Vilja ekki kyngja skerðingu framlags Sighvatur Arnmundsson skrifar 16. mars 2019 09:45 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður SÍS er ósátt. FBL/Anton Brink „Ef þetta verður að veruleika þá erum við að tala um skerðingu á tekjum sveitarfélaga um alls 3,4 milljarða á næstu tveimur árum. Við erum ekki tilbúin að kyngja þessu því sveitarfélögin sinna náttúrulega mikilvægri nærþjónustu og þurfa til þess tekjur,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) um áformaða skerðingu á framlögum ríkisins í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Umræddur niðurskurður er meðal tillagna sem er að finna í drögum að ríkisfjármálaáætlun 2020-2024. Hlutverk Jöfnunarsjóðs er að veita sveitarfélögum fjárframlög til að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga. Stjórn SÍS samþykkti á fundi sínum í gær harðorða bókun þar sem niðurskurðinum er mótmælt. Þar segir meðal annars að aðgerðin sé árás á sjálfsákvörðunarrétt og fjárhagslegt sjálfstæði sveitarfélaga. Þá gætu fyrirætlanirnar haft áhrif á samskipti ríkis og sveitarfélaga. Aldís segir að stjórnin hafi velt því fyrir sér að stíga mjög afdrifarík skref en ákveðið að fara í viðræður við ríkisvaldið. Skili þær viðræður ekki árangri verði gripið til róttækra aðgerða. „Ríkið er að reyna að loka gatinu því það er með markmið um að skila 28 milljarða hagnaði á ári. Til þess að gera það er þetta ein af þeim aðgerðum sem lagt er til að ráðist verði í. Það er mjög sérkennilegt að ætla að bæta hag ríkissjóðs með því að rýra hag sveitarfélaganna. Við vonumst til að ná lendingu í þessu því ríki og sveitarfélög eru saman með hagstjórnina í landinu og þessir tveir aðilar verða að dansa í takt.“ segir Aldís. Hún gagnrýnir einnig aðferðafræðina. „Við erum í umfangsmiklum samskiptum sérstaklega varðandi fjármálin og það er undarlegt að þetta skuli ekki hafa verið tekið til alvarlegrar umræðu þar í staðinn fyrir að boða okkur á fund í vikunni og í rauninni tilkynna okkur að þetta væri orðinn hlutur.“ Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
„Ef þetta verður að veruleika þá erum við að tala um skerðingu á tekjum sveitarfélaga um alls 3,4 milljarða á næstu tveimur árum. Við erum ekki tilbúin að kyngja þessu því sveitarfélögin sinna náttúrulega mikilvægri nærþjónustu og þurfa til þess tekjur,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) um áformaða skerðingu á framlögum ríkisins í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Umræddur niðurskurður er meðal tillagna sem er að finna í drögum að ríkisfjármálaáætlun 2020-2024. Hlutverk Jöfnunarsjóðs er að veita sveitarfélögum fjárframlög til að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga. Stjórn SÍS samþykkti á fundi sínum í gær harðorða bókun þar sem niðurskurðinum er mótmælt. Þar segir meðal annars að aðgerðin sé árás á sjálfsákvörðunarrétt og fjárhagslegt sjálfstæði sveitarfélaga. Þá gætu fyrirætlanirnar haft áhrif á samskipti ríkis og sveitarfélaga. Aldís segir að stjórnin hafi velt því fyrir sér að stíga mjög afdrifarík skref en ákveðið að fara í viðræður við ríkisvaldið. Skili þær viðræður ekki árangri verði gripið til róttækra aðgerða. „Ríkið er að reyna að loka gatinu því það er með markmið um að skila 28 milljarða hagnaði á ári. Til þess að gera það er þetta ein af þeim aðgerðum sem lagt er til að ráðist verði í. Það er mjög sérkennilegt að ætla að bæta hag ríkissjóðs með því að rýra hag sveitarfélaganna. Við vonumst til að ná lendingu í þessu því ríki og sveitarfélög eru saman með hagstjórnina í landinu og þessir tveir aðilar verða að dansa í takt.“ segir Aldís. Hún gagnrýnir einnig aðferðafræðina. „Við erum í umfangsmiklum samskiptum sérstaklega varðandi fjármálin og það er undarlegt að þetta skuli ekki hafa verið tekið til alvarlegrar umræðu þar í staðinn fyrir að boða okkur á fund í vikunni og í rauninni tilkynna okkur að þetta væri orðinn hlutur.“
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira