Mourinho hungraður í titla og gefur Real Madrid undir fótinn Arnar Geir Halldórsson skrifar 4. mars 2019 06:00 Snýr Jose Mourinho aftur til Real Madrid? vísir/getty Jose Mourinho hefur verið orðaður við endurkomu til Real Madrid og hann fylgist vel með hverju skrefi hjá spænska stórveldinu. Mourinho makar nú krókinn af því að ræða menn og málefni sem sérfræðingur hjá beIN Sports sjónvarpsstöðinni þar sem hann var í settinu alla helgina og greindi meðal annars stórleik Real Madrid og Barcelona á laugardag. Mourinho var rekinn frá Manchester United í desember en margir knattspyrnuáhugamenn töldu Mourinho vera búinn að missa alla ástríðu fyrir leiknum. Svo er aldeilis ekki samkvæmt Portúgalanum. „Ég er ungur af knattspyrnustjóra að vera. Ég er mjög ungur. Staðreyndin er sú að ég ef hef mikla löngun til að snúa aftur og sérstaklega þar sem ég hef ekki unnið bikar í 18 mánuði,“ segir Mourinho. Nokkuð ljóst þykir að Santiago Solari verði ekki ráðinn sem knattspyrnustjóri Real Madrid í sumar og Mourinho gæti snúið aftur á Santiago Bernabeu en hann gerði liðið að spænskum meisturum árið 2012. „Það er heiður að nafn mitt skuli nefnt í þeirri umræðu,“ segir Mourinho en hann hafði sitt að segja um frammistöðu Real Madrid í El Clasico. „Það var ekki mikil gleði í þessari frammistöðu. Þetta var ekki frammistaða frá hamingjusömu liði. Þeir virtust ekki fullir sjálfstrausts og litu ekki út fyrir að hafa trú á að geta unnið Barcelona,“ segir Mourinho. "It was not a performance of a happy team. Not a performance of a team with great belief or self-esteem.""It was a soft performance."Jose Mourinho is not holding back in his assessment of Real Madrid following their #ElClasico defeat.#beINMourinho #beINElClasico pic.twitter.com/92j4HmPIsp— beIN SPORTS (@beINSPORTS) March 2, 2019 Spænski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira
Jose Mourinho hefur verið orðaður við endurkomu til Real Madrid og hann fylgist vel með hverju skrefi hjá spænska stórveldinu. Mourinho makar nú krókinn af því að ræða menn og málefni sem sérfræðingur hjá beIN Sports sjónvarpsstöðinni þar sem hann var í settinu alla helgina og greindi meðal annars stórleik Real Madrid og Barcelona á laugardag. Mourinho var rekinn frá Manchester United í desember en margir knattspyrnuáhugamenn töldu Mourinho vera búinn að missa alla ástríðu fyrir leiknum. Svo er aldeilis ekki samkvæmt Portúgalanum. „Ég er ungur af knattspyrnustjóra að vera. Ég er mjög ungur. Staðreyndin er sú að ég ef hef mikla löngun til að snúa aftur og sérstaklega þar sem ég hef ekki unnið bikar í 18 mánuði,“ segir Mourinho. Nokkuð ljóst þykir að Santiago Solari verði ekki ráðinn sem knattspyrnustjóri Real Madrid í sumar og Mourinho gæti snúið aftur á Santiago Bernabeu en hann gerði liðið að spænskum meisturum árið 2012. „Það er heiður að nafn mitt skuli nefnt í þeirri umræðu,“ segir Mourinho en hann hafði sitt að segja um frammistöðu Real Madrid í El Clasico. „Það var ekki mikil gleði í þessari frammistöðu. Þetta var ekki frammistaða frá hamingjusömu liði. Þeir virtust ekki fullir sjálfstrausts og litu ekki út fyrir að hafa trú á að geta unnið Barcelona,“ segir Mourinho. "It was not a performance of a happy team. Not a performance of a team with great belief or self-esteem.""It was a soft performance."Jose Mourinho is not holding back in his assessment of Real Madrid following their #ElClasico defeat.#beINMourinho #beINElClasico pic.twitter.com/92j4HmPIsp— beIN SPORTS (@beINSPORTS) March 2, 2019
Spænski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira