Fullveldi fantsins Sif Sigmarsdóttir skrifar 16. mars 2019 09:00 Þriðjudaginn 26. júní árið 1984 steig Jón Kristinsson upp í Subaru bifreið sína á Akureyri. Klukkan 16.40 stöðvuðu hann tveir lögreglumenn sem gáfu honum að sök að hafa ekki virt stöðvunarskyldu þar sem hann ók norður Byggðaveg og beygði inn á Þingvallastræti til austurs. Var þetta annað meint umferðarlagabrot Jóns á stuttum tíma. Málin voru tekin fyrir í Sakadómi Akureyrar. Var Jón sakfelldur af báðum ákærum og honum gert að greiða 3.000 króna sekt. „Mig greindi á við lögregluna um stöðvunarskyldubrotið,“ sagði Jón í samtali við Morgunblaðið. „Ég var alveg viss í minni sök um að ég hefði stöðvað bifreiðina, en það stóð staðhæfing gegn staðhæfingu.“ Jón áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Á landsbyggðinni fóru sýslumenn og bæjarfógetar með dómsvald auk þess sem þeir sáu um löggæslu. Setti verjandi Jóns, Eiríkur Tómasson, fram þá kröfu að dómurinn yrði ómerktur því sami aðili hefði rannsakað og dæmt í málinu. Hélt Eiríkur því fram að slíkt stæðist hvorki stjórnarskrá né Mannréttindasáttmála Evrópu. Þegar dómur fyrir annað brotið var staðfestur í Hæstarétti leitaði Jón til Mannréttindadómstóls Evrópu sem ákvað að veita honum áheyrn fyrstum Íslendinga. Komst Mannréttindanefnd Evrópuráðsins að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð í kjölfar meints umferðarlagabrots Jóns hafi brotið í bága við 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta dómsmeðferð fyrir dómstólum og vísaði hún málinu til Mannréttindadómstólsins. Málið var þó aldrei rekið fyrir dómnum þar sem sátt náðist milli Jóns og íslenska ríkisins. Í kjölfarið voru sett lög á Alþingi þar sem skilið var með óyggjandi hætti milli dóms- og framkvæmdarvalds. Eða eins og segir á minnisvarða um málið á Akureyri: „Óréttur sem þjóðin hafði búið við heyrði þar með sögunni til.“ Nú, 35 árum eftir að Jón Kristinsson var stöðvaður af lögreglu á Akureyri, hefur umferðarlagabrot á ný bakað okkur Íslendingum vandræði við Mannréttindadómstól Evrópu. Í vikunni komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn rétti manns sem ákærður var fyrir umferðarlagabrot til réttlátrar málsmeðferðar þegar dómari sem dómsmálaráðherra hafði skipað með ólögmætum hætti við Landsrétt dæmdi í máli hans. Á ný höfðu íslensk stjórnvöld gerst brotleg við 6. grein Mannréttindasáttmálans. Aðskilnaður dómsvalds og umboðsvalds í héraði í kjölfar umferðarlagabrots Jóns Kristinssonar var breyting á meinlegri íslenskri lagahefð. Með dómi sínum í vikunni bendir Mannréttindadómstóll Evrópu á lögleysu annarrar meinlegrar íslenskrar hefðar. Lagatúlkurinn Jón Steinar Gunnlaugsson kallaði dóm Mannréttindadómstólsins „árás á fullveldi Íslands“. Jón Steinar hefur á réttu að standa. Dómurinn er árás á fullveldi. En ekki fullveldi Íslands. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu er árás á fullveldi fárra til að vera fantar; hann er árás á þá gamalgrónu hefð að íslenskir valdhafar fylli opinberar stöður og embætti með vinum, vandamönnum og flokksgæðingum. Íslenskir ráðamenn hafa margir hverjir brugðist við niðurstöðu Mannréttindadómstólsins með skætingi. Fjármálaráðherra setur spurningamerki við valdsvið Mannréttindadómstólsins; forsætisráðherra boðar að dómnum verði áfrýjað. Í stað þess að skammast sín fyrir framgönguna við skipun í Landsrétt, í stað þess að lofa úrbótum sem tryggja Íslendingum sjálfsögð mannréttindi, eru stjórnvöld eins og hópur óskammfeilinna barna sem stendur við opna smákökukrús með klístraðar krumlur og mylsnu út á kinn en segist ekkert hafa gert af sér. Vinhygli, frændhygli, flokkshygli. Fyrirgreiðslupólitík er plága í íslensku samfélagi. Hún er óréttur sem þjóðin hefur búið við allt of lengi. Nú er tíminn að tryggja að hún heyri sögunni til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Þriðjudaginn 26. júní árið 1984 steig Jón Kristinsson upp í Subaru bifreið sína á Akureyri. Klukkan 16.40 stöðvuðu hann tveir lögreglumenn sem gáfu honum að sök að hafa ekki virt stöðvunarskyldu þar sem hann ók norður Byggðaveg og beygði inn á Þingvallastræti til austurs. Var þetta annað meint umferðarlagabrot Jóns á stuttum tíma. Málin voru tekin fyrir í Sakadómi Akureyrar. Var Jón sakfelldur af báðum ákærum og honum gert að greiða 3.000 króna sekt. „Mig greindi á við lögregluna um stöðvunarskyldubrotið,“ sagði Jón í samtali við Morgunblaðið. „Ég var alveg viss í minni sök um að ég hefði stöðvað bifreiðina, en það stóð staðhæfing gegn staðhæfingu.“ Jón áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Á landsbyggðinni fóru sýslumenn og bæjarfógetar með dómsvald auk þess sem þeir sáu um löggæslu. Setti verjandi Jóns, Eiríkur Tómasson, fram þá kröfu að dómurinn yrði ómerktur því sami aðili hefði rannsakað og dæmt í málinu. Hélt Eiríkur því fram að slíkt stæðist hvorki stjórnarskrá né Mannréttindasáttmála Evrópu. Þegar dómur fyrir annað brotið var staðfestur í Hæstarétti leitaði Jón til Mannréttindadómstóls Evrópu sem ákvað að veita honum áheyrn fyrstum Íslendinga. Komst Mannréttindanefnd Evrópuráðsins að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð í kjölfar meints umferðarlagabrots Jóns hafi brotið í bága við 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta dómsmeðferð fyrir dómstólum og vísaði hún málinu til Mannréttindadómstólsins. Málið var þó aldrei rekið fyrir dómnum þar sem sátt náðist milli Jóns og íslenska ríkisins. Í kjölfarið voru sett lög á Alþingi þar sem skilið var með óyggjandi hætti milli dóms- og framkvæmdarvalds. Eða eins og segir á minnisvarða um málið á Akureyri: „Óréttur sem þjóðin hafði búið við heyrði þar með sögunni til.“ Nú, 35 árum eftir að Jón Kristinsson var stöðvaður af lögreglu á Akureyri, hefur umferðarlagabrot á ný bakað okkur Íslendingum vandræði við Mannréttindadómstól Evrópu. Í vikunni komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn rétti manns sem ákærður var fyrir umferðarlagabrot til réttlátrar málsmeðferðar þegar dómari sem dómsmálaráðherra hafði skipað með ólögmætum hætti við Landsrétt dæmdi í máli hans. Á ný höfðu íslensk stjórnvöld gerst brotleg við 6. grein Mannréttindasáttmálans. Aðskilnaður dómsvalds og umboðsvalds í héraði í kjölfar umferðarlagabrots Jóns Kristinssonar var breyting á meinlegri íslenskri lagahefð. Með dómi sínum í vikunni bendir Mannréttindadómstóll Evrópu á lögleysu annarrar meinlegrar íslenskrar hefðar. Lagatúlkurinn Jón Steinar Gunnlaugsson kallaði dóm Mannréttindadómstólsins „árás á fullveldi Íslands“. Jón Steinar hefur á réttu að standa. Dómurinn er árás á fullveldi. En ekki fullveldi Íslands. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu er árás á fullveldi fárra til að vera fantar; hann er árás á þá gamalgrónu hefð að íslenskir valdhafar fylli opinberar stöður og embætti með vinum, vandamönnum og flokksgæðingum. Íslenskir ráðamenn hafa margir hverjir brugðist við niðurstöðu Mannréttindadómstólsins með skætingi. Fjármálaráðherra setur spurningamerki við valdsvið Mannréttindadómstólsins; forsætisráðherra boðar að dómnum verði áfrýjað. Í stað þess að skammast sín fyrir framgönguna við skipun í Landsrétt, í stað þess að lofa úrbótum sem tryggja Íslendingum sjálfsögð mannréttindi, eru stjórnvöld eins og hópur óskammfeilinna barna sem stendur við opna smákökukrús með klístraðar krumlur og mylsnu út á kinn en segist ekkert hafa gert af sér. Vinhygli, frændhygli, flokkshygli. Fyrirgreiðslupólitík er plága í íslensku samfélagi. Hún er óréttur sem þjóðin hefur búið við allt of lengi. Nú er tíminn að tryggja að hún heyri sögunni til.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun