Bjuggust við hærri tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar Kristján Már Unnarsson skrifar 19. mars 2019 20:30 Vegarkaflinn er 3,2 kílómetrar og liggur um Hafnarfjörð, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Mynd/Stöð 2. Lægsta boð í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar, reyndist tæpir 1,9 milljarðar króna, nærri tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun, en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Vegarkaflinn sem á að tvöfalda liggur frá kirkjugarðinum í Hafnarfirði að Krísuvíkurgatnamótum og er 3,2 kílómetra langur. Þar sem þetta er stærsta verk Vegagerðarinnar á þessu ári biðu menn nokkuð spenntir að sjá hvaða fjárhæðir kæmu upp úr umslögunum þegar þau voru opnuð í dag.Frá opnun tilboða í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Lægsta talan hljóðaði upp á 1.864 milljónir króna. Ellert Skúlason, Borgarvirki og GT-verktakar áttu saman þetta boð, sem reyndist 91 prósent af 2.050 milljóna króna kostnaðaráætlun. Hin tilboðin, frá Ístaki, Íslenskum aðalverktökum og Suðurverki og Loftorku reyndust yfir kostnaðaráætlun.Fjögur tilboð bárust. Verkið var auglýst á evrópska efnahagssvæðinu.Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2.„Við bjuggumst alveg eins við að þau yrðu töluvert hærri. En þarna er tilboð sem er tæplega tíu prósent lægra og það er vel,“ segir Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Óskar vonast til að framkvæmdir hefjist innan tveggja mánaða. Verkinu fylgir breikkun brúar yfir Strandgötu og gerð tveggja göngubrúa yfir Reykjanesbraut við Ásland og Þorlákstún, sem og gerð umtalsverðra hljóðvarna, bæði hljóðmana og hljóðveggja.Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.-Hvenær á svo framkvæmdinni að vera lokið? „Við getum sagt; svona í lok næsta árs,“ svarar Óskar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hafnarfjörður Samgöngur Tengdar fréttir Kynnir jarðgöng undir Setberg í Hafnarfirði Samgönguráðherra hefur kynnt þann möguleika að setja Reykjanesbraut í Hafnarfirði að hluta í jarðgöng undir Setbergshamar. Göngin yrðu um fjórtánhundruð metra löng og talin kosta tólf milljarða króna. 28. desember 2018 21:15 Ráðherra skilur óþolinmæði en eltir ekki banaslys með fjármagni „Ég get vel skilið óþolinmæði allra. Því miður getum við ekki fullyrt hvar næsta hörmulega banaslys verður.“ 30. október 2018 07:15 Vegagerðin býður út Reykjanesbraut Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Lengd útboðskaflans er um 3,2 kílómetrar. 23. febrúar 2019 11:51 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Lægsta boð í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar, reyndist tæpir 1,9 milljarðar króna, nærri tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun, en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Vegarkaflinn sem á að tvöfalda liggur frá kirkjugarðinum í Hafnarfirði að Krísuvíkurgatnamótum og er 3,2 kílómetra langur. Þar sem þetta er stærsta verk Vegagerðarinnar á þessu ári biðu menn nokkuð spenntir að sjá hvaða fjárhæðir kæmu upp úr umslögunum þegar þau voru opnuð í dag.Frá opnun tilboða í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Lægsta talan hljóðaði upp á 1.864 milljónir króna. Ellert Skúlason, Borgarvirki og GT-verktakar áttu saman þetta boð, sem reyndist 91 prósent af 2.050 milljóna króna kostnaðaráætlun. Hin tilboðin, frá Ístaki, Íslenskum aðalverktökum og Suðurverki og Loftorku reyndust yfir kostnaðaráætlun.Fjögur tilboð bárust. Verkið var auglýst á evrópska efnahagssvæðinu.Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2.„Við bjuggumst alveg eins við að þau yrðu töluvert hærri. En þarna er tilboð sem er tæplega tíu prósent lægra og það er vel,“ segir Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Óskar vonast til að framkvæmdir hefjist innan tveggja mánaða. Verkinu fylgir breikkun brúar yfir Strandgötu og gerð tveggja göngubrúa yfir Reykjanesbraut við Ásland og Þorlákstún, sem og gerð umtalsverðra hljóðvarna, bæði hljóðmana og hljóðveggja.Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.-Hvenær á svo framkvæmdinni að vera lokið? „Við getum sagt; svona í lok næsta árs,“ svarar Óskar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hafnarfjörður Samgöngur Tengdar fréttir Kynnir jarðgöng undir Setberg í Hafnarfirði Samgönguráðherra hefur kynnt þann möguleika að setja Reykjanesbraut í Hafnarfirði að hluta í jarðgöng undir Setbergshamar. Göngin yrðu um fjórtánhundruð metra löng og talin kosta tólf milljarða króna. 28. desember 2018 21:15 Ráðherra skilur óþolinmæði en eltir ekki banaslys með fjármagni „Ég get vel skilið óþolinmæði allra. Því miður getum við ekki fullyrt hvar næsta hörmulega banaslys verður.“ 30. október 2018 07:15 Vegagerðin býður út Reykjanesbraut Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Lengd útboðskaflans er um 3,2 kílómetrar. 23. febrúar 2019 11:51 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Kynnir jarðgöng undir Setberg í Hafnarfirði Samgönguráðherra hefur kynnt þann möguleika að setja Reykjanesbraut í Hafnarfirði að hluta í jarðgöng undir Setbergshamar. Göngin yrðu um fjórtánhundruð metra löng og talin kosta tólf milljarða króna. 28. desember 2018 21:15
Ráðherra skilur óþolinmæði en eltir ekki banaslys með fjármagni „Ég get vel skilið óþolinmæði allra. Því miður getum við ekki fullyrt hvar næsta hörmulega banaslys verður.“ 30. október 2018 07:15
Vegagerðin býður út Reykjanesbraut Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Lengd útboðskaflans er um 3,2 kílómetrar. 23. febrúar 2019 11:51