Áform um auknar rannsóknir á plastmengun í hafinu við Ísland Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. mars 2019 20:30 Engin markviss vöktun er með plastmengun í hafinu umhverfis Ísland. Mörg stór verkefni eru þó í bígerð, meðal annars í samstarfi við Norðurlönd. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir að hreinsun á skólpi gæti verið til mikilla bóta til að draga úr plastmengun. Plastmengun í hafinu er vaxandi áhyggjuefni um allan heim. Þótt ýmsar rannsóknir hafi verið gerðar á plastmengun í hafinu við Ísland eru slíkar rannsóknir þó frekar stutt á veg komnar að sögn sérfræðings hjá Hafrannsóknastofnun. „Þetta er allt í startholunum og það eru margir byrjaðir að gera svona einstaka rannsóknir en eiginleg vöktun er ekki hafin, svona á föstum stöðvum, heldur er aðallega verið að reyna að finna út hvaða tegundir á að vakta, hvaða tegundir eru heppilegar hér til dæmis við Ísland og hérna á norðurslóðum og hvaða aðferðafræði eigi að nota til þess að einangra plastið,“ segir Eydís Salome Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Hafró. „Þetta er vinna sem að er að fara í gang, og er í rauninni hafin, en þetta er svona frekar nýtt allt saman.“ Í nýlegri rannsókn Umhverfisstofnunar fannst örplast í 55% kræklings sem var rannsakaður. Að sögn Eydísar skortir ennþá rannsóknir til að geta ályktað um heildarumfang örplastmengunar í hafinu umhverfis Ísland en það horfir til betri vegar í þeim efnum. „Í tengslum við formennsku Íslands í norrænu ráðherranefndinni var sett á laggirnar netverkefni sem að miðar að því að staðla aðferðir við greiningu og aðferðafræði í tengslum við plastrannsóknir,“ segir Eydís. Hún segir alla geta með einhverjum hætti geta lagt baráttunni gegn plastmengun lið, til dæmis með því að draga úr notkun þess. Stjórnvöld geti líka lagt sitt af mörkum. „Það væri til dæmis hreinsun á skólpi sem að færi frá landi og út í sjó, það væri til mikilla bóta.“ Umhverfismál Vísindi Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Engin markviss vöktun er með plastmengun í hafinu umhverfis Ísland. Mörg stór verkefni eru þó í bígerð, meðal annars í samstarfi við Norðurlönd. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir að hreinsun á skólpi gæti verið til mikilla bóta til að draga úr plastmengun. Plastmengun í hafinu er vaxandi áhyggjuefni um allan heim. Þótt ýmsar rannsóknir hafi verið gerðar á plastmengun í hafinu við Ísland eru slíkar rannsóknir þó frekar stutt á veg komnar að sögn sérfræðings hjá Hafrannsóknastofnun. „Þetta er allt í startholunum og það eru margir byrjaðir að gera svona einstaka rannsóknir en eiginleg vöktun er ekki hafin, svona á föstum stöðvum, heldur er aðallega verið að reyna að finna út hvaða tegundir á að vakta, hvaða tegundir eru heppilegar hér til dæmis við Ísland og hérna á norðurslóðum og hvaða aðferðafræði eigi að nota til þess að einangra plastið,“ segir Eydís Salome Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Hafró. „Þetta er vinna sem að er að fara í gang, og er í rauninni hafin, en þetta er svona frekar nýtt allt saman.“ Í nýlegri rannsókn Umhverfisstofnunar fannst örplast í 55% kræklings sem var rannsakaður. Að sögn Eydísar skortir ennþá rannsóknir til að geta ályktað um heildarumfang örplastmengunar í hafinu umhverfis Ísland en það horfir til betri vegar í þeim efnum. „Í tengslum við formennsku Íslands í norrænu ráðherranefndinni var sett á laggirnar netverkefni sem að miðar að því að staðla aðferðir við greiningu og aðferðafræði í tengslum við plastrannsóknir,“ segir Eydís. Hún segir alla geta með einhverjum hætti geta lagt baráttunni gegn plastmengun lið, til dæmis með því að draga úr notkun þess. Stjórnvöld geti líka lagt sitt af mörkum. „Það væri til dæmis hreinsun á skólpi sem að færi frá landi og út í sjó, það væri til mikilla bóta.“
Umhverfismál Vísindi Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum