Rakitic tryggði Barcelona sigur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. mars 2019 21:45 Rakitic reyndist hetja kvöldsins vísir/getty Aðeins eitt mark var skorað í El Clasico slagnum í kvöld þar sem stórveldin tvö Real Madrid og Barcelona mættust á Santiago Bernabeu. Fyrir fjórum dögum mættust þessi lið á þessum velli í seinni leik liðanna í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar og vann Barcelona 3-0. Heimamenn gátu náð fram hefndum í kvöld þegar liðin mættust í deildinni. Eina mark leiksins skoraði Ivan Rakitic. Hann fékk frábæra sendingu inn fyrir vörn Real Madrid, þó Sergio Ramos hefði elt hann uppi þá náði fyrirliði þeirra hvítklæddu ekki að trufla Króatann of mikið og hann kláraði færið af öryggi. Bæði lið fengu sín færi til þess að skora fleiri mörk, Börsungar fleiri en heimamenn, en mörkin komu ekki og 1-0 niðurstaðan. Real Madrid getur nú svo gott sem slökkt í öllum vonum um titilbaráttu en liðið er 12 stigum á eftir Börsungum þegar 12 leikir eru eftir. Spænski boltinn
Aðeins eitt mark var skorað í El Clasico slagnum í kvöld þar sem stórveldin tvö Real Madrid og Barcelona mættust á Santiago Bernabeu. Fyrir fjórum dögum mættust þessi lið á þessum velli í seinni leik liðanna í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar og vann Barcelona 3-0. Heimamenn gátu náð fram hefndum í kvöld þegar liðin mættust í deildinni. Eina mark leiksins skoraði Ivan Rakitic. Hann fékk frábæra sendingu inn fyrir vörn Real Madrid, þó Sergio Ramos hefði elt hann uppi þá náði fyrirliði þeirra hvítklæddu ekki að trufla Króatann of mikið og hann kláraði færið af öryggi. Bæði lið fengu sín færi til þess að skora fleiri mörk, Börsungar fleiri en heimamenn, en mörkin komu ekki og 1-0 niðurstaðan. Real Madrid getur nú svo gott sem slökkt í öllum vonum um titilbaráttu en liðið er 12 stigum á eftir Börsungum þegar 12 leikir eru eftir.