Telur viðræðurnar stranda á eignarhlut Skúla Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. mars 2019 15:30 Bill Franke stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners og Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air. Heimildarmaður breska viðskiptaritsins City A.M. fullyrðir að stærsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Indigo Partners og WOW air sé stærð eignarhlutar stofnanda flugfélagsins eftir fjárfestingu bandaríska sjóðsins. Indigo og WOW höfðu gefið sér frest til 28. febrúar síðastliðinn til að ganga frá skilyrðum fjárfestingarinnar. Það tókst þó ekki og var greint frá því um fimm klukkustundum áður en fresturinn rann út að ákveðið hefði verið að framlengja viðræðurnar. Vonir standa til að hægt verði að ljúka þeim fyrir 29. mars næstkomandi.Fyrst var greint frá umleitunum Indigo Partners þann 29. nóvember og munu viðræður félaganna því hafa staðið yfir í um fjóra mánuði þegar yfirstandandi framlengingin rennur út í lok mánaðar. Fyrri yfirlýsingar frá WOW bera með sér að fjárfesting Indigo í flugfélaginu gæti numið allt að 9,3 milljörðum króna og að bandaríski sjóðurinn muni í upphafi eignast 49 prósenta hlut í WOW. Ekki sé þó loku fyrir það skotið að Indigo muni eignast meira í flugfélaginu þegar fram líða stundir. Breska viðskiptablaðið City A.M. greinir hins vegar frá því í dag að það sé ekki síst hlutur Skúla Mogensen, stofnanda WOW Air, eftir fjárfestinguna sem virðist standa í bandarískum viðsemjendum hans. Heimildarmaður blaðsins, sem sagður er vera úr fluggeiranum, fullyrðir að Skúli sé að fara fram á stærri hlut í félaginu en Indigo getur fallist á.Samningsstaða hans sé þó ekki ýkja sterk, í ljósi þess að WOW „er gjaldþrota. Það er algjörlega verðlaust. Það að einhver stígi fram og segi: Við munum setja 75 milljón dali í félagið á næstu 10 árum, það er ekkert sérstaklega há upphæð í flugbransanum,“ er haft eftir heimildarmanninum á vef City A.M. Forsvarsmenn Indigo nýti sér þessa slæmu stöðu flugfélagsins til að fá Skúla til að slá af kröfum sínum. „Þeir segja: Ef þú vilt að við björgum flugfélaginu þá verður þú að minnka hlut þinn niður í fjögur eða fimm prósent. Ef þú gengur ekki að þessum skilyrðum þá munum við láta þig fara á hausinn.“ Fréttaflutningur helgarinnar virðist jafnframt benda til að þungur róður sé í viðræðum WOW og Indigo. Það hafi orðið til þess að Skúli hafi leitað á náðir Icelandair og spurt hvort flugfélagið gæti hugsað sér að koma aftur að samningaborðinu, en eins og kunnugt er féll Icelandair frá kaupum á WOW í lok nóvember í fyrra. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, vildi þó ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi á föstudagskvöld.Hvað sem því líður þá heldur gengi hlutabréfa Icelandair áfram að hækka. Það sem af er degi hafa bréfin hækkað um 5,5 prósent, alls 6,4 prósent síðastliðna viku. Forstöðumaður greiningardeildar Capacent sagði í samtali við Vísi á föstudag að þegar litið sé til gengisstyrkingar Icelandair virðist hlutabréfamarkaðurinn líta svo á að samningaviðræður WOW Air og Indigo Partners gangi illa. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir „Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir“ WOW og Indigo funduðu stíft í gær en á meðan styrktist gengi Icelandair. 1. mars 2019 11:12 Icelandair heldur áfram að hækka Hækkunin var sú mesta í viðskiptum dagsins. 1. mars 2019 19:30 Forstjóri Icelandair tjáir sig ekki um það hvort Skúli hafi leitað til hans aftur Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair vill ekki tjá sig um það hvort Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi Wow air, hafi leitað til hans til að kanna aðkomu Icelandair að Wow air. 1. mars 2019 21:52 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Heimildarmaður breska viðskiptaritsins City A.M. fullyrðir að stærsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Indigo Partners og WOW air sé stærð eignarhlutar stofnanda flugfélagsins eftir fjárfestingu bandaríska sjóðsins. Indigo og WOW höfðu gefið sér frest til 28. febrúar síðastliðinn til að ganga frá skilyrðum fjárfestingarinnar. Það tókst þó ekki og var greint frá því um fimm klukkustundum áður en fresturinn rann út að ákveðið hefði verið að framlengja viðræðurnar. Vonir standa til að hægt verði að ljúka þeim fyrir 29. mars næstkomandi.Fyrst var greint frá umleitunum Indigo Partners þann 29. nóvember og munu viðræður félaganna því hafa staðið yfir í um fjóra mánuði þegar yfirstandandi framlengingin rennur út í lok mánaðar. Fyrri yfirlýsingar frá WOW bera með sér að fjárfesting Indigo í flugfélaginu gæti numið allt að 9,3 milljörðum króna og að bandaríski sjóðurinn muni í upphafi eignast 49 prósenta hlut í WOW. Ekki sé þó loku fyrir það skotið að Indigo muni eignast meira í flugfélaginu þegar fram líða stundir. Breska viðskiptablaðið City A.M. greinir hins vegar frá því í dag að það sé ekki síst hlutur Skúla Mogensen, stofnanda WOW Air, eftir fjárfestinguna sem virðist standa í bandarískum viðsemjendum hans. Heimildarmaður blaðsins, sem sagður er vera úr fluggeiranum, fullyrðir að Skúli sé að fara fram á stærri hlut í félaginu en Indigo getur fallist á.Samningsstaða hans sé þó ekki ýkja sterk, í ljósi þess að WOW „er gjaldþrota. Það er algjörlega verðlaust. Það að einhver stígi fram og segi: Við munum setja 75 milljón dali í félagið á næstu 10 árum, það er ekkert sérstaklega há upphæð í flugbransanum,“ er haft eftir heimildarmanninum á vef City A.M. Forsvarsmenn Indigo nýti sér þessa slæmu stöðu flugfélagsins til að fá Skúla til að slá af kröfum sínum. „Þeir segja: Ef þú vilt að við björgum flugfélaginu þá verður þú að minnka hlut þinn niður í fjögur eða fimm prósent. Ef þú gengur ekki að þessum skilyrðum þá munum við láta þig fara á hausinn.“ Fréttaflutningur helgarinnar virðist jafnframt benda til að þungur róður sé í viðræðum WOW og Indigo. Það hafi orðið til þess að Skúli hafi leitað á náðir Icelandair og spurt hvort flugfélagið gæti hugsað sér að koma aftur að samningaborðinu, en eins og kunnugt er féll Icelandair frá kaupum á WOW í lok nóvember í fyrra. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, vildi þó ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi á föstudagskvöld.Hvað sem því líður þá heldur gengi hlutabréfa Icelandair áfram að hækka. Það sem af er degi hafa bréfin hækkað um 5,5 prósent, alls 6,4 prósent síðastliðna viku. Forstöðumaður greiningardeildar Capacent sagði í samtali við Vísi á föstudag að þegar litið sé til gengisstyrkingar Icelandair virðist hlutabréfamarkaðurinn líta svo á að samningaviðræður WOW Air og Indigo Partners gangi illa.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir „Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir“ WOW og Indigo funduðu stíft í gær en á meðan styrktist gengi Icelandair. 1. mars 2019 11:12 Icelandair heldur áfram að hækka Hækkunin var sú mesta í viðskiptum dagsins. 1. mars 2019 19:30 Forstjóri Icelandair tjáir sig ekki um það hvort Skúli hafi leitað til hans aftur Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair vill ekki tjá sig um það hvort Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi Wow air, hafi leitað til hans til að kanna aðkomu Icelandair að Wow air. 1. mars 2019 21:52 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir“ WOW og Indigo funduðu stíft í gær en á meðan styrktist gengi Icelandair. 1. mars 2019 11:12
Forstjóri Icelandair tjáir sig ekki um það hvort Skúli hafi leitað til hans aftur Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair vill ekki tjá sig um það hvort Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi Wow air, hafi leitað til hans til að kanna aðkomu Icelandair að Wow air. 1. mars 2019 21:52