Stórsóknarfórn Óttar Guðmundsson skrifar 2. mars 2019 08:30 Ég fylgdist sem ungur drengur með baráttu Dagsbrúnarmanna fyrir bættum kjörum. Í verkfallinu 1955 smurði ég brauð ásamt foreldrum mínum handa verkafólkinu í eldlínunni. Verkalýðsbarátta fyrri ára fylgdi reyndar hefðbundnu mynstri. Verkamannafélagið Dagsbrún í Reykjavík hafði forystu um verkfallsboðun. Samtök iðnaðarmanna og verslunarmannafélögin drógu lappirnar. Félög opinberra starfsmanna og háskólamanna biðu átekta. Kjör hinna lægstlaunuðu voru sem fyrr heitasta baráttumálið. Eftir ströng verkföll Dagsbrúnarmanna og nokkurra annarra stéttarfélaga var samið um kauphækkun. Þá fór af stað mikil skriða launahækkana allra þeirra sem höfðu setið hjá. Eftir nokkurt þref var samið við önnur félög og launamunurinn í samfélaginu hélst óbreyttur. Launahækkun hinna lægstlaunuðu hvarf snarlega á verðbólgubálið og allt var sem fyrr. Þetta kölluðu alvarlegir en gáfulegir hagfræðingar víxláhrif kaupgjalds og verðlags. Það er ekki að ófyrirsynju að Megas orti um launabaráttu fyrri aldar: „Gakktu í Dagsbrún og gamna þér við, / að geta uppá næstu stórsóknarfórn, / hjá Gvendi, / hvaða Gvendi, / stórsóknarfórn hjá Gvendi Jaka.“ Sigur alþýðunnar fólst í blóðugum fórnum Dagsbrúnarmanna sem komu uppmælingaraðlinum til góða. Orðið stórsóknarfórn var valið eitt besta nýyrði 20. aldarinnar enda sorglega lýsandi fyrir baráttu verkalýðsfélaganna. Nú er enn á ný blásið til stórsóknarfórnar með slagorðum og baráttumálum frá árinu 1955. Menn ætla að hækka laun hinna lægstlaunuðu með blóðugum verkfallsaðgerðum. Stundum finnst mér ég vera staddur í tímavél. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég fylgdist sem ungur drengur með baráttu Dagsbrúnarmanna fyrir bættum kjörum. Í verkfallinu 1955 smurði ég brauð ásamt foreldrum mínum handa verkafólkinu í eldlínunni. Verkalýðsbarátta fyrri ára fylgdi reyndar hefðbundnu mynstri. Verkamannafélagið Dagsbrún í Reykjavík hafði forystu um verkfallsboðun. Samtök iðnaðarmanna og verslunarmannafélögin drógu lappirnar. Félög opinberra starfsmanna og háskólamanna biðu átekta. Kjör hinna lægstlaunuðu voru sem fyrr heitasta baráttumálið. Eftir ströng verkföll Dagsbrúnarmanna og nokkurra annarra stéttarfélaga var samið um kauphækkun. Þá fór af stað mikil skriða launahækkana allra þeirra sem höfðu setið hjá. Eftir nokkurt þref var samið við önnur félög og launamunurinn í samfélaginu hélst óbreyttur. Launahækkun hinna lægstlaunuðu hvarf snarlega á verðbólgubálið og allt var sem fyrr. Þetta kölluðu alvarlegir en gáfulegir hagfræðingar víxláhrif kaupgjalds og verðlags. Það er ekki að ófyrirsynju að Megas orti um launabaráttu fyrri aldar: „Gakktu í Dagsbrún og gamna þér við, / að geta uppá næstu stórsóknarfórn, / hjá Gvendi, / hvaða Gvendi, / stórsóknarfórn hjá Gvendi Jaka.“ Sigur alþýðunnar fólst í blóðugum fórnum Dagsbrúnarmanna sem komu uppmælingaraðlinum til góða. Orðið stórsóknarfórn var valið eitt besta nýyrði 20. aldarinnar enda sorglega lýsandi fyrir baráttu verkalýðsfélaganna. Nú er enn á ný blásið til stórsóknarfórnar með slagorðum og baráttumálum frá árinu 1955. Menn ætla að hækka laun hinna lægstlaunuðu með blóðugum verkfallsaðgerðum. Stundum finnst mér ég vera staddur í tímavél.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar