Hvaða veitingastaður seldi fyrsta hamborgara á Íslandi? Kristján Már Unnarsson skrifar 19. mars 2019 20:45 Einar Ísfjörð, verslunarstjóri Staðarskála, telur að fyrsti hamborgarinn hafi verið seldur í gamla Staðarskála. Stöð 2/Einar Árnason. Getur verið að fyrstu hamborgarar á Íslandi hafi verið seldir í Hrútafirði og fyrstu hamborgarabrauðin bökuð á Blönduósi? Í Staðarskála telja menn að fyrsti hamborgarinn hafi verið snæddur þar. Fjallað var um þetta í fréttum Stöðvar 2. Hamborgarinn hefur lengi verið einn vinsælasti skyndibitaréttur landsmanna. En getur verið að það hafi verið norður í Hrútafirði sem þessi réttur birtist fyrst á matseðli íslensks veitingastaðar?Hamborgarar steiktir í nýja Staðarskála.Stöð 2/Einar Árnason.Í þættinum „Um land allt“ á Stöð í gærkvöldi rakti verslunarstjóri N1 í Staðarskála, Einar Ísfjörð, nokkur atriði úr sögu gamla Staðarskála. „Mér skilst að á sínum tíma hafi verið starfsstúlka sem hafi verið að vinna hjá þeim hérna í Staðarskála, sem hafi farið til Ameríku, og kom með frá Ameríku að þar væru steiktir hamborgarar og afgreiddir í brauði með korni,“ segir Einar.Var þetta fyrsti hamborgarastaðurinn á Íslandi? Veitingaskálinn á Stað var opnaður í júní árið 1960 og fór þá að selja hamborgara.Mynd/Staðarhópurinn.Bára Guðmundsdóttir, sem rak Staðarskála ásamt eiginmanni sínum og mági, bræðrunum Magnúsi og Eiríki Gíslasonum, telur að þetta hafi gerst í júní 1960 þegar fyrsti veitingaskálinn var opnaður. Stúlkan sem kynnti þeim hamborgarann heitir Steina Guðrún Hammer Guðmundsdóttir og er núna 88 ára gömul en hún hafði verið þerna á skipi í siglingum til Ameríku. Bára Guðmundsdóttir, einn af stofnendum Staðarskála.Mynd/Staðarhópurinn.„Þeir tóku þetta náttúrulega strax bræðurnir og fóru að láta framleiða hamborgara og gerðu það hér í skálanum sjálfir. En þá fengu þeir engan til að baka fyrir sig brauð með korni. Það vildi enginn bakari baka brauð með korni, þótti þetta bara vitlaust,“ segir Einar. „En svo fengu þeir bakara á Blönduósi sem sá um að baka fyrir þá í mörg ár brauð með korni. Þar af leiðandi held ég að fyrsti hamborgarinn hafi nú verið snæddur hér í Staðarskála, - á Íslandi.“ Hamborgarabrauðin fyrir Staðarskála voru bökuð á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.-Þú heldur að það hafi enginn verið í Reykjavík fyrri til? „Ja, nú veit ég ekki. En við skulum segja úti á landi. Við skulum eigna okkur það.“ Og nú langar okkur að spyrja lesendur hvort einhver viti til þess að annar íslenskur veitingastaður hafi verið fyrri til að selja Íslendingum hamborgara. Ábendingar má senda á ritstjorn@visir.is. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Blönduós Húnaþing vestra Matur Um land allt Tengdar fréttir Hrútfirðingum finnst þeir eiga Staðarskála Staðarskáli er stærsta fyrirtæki í Húnavatnssýslum og þar hafa þeir afgreitt uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítra af kjötsúpu. 18. mars 2019 21:45 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Sjá meira
Getur verið að fyrstu hamborgarar á Íslandi hafi verið seldir í Hrútafirði og fyrstu hamborgarabrauðin bökuð á Blönduósi? Í Staðarskála telja menn að fyrsti hamborgarinn hafi verið snæddur þar. Fjallað var um þetta í fréttum Stöðvar 2. Hamborgarinn hefur lengi verið einn vinsælasti skyndibitaréttur landsmanna. En getur verið að það hafi verið norður í Hrútafirði sem þessi réttur birtist fyrst á matseðli íslensks veitingastaðar?Hamborgarar steiktir í nýja Staðarskála.Stöð 2/Einar Árnason.Í þættinum „Um land allt“ á Stöð í gærkvöldi rakti verslunarstjóri N1 í Staðarskála, Einar Ísfjörð, nokkur atriði úr sögu gamla Staðarskála. „Mér skilst að á sínum tíma hafi verið starfsstúlka sem hafi verið að vinna hjá þeim hérna í Staðarskála, sem hafi farið til Ameríku, og kom með frá Ameríku að þar væru steiktir hamborgarar og afgreiddir í brauði með korni,“ segir Einar.Var þetta fyrsti hamborgarastaðurinn á Íslandi? Veitingaskálinn á Stað var opnaður í júní árið 1960 og fór þá að selja hamborgara.Mynd/Staðarhópurinn.Bára Guðmundsdóttir, sem rak Staðarskála ásamt eiginmanni sínum og mági, bræðrunum Magnúsi og Eiríki Gíslasonum, telur að þetta hafi gerst í júní 1960 þegar fyrsti veitingaskálinn var opnaður. Stúlkan sem kynnti þeim hamborgarann heitir Steina Guðrún Hammer Guðmundsdóttir og er núna 88 ára gömul en hún hafði verið þerna á skipi í siglingum til Ameríku. Bára Guðmundsdóttir, einn af stofnendum Staðarskála.Mynd/Staðarhópurinn.„Þeir tóku þetta náttúrulega strax bræðurnir og fóru að láta framleiða hamborgara og gerðu það hér í skálanum sjálfir. En þá fengu þeir engan til að baka fyrir sig brauð með korni. Það vildi enginn bakari baka brauð með korni, þótti þetta bara vitlaust,“ segir Einar. „En svo fengu þeir bakara á Blönduósi sem sá um að baka fyrir þá í mörg ár brauð með korni. Þar af leiðandi held ég að fyrsti hamborgarinn hafi nú verið snæddur hér í Staðarskála, - á Íslandi.“ Hamborgarabrauðin fyrir Staðarskála voru bökuð á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.-Þú heldur að það hafi enginn verið í Reykjavík fyrri til? „Ja, nú veit ég ekki. En við skulum segja úti á landi. Við skulum eigna okkur það.“ Og nú langar okkur að spyrja lesendur hvort einhver viti til þess að annar íslenskur veitingastaður hafi verið fyrri til að selja Íslendingum hamborgara. Ábendingar má senda á ritstjorn@visir.is. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Blönduós Húnaþing vestra Matur Um land allt Tengdar fréttir Hrútfirðingum finnst þeir eiga Staðarskála Staðarskáli er stærsta fyrirtæki í Húnavatnssýslum og þar hafa þeir afgreitt uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítra af kjötsúpu. 18. mars 2019 21:45 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Sjá meira
Hrútfirðingum finnst þeir eiga Staðarskála Staðarskáli er stærsta fyrirtæki í Húnavatnssýslum og þar hafa þeir afgreitt uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítra af kjötsúpu. 18. mars 2019 21:45