Skerðing jöfnunarsjóðs eins og þruma úr heiðskíru lofti Sighvatur Jónsson skrifar 17. mars 2019 12:15 Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Ísafirði. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir að tillögur fjármálaráðherra um niðurskurð fjárframlaga til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga komi eins og þruma úr heiðskíru lofti. Komi þær til framkvæmda séu forsendur brostnar varðandi flutning þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga. Fjármálaráðherra hyggst breyta framlögum til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Ráðherrar fjármála og sveitarstjórnarmála hafa ekki veitt fréttastofu viðtal vegna málsins. Samkvæmt útreikningi Sambands íslenskra sveitarfélaga þýðir þetta að fjárframlög til sveitarfélaga verða skert um ríflega þrjár milljarða króna á næstu tveimur árum. Framkvæmdastjóri sambandsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hugmyndir ríkisins hljóti að vera fljótfærnisleg mistök sem verði leiðrétt. Hann benti á að niðurskurðurinn kæmi verst niður á sveitarfélögum á Norðurlandi vestra og Vestfjörðum. Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, heyrði fyrst af tillögum fjármálaráðherra í fjölmiðlum. „Þetta kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti, við heyrðum af þessu fyrst í gær í fréttum og það er með ólíkindum að þetta skuli koma þannig í fangið á okkur,“ segir Guðmundur.Forsendubrestur vegna þjónustu við fatlaða Guðmundur nefnir sem dæmi að nú þegar dugi framlög ríkisins ekki öllum sveitarfélögum svo þau geti staðið undir lögbundinni þjónustu við fatlað fólk eftir að málaflokkurinn fluttist frá ríki til sveitarfélaga. „Ef við tökum dæmi fyrir sveitarfélög eins og Ísafjarðarbæ þá er um 30 milljóna króna gat að ræða á hverju einasta ári, þar sem framlög ríkisins hafa ekki haldið í við kostnaðinn og þá aðallega launakostnað,“ segir Guðmundur. Hann segir það borðleggjandi að ef framlög ríkis til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði skert séu forsendur brostnar vegna flutnings málaflokksins. Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir að tillögur fjármálaráðherra um niðurskurð fjárframlaga til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga komi eins og þruma úr heiðskíru lofti. Komi þær til framkvæmda séu forsendur brostnar varðandi flutning þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga. Fjármálaráðherra hyggst breyta framlögum til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Ráðherrar fjármála og sveitarstjórnarmála hafa ekki veitt fréttastofu viðtal vegna málsins. Samkvæmt útreikningi Sambands íslenskra sveitarfélaga þýðir þetta að fjárframlög til sveitarfélaga verða skert um ríflega þrjár milljarða króna á næstu tveimur árum. Framkvæmdastjóri sambandsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hugmyndir ríkisins hljóti að vera fljótfærnisleg mistök sem verði leiðrétt. Hann benti á að niðurskurðurinn kæmi verst niður á sveitarfélögum á Norðurlandi vestra og Vestfjörðum. Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, heyrði fyrst af tillögum fjármálaráðherra í fjölmiðlum. „Þetta kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti, við heyrðum af þessu fyrst í gær í fréttum og það er með ólíkindum að þetta skuli koma þannig í fangið á okkur,“ segir Guðmundur.Forsendubrestur vegna þjónustu við fatlaða Guðmundur nefnir sem dæmi að nú þegar dugi framlög ríkisins ekki öllum sveitarfélögum svo þau geti staðið undir lögbundinni þjónustu við fatlað fólk eftir að málaflokkurinn fluttist frá ríki til sveitarfélaga. „Ef við tökum dæmi fyrir sveitarfélög eins og Ísafjarðarbæ þá er um 30 milljóna króna gat að ræða á hverju einasta ári, þar sem framlög ríkisins hafa ekki haldið í við kostnaðinn og þá aðallega launakostnað,“ segir Guðmundur. Hann segir það borðleggjandi að ef framlög ríkis til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði skert séu forsendur brostnar vegna flutnings málaflokksins.
Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira