Ætlar að berjast með kjafti og klóm Samúel Karl Ólason skrifar 6. mars 2019 10:26 „Það er skömm af þessu. Þetta smánar landið okkar,“ sagði forsetinn í gær. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á í töluverðum vandræðum. Honum tókst ekki að ná samkomulagi við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Hann stendur frammi fyrir fjölda rannsókna þingnefnda sem Demókratar stýra, yfirvalda í heimaríki hans New York og Rússarannsókninni. Þingnefndirnar eru að skoða allt frá fjármálum hans til embættissetningar hans. Þá hefur Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður hans til tíu ára, sakað hann um lögbrot og veit þingnefndum upplýsingar um forsetann. Þar að auki eru Repúblikanar á öldungadeild Bandaríkjaþings líklegir til að samþykkja að fordæma neyðarástandsyfirlýsingu Trump við landamæri Mexíkó. Eins og Politico bendir á, gerðist þetta allt á einni viku.Trump sjálfur telur þetta til marks um að setið sé um Hvíta húsið og hann sjálfan. Búið er að fjölga lögfræðingum innan Hvíta hússins og pólitískt teymi forsetans er tilbúið til að stíga fram í fjölmiðlum, verja forsetann og dreifa athyglinni. Sérstaklega, að því virðist, með því að saka Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump í forsetakosningunum 2016, um margt sem Trump er sakaður um. „Það er skömm af þessu. Þetta smánar landið okkar,“ sagði forsetinn í gær. Þar að auki hefur hann sakað Demókrata um eitthvað sem hann kallar „Presidential harrassment“, sem þýðir, í því samhengi sem Trump setur það fram: „Áreitni gegn forsetanum“. Eftir að Demókratar tóku við stjórn fulltrúadeildarinnar eftir þingkosningarnar í fyrra, lýsti Trump því yfir að ef þeir myndu rannsaka hann myndi hann ekki starfa með þeim á nokkurn hátt. Vísaði hann sérstaklega til málefna varðandi uppbyggingu innviða í Bandaríkjunum og heilbrigðiskerfið.AP fréttaveitan bendir á að Trump sé alls ekki fyrsti forsetinn sem kvartar undan ágengni stjórnarandstöðu og þingnefnda. Það sé hins vegar óvenjulegt að forseti stilli sér upp sem fórnarlambi pólitískra ofsókna.Trump hefur gert það að gagnrýna pólitíska andstæðinga sína og rannsakendur að herópi sínu í aðdraganda kosninga á næsta ári. Politico segir að Trump ætli sér einnig að einbeita sér að góðum gangi efnahags Bandaríkjanna.Þá er ljóst að Trump-liðar ætla sér að berjast gegn rannsóknum Demókrata og reyna að komast hjá því að veita þeim þingnefndum sem að rannsóknunum koma öll þau gögn sem nefndirnar hafa kallað eftir. Eitt slíkt tilfelli snýr að öryggisheimild Jared Kushner, tengdasonar Trump. Fréttir hafa borist af því að Trump hunsaði ráðlegginga öryggisstofnanna Bandaríkjanna varðandi öryggisheimild Kushner og skipaði hann þáverandi starfsmannastjóra sínum, John Kelly, að fara fram hjá hefðbundnu ferlil og veita Kushner aðgang að ríkisleyndarmálum. Meðal annarra höfðu starfsmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, lagt til að Kushner yrði ekki veitt öryggisheimild.Sjá einnig: Hunsaði ráðleggingar um öryggisheimild tengdasonarinsStjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins hefur kallað eftir gögnum varðandi þá ákvörðun en Pat Cipollone, æðsti lögmaður Hvíta hússins, segir það ekki koma til greina. Hann svaraði nefndinni á þá leið að sagði meðlimi hennar ekki hafa áhuga á að sinna eftirlitshlutverki þeirra. Þess í stað væru þeir eingöngu að leita upplýsinga sem þeir viti að þeir geti ekki komið höndum yfir með löglegum leiðum. Hann sagði að Hvíta húsið þyrfti ekki að afhenda gögn sem sneru að framkvæmdavaldi forsetans. Elijah Cummings, formaður nefndarinnar, segir svar Hvíta hússins gefa til kynna að starfsmenn þess telji að þingið hafi ekki rétt á því að skoða ákvarðanir sem forsetinn tekur er varða þjóðaröryggi. „Rök Hvíta hússins fara gegn skiptingu valds samkvæmt stjórnarskránni, áratugum af fordæmum og gegn heilbrigðri skynsemi,“ sagði Cummings. Hann hafði áður sakað Hvíta húsið um að vilja ekki afhenda gögn og upplýsingar og um að misnota öryggisheimildir ítrekað. Eric Trump, sonur forsetans, barst nýverið erindi frá dómsmálanefnd þingsins þar sem krafist var gagna vegna rannsóknar nefndarinnar á því hvort Trump hafi staðið í vegi réttvísinnar, gerst sekur um spillingu eða misnotað vald sitt. 80 aðrir fengu sambærileg kröfubréf. Í samtali við útvarpsstöð Fox í gær sagði Eric ekki koma til greina að veita öll þau gögn sem beðið var um. Hann sagðist ætla að berjast gegn kröfunni eins og hann gæti. Þá hefur Sarah Sanders, talskona Trump, gagnrýnt þingmálanefndina harðlega og sagt rannsókn hana „smánarlega“ og „móðgandi“. Kayleigh McEnany, talskona framboðs Trump, sló á svipaða strengi og sagði Demókrata reyna að eyðileggja líf saklausra Bandaríkjamanna sem vildu eingöngu þjóna Bandaríkjunum á heiðarlegan hátt.Now that they realize the only Collusion with Russia was done by Crooked Hillary Clinton & the Democrats, Nadler, Schiff and the Dem heads of the Committees have gone stone cold CRAZY. 81 letter sent to innocent people to harass them. They won't get ANYTHING done for our Country!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 5, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hunsaði ráðleggingar um öryggisheimild tengdasonarins Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra sínum, að veita Jared Kushner, tengdasyni sínum, öryggisheimild. 1. mars 2019 10:30 Segir Cohen mögulega hafa skemmt fund hans og Kim Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir vitnisburð Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns hans til áratugar, hafa „mögulega“ skemmt fyrir fundi hans og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu í síðustu viku. 4. mars 2019 08:59 Líklegt að þingið hafni neyðarástandi Trump Ólíklegt er þó að nógu margir þingmenn muni greiða atkvæði með því að koma í veg fyrir neitunarvald forsetans. 3. mars 2019 22:10 Sagði andstæðinga reyna að steypa sér af stóli með „kjaftæði“ Trump forseti lét móðan mása í rúmlega tveggja klukkustunda langri ræðu á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna í gær. 3. mars 2019 08:50 Norður-Kórea byggir aftur upp eldflaugastöð Framkvæmdir við eldflaugastöðina virðast hafa hafið um það leyti sem Trump og Kim funduðu í Víetnam. 6. mars 2019 07:34 Dómsmálanefnd hefur rannsókn á Trump Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings undirbýr nú rannsókn á því hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi hindrað framgang réttvísinnar og/eða misbeitt valdi sínu. 3. mars 2019 23:27 Fox News sagt hafa setið á frétt um Trump og klámmyndaleikkonu Ef marka má frásögn New Yorker drápu stjórnendur Fox News frétt sem hefði komið Trump illa í kosningabaráttunni árið 2016. 5. mars 2019 12:58 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á í töluverðum vandræðum. Honum tókst ekki að ná samkomulagi við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Hann stendur frammi fyrir fjölda rannsókna þingnefnda sem Demókratar stýra, yfirvalda í heimaríki hans New York og Rússarannsókninni. Þingnefndirnar eru að skoða allt frá fjármálum hans til embættissetningar hans. Þá hefur Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður hans til tíu ára, sakað hann um lögbrot og veit þingnefndum upplýsingar um forsetann. Þar að auki eru Repúblikanar á öldungadeild Bandaríkjaþings líklegir til að samþykkja að fordæma neyðarástandsyfirlýsingu Trump við landamæri Mexíkó. Eins og Politico bendir á, gerðist þetta allt á einni viku.Trump sjálfur telur þetta til marks um að setið sé um Hvíta húsið og hann sjálfan. Búið er að fjölga lögfræðingum innan Hvíta hússins og pólitískt teymi forsetans er tilbúið til að stíga fram í fjölmiðlum, verja forsetann og dreifa athyglinni. Sérstaklega, að því virðist, með því að saka Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump í forsetakosningunum 2016, um margt sem Trump er sakaður um. „Það er skömm af þessu. Þetta smánar landið okkar,“ sagði forsetinn í gær. Þar að auki hefur hann sakað Demókrata um eitthvað sem hann kallar „Presidential harrassment“, sem þýðir, í því samhengi sem Trump setur það fram: „Áreitni gegn forsetanum“. Eftir að Demókratar tóku við stjórn fulltrúadeildarinnar eftir þingkosningarnar í fyrra, lýsti Trump því yfir að ef þeir myndu rannsaka hann myndi hann ekki starfa með þeim á nokkurn hátt. Vísaði hann sérstaklega til málefna varðandi uppbyggingu innviða í Bandaríkjunum og heilbrigðiskerfið.AP fréttaveitan bendir á að Trump sé alls ekki fyrsti forsetinn sem kvartar undan ágengni stjórnarandstöðu og þingnefnda. Það sé hins vegar óvenjulegt að forseti stilli sér upp sem fórnarlambi pólitískra ofsókna.Trump hefur gert það að gagnrýna pólitíska andstæðinga sína og rannsakendur að herópi sínu í aðdraganda kosninga á næsta ári. Politico segir að Trump ætli sér einnig að einbeita sér að góðum gangi efnahags Bandaríkjanna.Þá er ljóst að Trump-liðar ætla sér að berjast gegn rannsóknum Demókrata og reyna að komast hjá því að veita þeim þingnefndum sem að rannsóknunum koma öll þau gögn sem nefndirnar hafa kallað eftir. Eitt slíkt tilfelli snýr að öryggisheimild Jared Kushner, tengdasonar Trump. Fréttir hafa borist af því að Trump hunsaði ráðlegginga öryggisstofnanna Bandaríkjanna varðandi öryggisheimild Kushner og skipaði hann þáverandi starfsmannastjóra sínum, John Kelly, að fara fram hjá hefðbundnu ferlil og veita Kushner aðgang að ríkisleyndarmálum. Meðal annarra höfðu starfsmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, lagt til að Kushner yrði ekki veitt öryggisheimild.Sjá einnig: Hunsaði ráðleggingar um öryggisheimild tengdasonarinsStjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins hefur kallað eftir gögnum varðandi þá ákvörðun en Pat Cipollone, æðsti lögmaður Hvíta hússins, segir það ekki koma til greina. Hann svaraði nefndinni á þá leið að sagði meðlimi hennar ekki hafa áhuga á að sinna eftirlitshlutverki þeirra. Þess í stað væru þeir eingöngu að leita upplýsinga sem þeir viti að þeir geti ekki komið höndum yfir með löglegum leiðum. Hann sagði að Hvíta húsið þyrfti ekki að afhenda gögn sem sneru að framkvæmdavaldi forsetans. Elijah Cummings, formaður nefndarinnar, segir svar Hvíta hússins gefa til kynna að starfsmenn þess telji að þingið hafi ekki rétt á því að skoða ákvarðanir sem forsetinn tekur er varða þjóðaröryggi. „Rök Hvíta hússins fara gegn skiptingu valds samkvæmt stjórnarskránni, áratugum af fordæmum og gegn heilbrigðri skynsemi,“ sagði Cummings. Hann hafði áður sakað Hvíta húsið um að vilja ekki afhenda gögn og upplýsingar og um að misnota öryggisheimildir ítrekað. Eric Trump, sonur forsetans, barst nýverið erindi frá dómsmálanefnd þingsins þar sem krafist var gagna vegna rannsóknar nefndarinnar á því hvort Trump hafi staðið í vegi réttvísinnar, gerst sekur um spillingu eða misnotað vald sitt. 80 aðrir fengu sambærileg kröfubréf. Í samtali við útvarpsstöð Fox í gær sagði Eric ekki koma til greina að veita öll þau gögn sem beðið var um. Hann sagðist ætla að berjast gegn kröfunni eins og hann gæti. Þá hefur Sarah Sanders, talskona Trump, gagnrýnt þingmálanefndina harðlega og sagt rannsókn hana „smánarlega“ og „móðgandi“. Kayleigh McEnany, talskona framboðs Trump, sló á svipaða strengi og sagði Demókrata reyna að eyðileggja líf saklausra Bandaríkjamanna sem vildu eingöngu þjóna Bandaríkjunum á heiðarlegan hátt.Now that they realize the only Collusion with Russia was done by Crooked Hillary Clinton & the Democrats, Nadler, Schiff and the Dem heads of the Committees have gone stone cold CRAZY. 81 letter sent to innocent people to harass them. They won't get ANYTHING done for our Country!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 5, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hunsaði ráðleggingar um öryggisheimild tengdasonarins Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra sínum, að veita Jared Kushner, tengdasyni sínum, öryggisheimild. 1. mars 2019 10:30 Segir Cohen mögulega hafa skemmt fund hans og Kim Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir vitnisburð Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns hans til áratugar, hafa „mögulega“ skemmt fyrir fundi hans og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu í síðustu viku. 4. mars 2019 08:59 Líklegt að þingið hafni neyðarástandi Trump Ólíklegt er þó að nógu margir þingmenn muni greiða atkvæði með því að koma í veg fyrir neitunarvald forsetans. 3. mars 2019 22:10 Sagði andstæðinga reyna að steypa sér af stóli með „kjaftæði“ Trump forseti lét móðan mása í rúmlega tveggja klukkustunda langri ræðu á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna í gær. 3. mars 2019 08:50 Norður-Kórea byggir aftur upp eldflaugastöð Framkvæmdir við eldflaugastöðina virðast hafa hafið um það leyti sem Trump og Kim funduðu í Víetnam. 6. mars 2019 07:34 Dómsmálanefnd hefur rannsókn á Trump Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings undirbýr nú rannsókn á því hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi hindrað framgang réttvísinnar og/eða misbeitt valdi sínu. 3. mars 2019 23:27 Fox News sagt hafa setið á frétt um Trump og klámmyndaleikkonu Ef marka má frásögn New Yorker drápu stjórnendur Fox News frétt sem hefði komið Trump illa í kosningabaráttunni árið 2016. 5. mars 2019 12:58 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Hunsaði ráðleggingar um öryggisheimild tengdasonarins Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra sínum, að veita Jared Kushner, tengdasyni sínum, öryggisheimild. 1. mars 2019 10:30
Segir Cohen mögulega hafa skemmt fund hans og Kim Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir vitnisburð Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns hans til áratugar, hafa „mögulega“ skemmt fyrir fundi hans og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu í síðustu viku. 4. mars 2019 08:59
Líklegt að þingið hafni neyðarástandi Trump Ólíklegt er þó að nógu margir þingmenn muni greiða atkvæði með því að koma í veg fyrir neitunarvald forsetans. 3. mars 2019 22:10
Sagði andstæðinga reyna að steypa sér af stóli með „kjaftæði“ Trump forseti lét móðan mása í rúmlega tveggja klukkustunda langri ræðu á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna í gær. 3. mars 2019 08:50
Norður-Kórea byggir aftur upp eldflaugastöð Framkvæmdir við eldflaugastöðina virðast hafa hafið um það leyti sem Trump og Kim funduðu í Víetnam. 6. mars 2019 07:34
Dómsmálanefnd hefur rannsókn á Trump Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings undirbýr nú rannsókn á því hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi hindrað framgang réttvísinnar og/eða misbeitt valdi sínu. 3. mars 2019 23:27
Fox News sagt hafa setið á frétt um Trump og klámmyndaleikkonu Ef marka má frásögn New Yorker drápu stjórnendur Fox News frétt sem hefði komið Trump illa í kosningabaráttunni árið 2016. 5. mars 2019 12:58