Gullfiskaminni Guðmundur Brynjólfsson skrifar 4. mars 2019 07:00 Það er stundum haft á orði þegar þjóð vor hefur eina ferðina enn kosið yfir sig hatara sína og kvalara að hún hafi gullfiskaminni. Hún virðist aldrei geta munað þetta á milli kjördaga: „Alhliða blekkingar Einhliða refsingar“ Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég horfði á Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöldið. Rifjaðist upp, eru akkúrat réttu orðin því auðvitað mundi ég þetta hvorki skýrt né örugglega. Hvað var það í söngvakeppninni sem fékk mig til þess að muna þetta? Jú, þegar ég sá að forráðamenn keppninnar gerðu ráð fyrir því að þjóðin væri ekki bara með gullfiskaminni heldur algjörlega heiladauð. Mig minnir að lögin hafi verið rifjuð upp 42 sinnum svo menn gætu greitt atkvæði og rámað í hvernig flutningurinn var og svo menn mættu átta sig á því að Byggðarhornssvipurinn tilheyrir Heru en Friðrik Ómar er meira svona Fiskidagurinn mikli. Ekkert var gert í því að rifja upp andlitið á Gísla Marteini – enda óþarfi. Myndin af Dorian Gray er klassík og „Gleðin tekur enda“. Reyndar tók það þessa blessuðu keppni einhverjar 30 mínútur að byrja eftir að hún var byrjuð og maður var farinn að hafa áhyggjur af því að lögin myndu eldast illa. Svo ekki sé talað um keppendur, því „Tómið heimtir alla“. En þetta bjargaðist allt. Úrslitin voru eins og í öllum alþingiskosningum á lýðveldistímanum, hatrið sigraði. Auðvitað voru ekki allir á eitt sáttir, líkt og þegar þingkosningar eru gerðar upp. En ólíkt því sem er í uppgjöri alþingiskosninga þá geta ekki allir sagt að þeir hafi unnið í söngvakeppninni. Þar vinnur bara einn flokkur. Sem er mikil lausn fyrir minnislausa þjóð. Það er landsmönnum léttir að þurfa ekki að muna margt, þetta verður bara áfram eins: Hatrið mun sigra! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er stundum haft á orði þegar þjóð vor hefur eina ferðina enn kosið yfir sig hatara sína og kvalara að hún hafi gullfiskaminni. Hún virðist aldrei geta munað þetta á milli kjördaga: „Alhliða blekkingar Einhliða refsingar“ Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég horfði á Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöldið. Rifjaðist upp, eru akkúrat réttu orðin því auðvitað mundi ég þetta hvorki skýrt né örugglega. Hvað var það í söngvakeppninni sem fékk mig til þess að muna þetta? Jú, þegar ég sá að forráðamenn keppninnar gerðu ráð fyrir því að þjóðin væri ekki bara með gullfiskaminni heldur algjörlega heiladauð. Mig minnir að lögin hafi verið rifjuð upp 42 sinnum svo menn gætu greitt atkvæði og rámað í hvernig flutningurinn var og svo menn mættu átta sig á því að Byggðarhornssvipurinn tilheyrir Heru en Friðrik Ómar er meira svona Fiskidagurinn mikli. Ekkert var gert í því að rifja upp andlitið á Gísla Marteini – enda óþarfi. Myndin af Dorian Gray er klassík og „Gleðin tekur enda“. Reyndar tók það þessa blessuðu keppni einhverjar 30 mínútur að byrja eftir að hún var byrjuð og maður var farinn að hafa áhyggjur af því að lögin myndu eldast illa. Svo ekki sé talað um keppendur, því „Tómið heimtir alla“. En þetta bjargaðist allt. Úrslitin voru eins og í öllum alþingiskosningum á lýðveldistímanum, hatrið sigraði. Auðvitað voru ekki allir á eitt sáttir, líkt og þegar þingkosningar eru gerðar upp. En ólíkt því sem er í uppgjöri alþingiskosninga þá geta ekki allir sagt að þeir hafi unnið í söngvakeppninni. Þar vinnur bara einn flokkur. Sem er mikil lausn fyrir minnislausa þjóð. Það er landsmönnum léttir að þurfa ekki að muna margt, þetta verður bara áfram eins: Hatrið mun sigra!
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun