Indigo eignast hið minnsta 49 prósent í WOW Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. janúar 2019 15:43 Bill Franke stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners og Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air. Vísir/samsett mynd Gangi kaup Indigo Partners í WOW Air eftir mun bandaríska fjárfestingafélagið eignast 49 prósent hlut í flugfélaginu. Fjárfesting Indigo er í formi láns til tíu ára með breytirétti í hlutafé, hafi fjárfestingafélagið í hyggju að nýta sér þann rétt gæti hlutur Indigo í WOW aukist. Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Skúli Mogensen, stofnandi WOW, sendi skuldabréfaeigendum í dag og nálgast má á tilkynningarsíðu flugfélagsins.Þar kemur jafnframt fram að „nákvæm upphæð fjárfestingarinnar“ muni ráðast af fjárþörf WOW meðan verið er að snúa rekstri flugfélagsins við. Það sé einbeittur vilji Indigo Partners að fjármagna WOW með fullnægjandi hætti meðan á þessu ferli stendur - „eins og þau hafa gert áður í öðrum árangursríkum fjárfestingum þeirra í fluggeiranum,“ áður en vísað er til flugfélaganna Wizz Air, Volaris og Frontier Airlines í þessu samhengi.Farsælast fyrir framtíðina Víkur Skúli þá sögunni að fyrrnefndu tíu ára láni og segir hann að vextir af láninu verði greiddir árlega, annað hvort peningum eða gegn PIK-skilmálum. (Payment In Kind). Höfuðstóll og áunnir vextir verði greiddir í lok lánstímans. Upphaflegur hlutur Indigo Partners í WOW verði 49 prósent, nema félagið hyggist nýta sér fyrrnefndan breytirétt. Þá gæti eignarhluturinn orðið meiri, en það ráðist af reglum um alþjóðlegt eignarhald. Þá standi enn yfir viðræður um hver staða skuldabréfaeiganda WOW skuli verða eftir endurskipulagninguna. Þannig komi til greina að breyta kröfum þeirra í hlutabréf í flugfélaginu, áður en Indigo ræðst í fjárfestingu sína. Skúli hnykkir að sama skapi á því sem fram kom í fyrri tilkyningunum. Ef af fjárfestingu Indigo á að verða þurfi skuldabréfaeigendur að samþykkja skilmálabreytingar á þeim bréfum sem þeir hafa keypt, auk þess sem þeir verða að falla frá gjaldfellingarákvæðum. Þá þurfa þeir einnig að gefa eftir tryggingar í formi hlutabréfa í WOW Air. Atkvæðagreiðsla skuldabréfaeiganda um tillögurnar lýkur 17. janúar og vinna við áreiðanleikakönnun stendur enn yfir. Að þessu sögðu er það mat Skúla og annarra hjá WOW að þetta sé besta leiðin til að tryggja hagsmuni flugfélagsins og aðstandenda þess til lengri tíma. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW hverfur aftur til fortíðar Um 350 manns var sagt upp störfum hjá WOW air í dag. Forstjóri segir aðgerðina hafa verið nauðsynlega til að einfalda reksturinn og hverfa aftur til sama rekstrarmódels og var notað árið 2016. Það þýðir engar breiðþotur, færri flugvélar og færri áfangastaðir. Skúli Mogensen segist hafa gert mistök og ætlað sér of mikið. 13. desember 2018 19:30 Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43 Taka lokahnykkinn í endurskipulagningu WOW air Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki, segir Skúli Mogensen. 21. desember 2018 13:30 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Gangi kaup Indigo Partners í WOW Air eftir mun bandaríska fjárfestingafélagið eignast 49 prósent hlut í flugfélaginu. Fjárfesting Indigo er í formi láns til tíu ára með breytirétti í hlutafé, hafi fjárfestingafélagið í hyggju að nýta sér þann rétt gæti hlutur Indigo í WOW aukist. Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Skúli Mogensen, stofnandi WOW, sendi skuldabréfaeigendum í dag og nálgast má á tilkynningarsíðu flugfélagsins.Þar kemur jafnframt fram að „nákvæm upphæð fjárfestingarinnar“ muni ráðast af fjárþörf WOW meðan verið er að snúa rekstri flugfélagsins við. Það sé einbeittur vilji Indigo Partners að fjármagna WOW með fullnægjandi hætti meðan á þessu ferli stendur - „eins og þau hafa gert áður í öðrum árangursríkum fjárfestingum þeirra í fluggeiranum,“ áður en vísað er til flugfélaganna Wizz Air, Volaris og Frontier Airlines í þessu samhengi.Farsælast fyrir framtíðina Víkur Skúli þá sögunni að fyrrnefndu tíu ára láni og segir hann að vextir af láninu verði greiddir árlega, annað hvort peningum eða gegn PIK-skilmálum. (Payment In Kind). Höfuðstóll og áunnir vextir verði greiddir í lok lánstímans. Upphaflegur hlutur Indigo Partners í WOW verði 49 prósent, nema félagið hyggist nýta sér fyrrnefndan breytirétt. Þá gæti eignarhluturinn orðið meiri, en það ráðist af reglum um alþjóðlegt eignarhald. Þá standi enn yfir viðræður um hver staða skuldabréfaeiganda WOW skuli verða eftir endurskipulagninguna. Þannig komi til greina að breyta kröfum þeirra í hlutabréf í flugfélaginu, áður en Indigo ræðst í fjárfestingu sína. Skúli hnykkir að sama skapi á því sem fram kom í fyrri tilkyningunum. Ef af fjárfestingu Indigo á að verða þurfi skuldabréfaeigendur að samþykkja skilmálabreytingar á þeim bréfum sem þeir hafa keypt, auk þess sem þeir verða að falla frá gjaldfellingarákvæðum. Þá þurfa þeir einnig að gefa eftir tryggingar í formi hlutabréfa í WOW Air. Atkvæðagreiðsla skuldabréfaeiganda um tillögurnar lýkur 17. janúar og vinna við áreiðanleikakönnun stendur enn yfir. Að þessu sögðu er það mat Skúla og annarra hjá WOW að þetta sé besta leiðin til að tryggja hagsmuni flugfélagsins og aðstandenda þess til lengri tíma.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW hverfur aftur til fortíðar Um 350 manns var sagt upp störfum hjá WOW air í dag. Forstjóri segir aðgerðina hafa verið nauðsynlega til að einfalda reksturinn og hverfa aftur til sama rekstrarmódels og var notað árið 2016. Það þýðir engar breiðþotur, færri flugvélar og færri áfangastaðir. Skúli Mogensen segist hafa gert mistök og ætlað sér of mikið. 13. desember 2018 19:30 Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43 Taka lokahnykkinn í endurskipulagningu WOW air Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki, segir Skúli Mogensen. 21. desember 2018 13:30 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
WOW hverfur aftur til fortíðar Um 350 manns var sagt upp störfum hjá WOW air í dag. Forstjóri segir aðgerðina hafa verið nauðsynlega til að einfalda reksturinn og hverfa aftur til sama rekstrarmódels og var notað árið 2016. Það þýðir engar breiðþotur, færri flugvélar og færri áfangastaðir. Skúli Mogensen segist hafa gert mistök og ætlað sér of mikið. 13. desember 2018 19:30
Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43
Taka lokahnykkinn í endurskipulagningu WOW air Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki, segir Skúli Mogensen. 21. desember 2018 13:30