Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Þór 74-89 | Þórsarar gerðu góða ferð í Borgarnes Gunnhildur Lind Hansdóttir skrifar 3. mars 2019 19:30 Kinu Rochford vísir/daníel Þór Þorlákshöfn vann nokkuð öruggan sigur á Skallagrími er liðin mættust í 19. umferð Domino’s deildar karla í Fjósinu í Borgarnesi í kvöld. Leikurinn var jafn og í járnum fyrstu tvo leikhlutana. Einnig virtust lið örlítið ryðguð á köflum sem einkenndust af töpuðum boltum, furðulegum sendingum og þar frameftir. Hægt er að kenna því um langt frí frá keppni í febrúar mánuði. Engu að síður þá börðust lið hart en það voru heimamenn sem voru þremur stigum yfir, 43-40, þegar gengið var til hálfleiks. Í þriðja leikhluta skiptust lið á stigaskori en um miðbik fjórðungsins vaknaði Halldór Garðar til lífsins og fór fyrir sóknarleik sinna manna. Hann skoraði níu stig í röð og kom Þór yfir eftir að Borgnesingar voru búnir að leiða frá því í fyrri hálfleik. Gestirnir litu ekki til baka og héldu forystunni alveg út leiktímann. Skallagrímur reyndi hvað þeir gátu til að sækja en lítið virkaði því Þórsarar voru alltaf með svör. Tvö stig í vasann hjá Þór Þorlákshöfn.Afhverju vann Þór Þorlákshöfn?Þórsarar voru ekki uppá sitt besta í kvöld en þrátt fyrir það þá sýndu þeir mikinn styrk með sigri í Fjósinu gegn Skallagrími í kvöld. Miklar sveiflur voru í liðinu, en þegar leið frekar á leikinn virtist sem liðið voru komnir á sömu blaðsíðu. Það sést bersýnilega að viðvera Kinu Rochford er Þórsurum mikilvæg og með hann inná parketinu gefur liðinu gífurlegan kraft.Hverjir stóðu uppúr?Kinu Rockford var góður í kvöld þrátt fyrir að einhver meiðsli í mjöðminni. Hann gefur svo mikið af sér til liðsfélagana sína, ekki bara með spilamennsku sinni heldur einnig hversu góður hann er að hverja menn áfram. Mikill liðsmaður þarna á ferð. Hann kláraði leikinn með 23 stig og 12 fráköst. Hjá Skallagrími var það Bjarni Guðmann sem var hvað mest áberandi. Hann er feikisterkur í teig sinna manna hvort sem það er í vörn eða sókn. Hann var með 20 stig og 9 fráköst í kvöld.Hvað gekk illa?Það gekk illa fyrir Skallagrímsmenn að ná almennri siglingu. Alltaf þegar Borgnesingar gerðu sig líklega til að stíga upp þá svöruðu Þórsarar yfirleitt alltaf á einn eða annan hátt. Annar leikhluti var lang bestur hjá Skallgrími en þá spiluðu þeir boltanum fallega á milli sín og náðu að sundurspila vörn gestanna hvað eftir annað. Það dugir þó ekki til að spila vel í nokkrar mínútur í leik sem tekur 40 mínútur.Hvað gerist næst?Þórsarar fá Keflvíkinga til sín í Þorlákshöfn þann 7. mars og má búast við skemmtilegum leik þar. Sama dag í Reykjavík kíkja Skallagrímsmenn á Hlíðarenda og sækja Valsmenn heim. Einnig má gera ráð fyrir hörku baráttu í þeirri viðureign en bæði lið eru í baráttunni með að halda sér uppi í Úrvalsdeild karla. Finnur Jóns: Ágætis fyrri hálfleikurFinnur Jónsson þjálfari Skallagrímsmanna var ekki sáttur að leik loknum. „Ég er drullufúll. Þetta var ágætis fyrri hálfleikur hjá okkur. Jú, jú, við erum pínu ryðgaðir og svoleiðis og vorum að skjóta illa. Ég er bara virkilega hundfúll,” segir Finnur, stuttorður. Mikill munur var á Skallagrímsliðinu á milli hálfleika. Í þeim fyrri þá spiluðu þeir vel á milli sín á stórum köflum en í þeim síðari fór að dala á orkuna hjá liðinu og lítið virtist ganga upp. „Við vorum bara mjúkir og létum dómgæsluna fara í taugarnar á okkur í seinni hálfleik. Það hefur áhrif að tapa leik eftir leik og sjálfstraustið er ekki þar sem það gæti verið fyrir vikið,” segir hann og gengi liðsins að lokum. Baldur Þór: Ánægður með hvernig menn brugðust viðBaldur Þór Ragnarsson er þjálfari Þórsara frá Þorlákshöfn.Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Þór Þorlákshöfn, var rólegur eftir leik en Þórsarar sigldu sigrinum nokkuð örugglega í höfn í Borgarnesi í kvöld. „Ég er hrikalega ánægður með að hafa náð sigri hérna í dag. Þetta var hörkuleikur. Maður fer sjaldan í Borgarnes með lið og spilar einhvern auðveldan leik,” segir þjálfarinn ákveðinn. „Ég er ekkert ánægður með fyrri hálfleikinn. Ef ég hefði hugsað leikinn fyrirfram þá hefði ég ekki viljað að fyrri hálfleikurinn væri eins og hann var. Ég er samt ánægður með hvernig menn brugðust við þar sem Skallagrímsmenn spiluðu mjög hart á okkur.” Dominos-deild karla
Þór Þorlákshöfn vann nokkuð öruggan sigur á Skallagrími er liðin mættust í 19. umferð Domino’s deildar karla í Fjósinu í Borgarnesi í kvöld. Leikurinn var jafn og í járnum fyrstu tvo leikhlutana. Einnig virtust lið örlítið ryðguð á köflum sem einkenndust af töpuðum boltum, furðulegum sendingum og þar frameftir. Hægt er að kenna því um langt frí frá keppni í febrúar mánuði. Engu að síður þá börðust lið hart en það voru heimamenn sem voru þremur stigum yfir, 43-40, þegar gengið var til hálfleiks. Í þriðja leikhluta skiptust lið á stigaskori en um miðbik fjórðungsins vaknaði Halldór Garðar til lífsins og fór fyrir sóknarleik sinna manna. Hann skoraði níu stig í röð og kom Þór yfir eftir að Borgnesingar voru búnir að leiða frá því í fyrri hálfleik. Gestirnir litu ekki til baka og héldu forystunni alveg út leiktímann. Skallagrímur reyndi hvað þeir gátu til að sækja en lítið virkaði því Þórsarar voru alltaf með svör. Tvö stig í vasann hjá Þór Þorlákshöfn.Afhverju vann Þór Þorlákshöfn?Þórsarar voru ekki uppá sitt besta í kvöld en þrátt fyrir það þá sýndu þeir mikinn styrk með sigri í Fjósinu gegn Skallagrími í kvöld. Miklar sveiflur voru í liðinu, en þegar leið frekar á leikinn virtist sem liðið voru komnir á sömu blaðsíðu. Það sést bersýnilega að viðvera Kinu Rochford er Þórsurum mikilvæg og með hann inná parketinu gefur liðinu gífurlegan kraft.Hverjir stóðu uppúr?Kinu Rockford var góður í kvöld þrátt fyrir að einhver meiðsli í mjöðminni. Hann gefur svo mikið af sér til liðsfélagana sína, ekki bara með spilamennsku sinni heldur einnig hversu góður hann er að hverja menn áfram. Mikill liðsmaður þarna á ferð. Hann kláraði leikinn með 23 stig og 12 fráköst. Hjá Skallagrími var það Bjarni Guðmann sem var hvað mest áberandi. Hann er feikisterkur í teig sinna manna hvort sem það er í vörn eða sókn. Hann var með 20 stig og 9 fráköst í kvöld.Hvað gekk illa?Það gekk illa fyrir Skallagrímsmenn að ná almennri siglingu. Alltaf þegar Borgnesingar gerðu sig líklega til að stíga upp þá svöruðu Þórsarar yfirleitt alltaf á einn eða annan hátt. Annar leikhluti var lang bestur hjá Skallgrími en þá spiluðu þeir boltanum fallega á milli sín og náðu að sundurspila vörn gestanna hvað eftir annað. Það dugir þó ekki til að spila vel í nokkrar mínútur í leik sem tekur 40 mínútur.Hvað gerist næst?Þórsarar fá Keflvíkinga til sín í Þorlákshöfn þann 7. mars og má búast við skemmtilegum leik þar. Sama dag í Reykjavík kíkja Skallagrímsmenn á Hlíðarenda og sækja Valsmenn heim. Einnig má gera ráð fyrir hörku baráttu í þeirri viðureign en bæði lið eru í baráttunni með að halda sér uppi í Úrvalsdeild karla. Finnur Jóns: Ágætis fyrri hálfleikurFinnur Jónsson þjálfari Skallagrímsmanna var ekki sáttur að leik loknum. „Ég er drullufúll. Þetta var ágætis fyrri hálfleikur hjá okkur. Jú, jú, við erum pínu ryðgaðir og svoleiðis og vorum að skjóta illa. Ég er bara virkilega hundfúll,” segir Finnur, stuttorður. Mikill munur var á Skallagrímsliðinu á milli hálfleika. Í þeim fyrri þá spiluðu þeir vel á milli sín á stórum köflum en í þeim síðari fór að dala á orkuna hjá liðinu og lítið virtist ganga upp. „Við vorum bara mjúkir og létum dómgæsluna fara í taugarnar á okkur í seinni hálfleik. Það hefur áhrif að tapa leik eftir leik og sjálfstraustið er ekki þar sem það gæti verið fyrir vikið,” segir hann og gengi liðsins að lokum. Baldur Þór: Ánægður með hvernig menn brugðust viðBaldur Þór Ragnarsson er þjálfari Þórsara frá Þorlákshöfn.Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Þór Þorlákshöfn, var rólegur eftir leik en Þórsarar sigldu sigrinum nokkuð örugglega í höfn í Borgarnesi í kvöld. „Ég er hrikalega ánægður með að hafa náð sigri hérna í dag. Þetta var hörkuleikur. Maður fer sjaldan í Borgarnes með lið og spilar einhvern auðveldan leik,” segir þjálfarinn ákveðinn. „Ég er ekkert ánægður með fyrri hálfleikinn. Ef ég hefði hugsað leikinn fyrirfram þá hefði ég ekki viljað að fyrri hálfleikurinn væri eins og hann var. Ég er samt ánægður með hvernig menn brugðust við þar sem Skallagrímsmenn spiluðu mjög hart á okkur.”
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti