Einn besti leikur Mitchell í endurkomusigri á Bucks Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. mars 2019 09:30 Donovan Mitchell vísir/getty Utah Jazz gerði sér lítið fyrir og lagði besta lið NBA deildarinnar Milwaukee Bucks að velli í nótt með ótrúlegri endurkomu í fjórða leikhluta. Það munaði sautján stigum á liðunum þegar tæpar tíu mínútur voru eftir í síðasta fjórðungnum. Þá tóku hins vegar heimamenn í Utah öll völd á vellinum og fóru á 17-2 kafla og minnkuðu muninn í 92-90. Donovan Mitchell jafnaði leikinn þegar fjórar mínútur voru eftir og var leikurinn í járnum það sem eftir var. Donovan Mitchell kom stöðunni í 115-111 af vítalínunni þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum. Gestirnir náðu ekki að svara og sigurinn heimamanna. Mitchell skoraði 46 stig sem er hans besta á ferlinum. 17 af þeim stigum komu á síðustu átta mínútum leiksins.@spidadmitchell (career-high 46 PTS) & @Giannis_An34 (43 PTS) put on an epic scoring duel as the @utahjazz win at home! #TeamIsEverythingpic.twitter.com/VmpNsC63UN — NBA (@NBA) March 3, 2019 Það gengur lítið upp hjá Los Angeles Lakers þessa dagana og þeir hittu botninn í nótt þegar þeir töpuðu fyrir versta liði deildarinnar Phoenix Suns. Þetta var aðeins þrettándi sigur Suns í 64 leikjum í vetur. LeBron James reyndi hvað hann gat að draga sína menn áfram en það gekk ekki í þetta skiptið þrátt fyrir 27 stig, 16 stoðsendingar og 9 fráköst. Lakers er nú fjórum og hálfum sigri frá sæti í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar þegar nítján leikir eru eftir í deildarkeppninni.#TimeToRise@DeandreAyton patrols the paint in the @Suns home win with 26 PTS, 10 REB! #NBARookspic.twitter.com/EZRKs0W4kn — NBA (@NBA) March 3, 2019 Stephen Curry leiddi meistarana í Golden State Warriors til sigurs gegn Philadelphia 76ers. Curry var í villuvandræðum en spilaði í gegnum þau og setti 28 stig í naumum 120-117 sigri Golden State. Hann var fjarverandi mest allan þriðja leikhluta en á lokasprettinum í fjórða leikhluta var það Curry sem fór fyrir gestunum og kláraði leikinn. Kevin Durant var stigahæstur í liði Golden State með 34 stig og DeMarcus Cousins bætti 25 við.@KDTrey5 (34 PTS, 5 AST) and @StephenCurry30 (28 PTS, 5 3PM) fuel the @warriors road W against Philadelphia! #DubNationpic.twitter.com/KlPTUDMWZt — NBA (@NBA) March 3, 2019Úrslit næturinnar: Cleveland Cavaliers - Detroit Pistons 93-129 Indiana Pacers - Orlando Magic 112-117 Miami Heat - Brooklyn Nets 117-88 Philadelphia 76ers - Golden State Warriors 117-120 Dallas Mavericks - Memphis Grizzlies 81-111 San Antonio Spurs - Oklahoma City Thunder 116-102 Denver Nuggets - New Orleans Pelicans 112-120 Phoenix Suns - Los Angeles Lakers 118-109 Utah Jazz - Milwaukee Bucks 115-111 NBA Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Sjá meira
Utah Jazz gerði sér lítið fyrir og lagði besta lið NBA deildarinnar Milwaukee Bucks að velli í nótt með ótrúlegri endurkomu í fjórða leikhluta. Það munaði sautján stigum á liðunum þegar tæpar tíu mínútur voru eftir í síðasta fjórðungnum. Þá tóku hins vegar heimamenn í Utah öll völd á vellinum og fóru á 17-2 kafla og minnkuðu muninn í 92-90. Donovan Mitchell jafnaði leikinn þegar fjórar mínútur voru eftir og var leikurinn í járnum það sem eftir var. Donovan Mitchell kom stöðunni í 115-111 af vítalínunni þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum. Gestirnir náðu ekki að svara og sigurinn heimamanna. Mitchell skoraði 46 stig sem er hans besta á ferlinum. 17 af þeim stigum komu á síðustu átta mínútum leiksins.@spidadmitchell (career-high 46 PTS) & @Giannis_An34 (43 PTS) put on an epic scoring duel as the @utahjazz win at home! #TeamIsEverythingpic.twitter.com/VmpNsC63UN — NBA (@NBA) March 3, 2019 Það gengur lítið upp hjá Los Angeles Lakers þessa dagana og þeir hittu botninn í nótt þegar þeir töpuðu fyrir versta liði deildarinnar Phoenix Suns. Þetta var aðeins þrettándi sigur Suns í 64 leikjum í vetur. LeBron James reyndi hvað hann gat að draga sína menn áfram en það gekk ekki í þetta skiptið þrátt fyrir 27 stig, 16 stoðsendingar og 9 fráköst. Lakers er nú fjórum og hálfum sigri frá sæti í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar þegar nítján leikir eru eftir í deildarkeppninni.#TimeToRise@DeandreAyton patrols the paint in the @Suns home win with 26 PTS, 10 REB! #NBARookspic.twitter.com/EZRKs0W4kn — NBA (@NBA) March 3, 2019 Stephen Curry leiddi meistarana í Golden State Warriors til sigurs gegn Philadelphia 76ers. Curry var í villuvandræðum en spilaði í gegnum þau og setti 28 stig í naumum 120-117 sigri Golden State. Hann var fjarverandi mest allan þriðja leikhluta en á lokasprettinum í fjórða leikhluta var það Curry sem fór fyrir gestunum og kláraði leikinn. Kevin Durant var stigahæstur í liði Golden State með 34 stig og DeMarcus Cousins bætti 25 við.@KDTrey5 (34 PTS, 5 AST) and @StephenCurry30 (28 PTS, 5 3PM) fuel the @warriors road W against Philadelphia! #DubNationpic.twitter.com/KlPTUDMWZt — NBA (@NBA) March 3, 2019Úrslit næturinnar: Cleveland Cavaliers - Detroit Pistons 93-129 Indiana Pacers - Orlando Magic 112-117 Miami Heat - Brooklyn Nets 117-88 Philadelphia 76ers - Golden State Warriors 117-120 Dallas Mavericks - Memphis Grizzlies 81-111 San Antonio Spurs - Oklahoma City Thunder 116-102 Denver Nuggets - New Orleans Pelicans 112-120 Phoenix Suns - Los Angeles Lakers 118-109 Utah Jazz - Milwaukee Bucks 115-111
NBA Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Sjá meira