Biðst afsökunar á ummælum um transkonur í íþróttum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. mars 2019 12:30 Martina Navratilova gerði marga reiða með ummælum sínum vísir/getty Tennisgoðsögnin Martina Navratilova komst í klandur á dögunum þegar hún sagði álit sitt á því hvort ætti að leyfa transkonum að keppa í kvennaflokki í íþróttum. Navratilova sagði það ósanngjarnt að hleypa transkonum í kvennaíþróttir því þær hefðu líkamlega yfirburði og það væri svindl. Hún fékk miklar skammir fyrir og var hún meðal annars rekin úr starfi sínu sem sendiherra samtaka transfólks í Bandaríkjunum, en Navratilova er samkynhneigð og hefur verið baráttukona fyrir réttindum samkynhneigðra og í seinni tíð einnig transfólks. Í bloggfærslu sem Navratilova birti í dag biðst hún afsökunnar á orðalagi sínu. „Ég veit að ég hef ekki öll svörin og ég held það sé ekki eitt rétt svar, þess vegna vil ég umræðu. Umræðu byggða á vísindum, hlutleysi og með hag kvennaíþrótta í heiminum í fyrirrúmi,“ skrifar Navratilova. „Ég mun ávallt berjast fyrir lýðræði, jafnrétti og mannréttindum. Þegar ég tala um íþróttir og sanngirni þá er ég ekki að reyna að útiloka transfólk frá því að lifa lífi sínu til fulls.“ „Það eina sem ég vil er að sjá til þess að stelpur og konur sem fæðast kvenkyns geti keppt á eins jöfnum grundvelli og hægt er innan íþróttanna.“ Navratilova er ein besta tenniskona allra tíma og á hún 18 risatitla í verðlaunaskápnum.Lesa má alla bloggfærsluna hér. Aðrar íþróttir Jafnréttismál Tengdar fréttir „Væri ekki ánægð ef ég þyrfti að keppa á móti transkonu“ Tennisgoðsögnin Martina Navratilova hefur gert transfólk víða um heim brjálað með síðustu ummælum sínum og samtök transfólks í Bandaríkjunum hefur slitið samstarfi við hana. 20. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Fleiri fréttir Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Sjá meira
Tennisgoðsögnin Martina Navratilova komst í klandur á dögunum þegar hún sagði álit sitt á því hvort ætti að leyfa transkonum að keppa í kvennaflokki í íþróttum. Navratilova sagði það ósanngjarnt að hleypa transkonum í kvennaíþróttir því þær hefðu líkamlega yfirburði og það væri svindl. Hún fékk miklar skammir fyrir og var hún meðal annars rekin úr starfi sínu sem sendiherra samtaka transfólks í Bandaríkjunum, en Navratilova er samkynhneigð og hefur verið baráttukona fyrir réttindum samkynhneigðra og í seinni tíð einnig transfólks. Í bloggfærslu sem Navratilova birti í dag biðst hún afsökunnar á orðalagi sínu. „Ég veit að ég hef ekki öll svörin og ég held það sé ekki eitt rétt svar, þess vegna vil ég umræðu. Umræðu byggða á vísindum, hlutleysi og með hag kvennaíþrótta í heiminum í fyrirrúmi,“ skrifar Navratilova. „Ég mun ávallt berjast fyrir lýðræði, jafnrétti og mannréttindum. Þegar ég tala um íþróttir og sanngirni þá er ég ekki að reyna að útiloka transfólk frá því að lifa lífi sínu til fulls.“ „Það eina sem ég vil er að sjá til þess að stelpur og konur sem fæðast kvenkyns geti keppt á eins jöfnum grundvelli og hægt er innan íþróttanna.“ Navratilova er ein besta tenniskona allra tíma og á hún 18 risatitla í verðlaunaskápnum.Lesa má alla bloggfærsluna hér.
Aðrar íþróttir Jafnréttismál Tengdar fréttir „Væri ekki ánægð ef ég þyrfti að keppa á móti transkonu“ Tennisgoðsögnin Martina Navratilova hefur gert transfólk víða um heim brjálað með síðustu ummælum sínum og samtök transfólks í Bandaríkjunum hefur slitið samstarfi við hana. 20. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Fleiri fréttir Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Sjá meira
„Væri ekki ánægð ef ég þyrfti að keppa á móti transkonu“ Tennisgoðsögnin Martina Navratilova hefur gert transfólk víða um heim brjálað með síðustu ummælum sínum og samtök transfólks í Bandaríkjunum hefur slitið samstarfi við hana. 20. febrúar 2019 07:30