar að verki Dybala. En eftir að myndbandbandsdómarinn hafði litið á markið þá var það dæmt af og staðan því ennþá 0-0. Nokkrum mínútum seinna náði hinsvegar Genoa forystunni í leiknum með góðu og gildu marki en það skoraði Stefano Sturaro og virist allur kraftur vera farinn úr toppliðinu á þessum tímapunkti. Genoa fékk því fleiri færi og náði varamaðurinn Goran Pandev að skora úr einum af þeim færum á 82. mínútu og kom heimaliðinu í 2-0 og þar við sat. Eftir leikinn er Genoa komið í tólfta sæti með 33 stig en Juventus er þó enn sem fyrr langefst með 75 stig.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti