Gjörspillt umræða um neytendavernd Einar Freyr Elínarson skrifar 5. mars 2019 15:37 Íslensk stjórnvöld munu að óbreyttu draga stórlega úr íslenskri matvælaframleiðslu. Hráakjötsfrumvarp landbúnaðarráðherra gerir ráð fyrir að samdráttur íslenskrar framleiðslu muni verða um 500-600 milljónir á ári í óskilgreindan tíma. Til að setja það samhengi þá gæti það jafngilt því að sauðfjárbændum myndi fækka um 160 á ári! Endalausar fingrabendingar stjórnmálamanna um það hver ber ábyrgð á hinum og þessum ákvörðunum eða tollasamningum gera ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir bændur. Réttast væri að þeir stjórnmálamenn sem ekki eru ofurseldir málflutningi stórkaupmanna myndu sammælast um að styðja íslenska bændur gegn þeirra málflutningi. Þetta er gjörspillt umræða sem er stjórnað af fjársterkum kaupmönnum og á ekkert skylt við neytendavernd. Hún felur það í sér að það hljóti að vera betra fyrir neytendur að versla beint við aðra stórkaupmenn og verksmiðjubú úti í heimi og kaupa vörur þeirra sem grundvallast á sem allra lægstum framleiðslukostnaði. Hvernig næst sá lági framleiðslukostnaður? Jú með því að greiða sem allra lægst laun og með því að leggja sem allra minnst upp úr aðbúnaði dýra og gæðastýringu framleiðslunnar. Í þessu felst hin svokallaða neytendavernd stórkaupmanna. Okkur er sagt að þetta sé bara hræðsluáróður. Að sjálfsögðu muni íslenskir neytendur að uppistöðunni velja íslensk matvæli. Ég trúi því líka að vilji myndi standa til þess, ef þeir hefðu um það raunverulegt val. Þeim verður ekki gefið val um annað en að kaupa innfluttan mat. Þeir verða blekktir af þeim sem vilja græða sem allra mest með því að selja ódýra vöru með hárri álagningu. Um leið og verslunin fær óheft að flytja inn hrátt kjöt þá mun þeim liggja mikið á að selja það sem fyrst áður en það úldnar. Því verður stillt upp fremst í kjötkælunum og íslensku fánalitirnir settir fyrir ofan og neytendur blekktir til að halda að þeir séu að kaupa íslenska framleiðslu. Nú þegar sjáum við þetta í verslunum á hverjum einasta degi og það er ekki fyrr en fólk fer að lúslesa smáaletrið sem það sér að kjötið sem það keypti er upprunnið í Þýskalandi. Annað skýrt dæmi um þetta er hágæða íslenski orkudrykkurinn Hámark. Nema hvað að hann er ekki íslenskur. Hann er framleiddur í Belgíu. Samt er hann kynntur neytendum sem íslensk framleiðsla. Það er pólitísk ákvörðun hvort að þessarri vegferð er haldið áfram. Það er ekkert meitlað í stein og alls ekki of seint að snúa af þessarri braut. Við erum stór hópur fólks sem hefur mikinn metnað til þess að framleiða góðan mat. Það er upplagt að virkja þann metnað og styðja um leið öfluga byggð á öllu landinu!Einar Freyr Elínarson, formaður Félags sauðfjárbænda í Vestur-Skaftafellssýslu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Freyr Elínarson Landbúnaður Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld munu að óbreyttu draga stórlega úr íslenskri matvælaframleiðslu. Hráakjötsfrumvarp landbúnaðarráðherra gerir ráð fyrir að samdráttur íslenskrar framleiðslu muni verða um 500-600 milljónir á ári í óskilgreindan tíma. Til að setja það samhengi þá gæti það jafngilt því að sauðfjárbændum myndi fækka um 160 á ári! Endalausar fingrabendingar stjórnmálamanna um það hver ber ábyrgð á hinum og þessum ákvörðunum eða tollasamningum gera ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir bændur. Réttast væri að þeir stjórnmálamenn sem ekki eru ofurseldir málflutningi stórkaupmanna myndu sammælast um að styðja íslenska bændur gegn þeirra málflutningi. Þetta er gjörspillt umræða sem er stjórnað af fjársterkum kaupmönnum og á ekkert skylt við neytendavernd. Hún felur það í sér að það hljóti að vera betra fyrir neytendur að versla beint við aðra stórkaupmenn og verksmiðjubú úti í heimi og kaupa vörur þeirra sem grundvallast á sem allra lægstum framleiðslukostnaði. Hvernig næst sá lági framleiðslukostnaður? Jú með því að greiða sem allra lægst laun og með því að leggja sem allra minnst upp úr aðbúnaði dýra og gæðastýringu framleiðslunnar. Í þessu felst hin svokallaða neytendavernd stórkaupmanna. Okkur er sagt að þetta sé bara hræðsluáróður. Að sjálfsögðu muni íslenskir neytendur að uppistöðunni velja íslensk matvæli. Ég trúi því líka að vilji myndi standa til þess, ef þeir hefðu um það raunverulegt val. Þeim verður ekki gefið val um annað en að kaupa innfluttan mat. Þeir verða blekktir af þeim sem vilja græða sem allra mest með því að selja ódýra vöru með hárri álagningu. Um leið og verslunin fær óheft að flytja inn hrátt kjöt þá mun þeim liggja mikið á að selja það sem fyrst áður en það úldnar. Því verður stillt upp fremst í kjötkælunum og íslensku fánalitirnir settir fyrir ofan og neytendur blekktir til að halda að þeir séu að kaupa íslenska framleiðslu. Nú þegar sjáum við þetta í verslunum á hverjum einasta degi og það er ekki fyrr en fólk fer að lúslesa smáaletrið sem það sér að kjötið sem það keypti er upprunnið í Þýskalandi. Annað skýrt dæmi um þetta er hágæða íslenski orkudrykkurinn Hámark. Nema hvað að hann er ekki íslenskur. Hann er framleiddur í Belgíu. Samt er hann kynntur neytendum sem íslensk framleiðsla. Það er pólitísk ákvörðun hvort að þessarri vegferð er haldið áfram. Það er ekkert meitlað í stein og alls ekki of seint að snúa af þessarri braut. Við erum stór hópur fólks sem hefur mikinn metnað til þess að framleiða góðan mat. Það er upplagt að virkja þann metnað og styðja um leið öfluga byggð á öllu landinu!Einar Freyr Elínarson, formaður Félags sauðfjárbænda í Vestur-Skaftafellssýslu
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun