Ferðamenn lentu í miklum ógöngum eftir að hafa fylgt GPS-tæki framhjá tveimur lokunum Birgir Olgeirsson skrifar 19. mars 2019 13:34 Frá Hrafnseyrarheiði. Vísir/Egill Björgunarsveitarmenn á Þingeyri þurftu að sækja bandarískt par yfir Hrafnseyrarheiði sem hafði hunsað lokanir og festist á milli snjóflóða. Formaður björgunarsveitarinnar segir parið einfaldlega hafa hlýtt skipunum GPS-leiðsögutækisins sem sagði því að fara yfir Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar þó svo að vegirnir um þær séu lokaðir stóran hluta vetrarins. Greint var fyrst frá málinu í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Parið hringdi í neyðarlínuna upp úr klukkan sex í gærkvöldi en þá hafði það ekið yfir Hrafnseyrarheiði og ætlað sér yfir Dynjandisheiði en vegurinn um hana hafi verið ófær. Parið ætlaði þá aftur til Þingeyrar en þá hafði snjóflóð lokað veginum um Hrafnseyrarheiði. Kristján Gunnarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Dýra á Þingeyri, segir í samtali við Vísi veginn um Hrafnseyrarheiði alla jafnan lokaðan yfir veturinn en hann hafi verið opnaður af starfsmönnum sem vinna að gerð Dýrafjarðarganga fyrir um viku síðan til að geta komið mat og vistum til starfsmanna sem eru staðsettir í Arnarfirði. Vegurinn var því fær þegar parið fór yfir hann í gær en Kristján segir parið í raun hafa hunsað tvær lokanir þar sem vegfarendum er tilkynnt á ensku að vegurinn um Hrafnseyrarheiði sé ófær.Vegurinn yfir Hrafnseyrarheiði tengir saman Dýrafjörð og Arnarfjörð. Dýrafjarðargöng munu leysa þann veg af í náinni framtíðinni.Map.isSnjóflóðið sem lokaði heiðinni féll í Prestagili en þrír björgunarsveitarmenn lögðu af stað upp heiðina. Þegar að snjóflóðinu var komið fóru tveir úr bílnum og gengu til móts við bandaríska parið. Parið tók farangur sinn og skildi bílinn eftir, bílaleigubíll af gerðinni Dasia Duster, og gekk með björgunarsveitarmönnunum yfir snjóflóðið.Lítil flóð féllu á meðan björgunarsveitarmenn voru á heiðinni Á meðan björgunarsveitarmennirnir gengu að bandaríska parinu féllu lítil snjóflóð úr hlíðinni þar sem þriðji björgunarsveitarmaðurinn beið. Kristján Gunnarsson segir stöðuna hafa verið þannig að björgunarsveitarmennirnir hefðu einnig geta í raun fests á milli snjóflóða en til allrar hamingju gerðist það ekki í þetta skiptið. Félagar úr Björgunarsveitinni Sæbjörg á Flateyri biðu fyrir neðan svæðið til að vera björgunarsveitarmönnunum innan handar ef eitthvað kæmi fyrir. Bandaríska parið hafði gist á Flateyri og var ferjað þangað. Það tók björgunarsveitarmennina um þrjá tíma að ná parinu niður af heiðinni. Kristján á ekki von á því að bílaleigubíllinn verði sóttur í bráð. Það hefur snjóað stöðugt á Þingeyri í dag og heiðin því ófær og óvíst hvenær vegurinn verður opnaður aftur.Alltof algengt Hann segir það alltof algengt að ferðamenn hunsi viðvaranir um lokanir á vegum. „Við erum að lenda oft í þessu. Ferðamennirnir hlýða GPS-tækjunum í einu og öllu sem segir þeim að þetta sé stysta leiðin til að komast hringinn um Vestfirði og það er ekki tekið tillit til færðar,“ segir Kristján. Hann segir að þeir aðilar sem bjóða ferðamönnum upp á gistingu verði að taka það á sig að leiðbeina þeim um færð á vegum. „Þeir mættu spyrja þá mátulega, án þess að vera njósna um fólkið, út í ferðir þeirra og hvetja til þess að kanna upplýsingar um færð á vegum á vef Vegagerðarinnar.“ Dýrafjarðargöng Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Björgunarsveitarmenn á Þingeyri þurftu að sækja bandarískt par yfir Hrafnseyrarheiði sem hafði hunsað lokanir og festist á milli snjóflóða. Formaður björgunarsveitarinnar segir parið einfaldlega hafa hlýtt skipunum GPS-leiðsögutækisins sem sagði því að fara yfir Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar þó svo að vegirnir um þær séu lokaðir stóran hluta vetrarins. Greint var fyrst frá málinu í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Parið hringdi í neyðarlínuna upp úr klukkan sex í gærkvöldi en þá hafði það ekið yfir Hrafnseyrarheiði og ætlað sér yfir Dynjandisheiði en vegurinn um hana hafi verið ófær. Parið ætlaði þá aftur til Þingeyrar en þá hafði snjóflóð lokað veginum um Hrafnseyrarheiði. Kristján Gunnarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Dýra á Þingeyri, segir í samtali við Vísi veginn um Hrafnseyrarheiði alla jafnan lokaðan yfir veturinn en hann hafi verið opnaður af starfsmönnum sem vinna að gerð Dýrafjarðarganga fyrir um viku síðan til að geta komið mat og vistum til starfsmanna sem eru staðsettir í Arnarfirði. Vegurinn var því fær þegar parið fór yfir hann í gær en Kristján segir parið í raun hafa hunsað tvær lokanir þar sem vegfarendum er tilkynnt á ensku að vegurinn um Hrafnseyrarheiði sé ófær.Vegurinn yfir Hrafnseyrarheiði tengir saman Dýrafjörð og Arnarfjörð. Dýrafjarðargöng munu leysa þann veg af í náinni framtíðinni.Map.isSnjóflóðið sem lokaði heiðinni féll í Prestagili en þrír björgunarsveitarmenn lögðu af stað upp heiðina. Þegar að snjóflóðinu var komið fóru tveir úr bílnum og gengu til móts við bandaríska parið. Parið tók farangur sinn og skildi bílinn eftir, bílaleigubíll af gerðinni Dasia Duster, og gekk með björgunarsveitarmönnunum yfir snjóflóðið.Lítil flóð féllu á meðan björgunarsveitarmenn voru á heiðinni Á meðan björgunarsveitarmennirnir gengu að bandaríska parinu féllu lítil snjóflóð úr hlíðinni þar sem þriðji björgunarsveitarmaðurinn beið. Kristján Gunnarsson segir stöðuna hafa verið þannig að björgunarsveitarmennirnir hefðu einnig geta í raun fests á milli snjóflóða en til allrar hamingju gerðist það ekki í þetta skiptið. Félagar úr Björgunarsveitinni Sæbjörg á Flateyri biðu fyrir neðan svæðið til að vera björgunarsveitarmönnunum innan handar ef eitthvað kæmi fyrir. Bandaríska parið hafði gist á Flateyri og var ferjað þangað. Það tók björgunarsveitarmennina um þrjá tíma að ná parinu niður af heiðinni. Kristján á ekki von á því að bílaleigubíllinn verði sóttur í bráð. Það hefur snjóað stöðugt á Þingeyri í dag og heiðin því ófær og óvíst hvenær vegurinn verður opnaður aftur.Alltof algengt Hann segir það alltof algengt að ferðamenn hunsi viðvaranir um lokanir á vegum. „Við erum að lenda oft í þessu. Ferðamennirnir hlýða GPS-tækjunum í einu og öllu sem segir þeim að þetta sé stysta leiðin til að komast hringinn um Vestfirði og það er ekki tekið tillit til færðar,“ segir Kristján. Hann segir að þeir aðilar sem bjóða ferðamönnum upp á gistingu verði að taka það á sig að leiðbeina þeim um færð á vegum. „Þeir mættu spyrja þá mátulega, án þess að vera njósna um fólkið, út í ferðir þeirra og hvetja til þess að kanna upplýsingar um færð á vegum á vef Vegagerðarinnar.“
Dýrafjarðargöng Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira