Ösku(r)dagur Bjarni Karlsson skrifar 5. mars 2019 07:00 Í þrjú þúsund ára gamalli smásögu af Jónasi í hvalnum klæðist konungurinn í Níníve hærusekk, eys yfir sig ösku og mælir svo fyrir að borgarbúar skuli gera eins og hann; iðrast ofbeldis og snúa sér frá sinni illu breytni. Það fylgir ekki öskudagssögunni frá Níníve hvert ofbeldið var en ljóst að það var komið á almannavarnastig svo að Guð sendi Jónas á svæðið með aðvörunarorð: „Eftir fjörutíu daga verður Níníve lögð í rúst.“ Umliðið sunnudagskvöld valdi íslenska þjóðin gamalt öskudagsþema fyrir Júróvissíón: „Hatrið mun sigra, Evrópa hrynja.“ Nýir og áhugaverðir listamenn hafa kvatt sér hljóðs og ljóst að þarna fer fólk sem kann til (sviðs)verka. Tónninn sem þau slá er siðferðilegur. Skellihlæjandi og í fúlustu alvöru nefna þau alhliða blekkingar, einhliða refsingar og auðtrúa aumingja. Og ég játa að þegar ég heyri fimm ára sonarson minn kyrja bjartri barnsrödd: „Flóttinn tekur enda. Tómið heimtir alla. Hatrið mun sigra!“ þá fer áður óþekktur hrollur um innyfli mín. Já, það eru nefnilega innyflin, iðrin í kviðnum, sem virkjast þegar við iðrumst. Iðrun er að vera í tengslum við eigin líffæri og þær tilfinningar sem iðrin miðla. Nínívebúar iðruðust í sekk og ösku og Guð mælti: „Ætti ég ekki að sjá aumur á Níníve, hinni miklu borg, þar sem meira en hundrað og tuttugu þúsndir manna búa, […] og að auki fjöldi dýra?“ Þannig risu Nínívemenn úr öskunni og endurheimtu tilveru sína þegar þeir höfðu iðrast og látið af ofbeldinu. Og okkar menn munu öskra á fornum Biblíuslóðum: Hatrið mun sigra Evrópa hrynja Vefur lyga Rísið úr öskunni Sameinuð sem eitt Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Eurovision Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í þrjú þúsund ára gamalli smásögu af Jónasi í hvalnum klæðist konungurinn í Níníve hærusekk, eys yfir sig ösku og mælir svo fyrir að borgarbúar skuli gera eins og hann; iðrast ofbeldis og snúa sér frá sinni illu breytni. Það fylgir ekki öskudagssögunni frá Níníve hvert ofbeldið var en ljóst að það var komið á almannavarnastig svo að Guð sendi Jónas á svæðið með aðvörunarorð: „Eftir fjörutíu daga verður Níníve lögð í rúst.“ Umliðið sunnudagskvöld valdi íslenska þjóðin gamalt öskudagsþema fyrir Júróvissíón: „Hatrið mun sigra, Evrópa hrynja.“ Nýir og áhugaverðir listamenn hafa kvatt sér hljóðs og ljóst að þarna fer fólk sem kann til (sviðs)verka. Tónninn sem þau slá er siðferðilegur. Skellihlæjandi og í fúlustu alvöru nefna þau alhliða blekkingar, einhliða refsingar og auðtrúa aumingja. Og ég játa að þegar ég heyri fimm ára sonarson minn kyrja bjartri barnsrödd: „Flóttinn tekur enda. Tómið heimtir alla. Hatrið mun sigra!“ þá fer áður óþekktur hrollur um innyfli mín. Já, það eru nefnilega innyflin, iðrin í kviðnum, sem virkjast þegar við iðrumst. Iðrun er að vera í tengslum við eigin líffæri og þær tilfinningar sem iðrin miðla. Nínívebúar iðruðust í sekk og ösku og Guð mælti: „Ætti ég ekki að sjá aumur á Níníve, hinni miklu borg, þar sem meira en hundrað og tuttugu þúsndir manna búa, […] og að auki fjöldi dýra?“ Þannig risu Nínívemenn úr öskunni og endurheimtu tilveru sína þegar þeir höfðu iðrast og látið af ofbeldinu. Og okkar menn munu öskra á fornum Biblíuslóðum: Hatrið mun sigra Evrópa hrynja Vefur lyga Rísið úr öskunni Sameinuð sem eitt
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar