Segir það vekja óhug að ákæruvaldið krefjist fangelsis vegna friðsamlegra mótmæla Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. mars 2019 17:38 Í málflutningsræðu Páls Bergþórssonar, verjanda Jórunnar Eddu Helgadóttur, kom hann á framfæri alvarlegum athugasemdum við kæru ákæruvaldsins í aðalmeðferð íslenska ríkisins gegn Jórunni og Ragnheiði Freyju Kristínardóttur. Vísir/Vilhelm Í málflutningsræðu Páls Bergþórssonar, verjanda Jórunnar Eddu Helgadóttur, kom hann á framfæri alvarlegum athugasemdum við kæru ákæruvaldsins í aðalmeðferð íslenska ríkisins gegn Jórunni og Ragnheiði Freyju Kristínardóttur. Jórunn og Ragnheiður nýttu rétt sinn til að mótmæla í vél Icelandair morguninn 26. maí 2016 þegar þær stóðu upp og ávörpuðu farþega flugvélarinnar og sögðu að um borð væri hælisleitandi að nafni Eze Okafor sem verið væri að vísa ólöglega úr landi. Þær hvöttu farþega til að standa upp í þeim tilgangi að Eze fengi að vera áfram öruggur á Íslandi því ferðinni var heitið til Stokkhólms í Svíþjóð þaðan sem átti að senda hann aftur til heimalands síns, Nígeríu, en Eze er á flótta undan hryðjuverkasamtökunum Boko Haram og hefur þannig ástæðu til að óttast um líf sitt. Í samtali við fréttastofu sagði Ragnheiður að sér hefði brugðið að lesa um alvarleika þeirra saka sem bornar eru á hana í ákæruskjali í ljósi þess að hún hafi einungis talið sig hafa haft í frammi friðsamleg mótmæli í flugvél sem enn væri verið að ferma og þá hafi dyr flugvélarinnar staðið opnar. Hún taldi sig ekki með neinu móti ógna öryggi farþeganna um borð í vélinni í ljósi þessa en tekist var á um það fyrir dómi í dag hvort mótmælaaðgerðirnar hefðu ógnað öryggi farþeganna. Ákærur héraðssaksóknara eru alvarlegar. Konunum er meðal annars gefið að sök að hafa brotið í bága við 168. gr. almennra hegningarlaga en allt að sex ára fangelsisvist liggur við slíku broti og þá er þeim einnig gefið að sök að hafa brotið gegn 3. mgr. 42. gr. laga um loftferðir. Ákæruvaldið fer fram á að þær verði dæmdar til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Páll sagði að ákæruvaldið, hvers hlutverk er að sanna sekt, hafi ekki náð að færa sönnur á ásakanirnar sem eru settar fram og þá gerði hann athugasemdir við ákæruskjalið sjálft sem honum finnist óskýrt og gildishlaðið. Páll sagði þá að ákæruvaldið byggði mál sitt á frásögnum starfsfólks fyrirtækisins sem ætti í hlut, Icelandair, og lögreglufulltrúa sem hafi gengið mjög hart fram gegn konunum. Hann benti þá á að málflutningurinn byggðist meðal annars á fullyrðingum eins lögreglufulltrúa um að búið væri að loka dyrum flugvélarinnar þegar búið væri að sanna að svo var ekki. Flugfreyjurnar, sem vinna samkvæmt verklagsreglum, máttu ekki loka dyrunum fyrr en allir farþegar höfðu fengið sér sæti og tryggt væri að búið væri að loka farangurshólfunum fyrir ofan sætaraðirnar. Páll sagði Jórunni og Ragnheiði hafa nýtt stjórnarskrárvarinn rétt sinn til málfrelsis og mótmæla til að reyna að tryggja öryggi einstaklings sem var í hættu og falli það undir neyðaréttarsjónarmið og hjálparskyldu hvers manns.Tilgangurinn hafi ekki verið að trufla áætlunarflug Icelandair Hann sagði að það hefði ekki verið tilgangur þeirra að reyna að tefja áætlunarflug Icelandair með því að fremja „þaulskipulagt hættubrot“ því þær hafi leitast við að vernda einstakling fyrir yfirvofandi hættu með friðsamlegum aðgerðum. Þrátt fyrir að mótmælaaðgerðirnar hefðu mögulega valdið truflun hjá starfsfólki og seinkað brottför um fáeinar mínútur vegi lífshagsmunir Eze bersýnilega þyngra heldur en hagsmunir Icelandair og möguleg óþægindi farþega vegna fárra mínútna tafa. Ljóst sé að ekkert fjárhagslegt tjón hafi hlotist af mótmælaaðgerðunum. Páll sagði að yfirvöldum sé skylt að sýna friðsamlegum mótmælum skilning en bætti við að það hafi ekki verið tilfellið 26. maí 2016 því flugfreyjur og lögreglufulltrúar hefðu gengið hart fram gegn konunum. Hann sagði þá að það hefði vakið hjá sér óhug að heyra ákæruvaldið krefjast fangelsisvistar á þessum grunni og fyrir háttsemi ákærðu. Páll sagði í samtali við Stundina í gærkvöldi að það væri óeðlilegt að verjendur kvennanna hefðu ekki fengið afrit af upptökum af skýrslutökum yfir vitnum málsins. Páll og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, verjendur kvennanna, þurftu að gera sér ferð á skrifstofu héraðssaksóknara til að fá að hlusta á skýrslutökur yfir vitnunum. Þá segir Páll að hafi komið í ljós að lögreglumenn hafi spurt vitnin leiðandi spurninga og lagt áherslu á spurninguna hvort aðgerð kvennanna hefðu raskað öryggi vélarinnar. Dómsmál Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Lýsir því sem áfalli þegar kæran barst Jórunn Edda Helgadóttir segir það veita henni mikinn styrk að sjá hve margir vinir og félagar hafi verið mættir í dómssal í morgun til að sýna henni stuðning. 6. mars 2019 12:11 Mál tveggja kvenna sem reyndu að stöðva brottvísun tekið fyrir í dag Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hefst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 6. mars 2019 08:15 Segir lögreglu hafa haft ánægju af því að pína sig Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. mars 2019 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Í málflutningsræðu Páls Bergþórssonar, verjanda Jórunnar Eddu Helgadóttur, kom hann á framfæri alvarlegum athugasemdum við kæru ákæruvaldsins í aðalmeðferð íslenska ríkisins gegn Jórunni og Ragnheiði Freyju Kristínardóttur. Jórunn og Ragnheiður nýttu rétt sinn til að mótmæla í vél Icelandair morguninn 26. maí 2016 þegar þær stóðu upp og ávörpuðu farþega flugvélarinnar og sögðu að um borð væri hælisleitandi að nafni Eze Okafor sem verið væri að vísa ólöglega úr landi. Þær hvöttu farþega til að standa upp í þeim tilgangi að Eze fengi að vera áfram öruggur á Íslandi því ferðinni var heitið til Stokkhólms í Svíþjóð þaðan sem átti að senda hann aftur til heimalands síns, Nígeríu, en Eze er á flótta undan hryðjuverkasamtökunum Boko Haram og hefur þannig ástæðu til að óttast um líf sitt. Í samtali við fréttastofu sagði Ragnheiður að sér hefði brugðið að lesa um alvarleika þeirra saka sem bornar eru á hana í ákæruskjali í ljósi þess að hún hafi einungis talið sig hafa haft í frammi friðsamleg mótmæli í flugvél sem enn væri verið að ferma og þá hafi dyr flugvélarinnar staðið opnar. Hún taldi sig ekki með neinu móti ógna öryggi farþeganna um borð í vélinni í ljósi þessa en tekist var á um það fyrir dómi í dag hvort mótmælaaðgerðirnar hefðu ógnað öryggi farþeganna. Ákærur héraðssaksóknara eru alvarlegar. Konunum er meðal annars gefið að sök að hafa brotið í bága við 168. gr. almennra hegningarlaga en allt að sex ára fangelsisvist liggur við slíku broti og þá er þeim einnig gefið að sök að hafa brotið gegn 3. mgr. 42. gr. laga um loftferðir. Ákæruvaldið fer fram á að þær verði dæmdar til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Páll sagði að ákæruvaldið, hvers hlutverk er að sanna sekt, hafi ekki náð að færa sönnur á ásakanirnar sem eru settar fram og þá gerði hann athugasemdir við ákæruskjalið sjálft sem honum finnist óskýrt og gildishlaðið. Páll sagði þá að ákæruvaldið byggði mál sitt á frásögnum starfsfólks fyrirtækisins sem ætti í hlut, Icelandair, og lögreglufulltrúa sem hafi gengið mjög hart fram gegn konunum. Hann benti þá á að málflutningurinn byggðist meðal annars á fullyrðingum eins lögreglufulltrúa um að búið væri að loka dyrum flugvélarinnar þegar búið væri að sanna að svo var ekki. Flugfreyjurnar, sem vinna samkvæmt verklagsreglum, máttu ekki loka dyrunum fyrr en allir farþegar höfðu fengið sér sæti og tryggt væri að búið væri að loka farangurshólfunum fyrir ofan sætaraðirnar. Páll sagði Jórunni og Ragnheiði hafa nýtt stjórnarskrárvarinn rétt sinn til málfrelsis og mótmæla til að reyna að tryggja öryggi einstaklings sem var í hættu og falli það undir neyðaréttarsjónarmið og hjálparskyldu hvers manns.Tilgangurinn hafi ekki verið að trufla áætlunarflug Icelandair Hann sagði að það hefði ekki verið tilgangur þeirra að reyna að tefja áætlunarflug Icelandair með því að fremja „þaulskipulagt hættubrot“ því þær hafi leitast við að vernda einstakling fyrir yfirvofandi hættu með friðsamlegum aðgerðum. Þrátt fyrir að mótmælaaðgerðirnar hefðu mögulega valdið truflun hjá starfsfólki og seinkað brottför um fáeinar mínútur vegi lífshagsmunir Eze bersýnilega þyngra heldur en hagsmunir Icelandair og möguleg óþægindi farþega vegna fárra mínútna tafa. Ljóst sé að ekkert fjárhagslegt tjón hafi hlotist af mótmælaaðgerðunum. Páll sagði að yfirvöldum sé skylt að sýna friðsamlegum mótmælum skilning en bætti við að það hafi ekki verið tilfellið 26. maí 2016 því flugfreyjur og lögreglufulltrúar hefðu gengið hart fram gegn konunum. Hann sagði þá að það hefði vakið hjá sér óhug að heyra ákæruvaldið krefjast fangelsisvistar á þessum grunni og fyrir háttsemi ákærðu. Páll sagði í samtali við Stundina í gærkvöldi að það væri óeðlilegt að verjendur kvennanna hefðu ekki fengið afrit af upptökum af skýrslutökum yfir vitnum málsins. Páll og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, verjendur kvennanna, þurftu að gera sér ferð á skrifstofu héraðssaksóknara til að fá að hlusta á skýrslutökur yfir vitnunum. Þá segir Páll að hafi komið í ljós að lögreglumenn hafi spurt vitnin leiðandi spurninga og lagt áherslu á spurninguna hvort aðgerð kvennanna hefðu raskað öryggi vélarinnar.
Dómsmál Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Lýsir því sem áfalli þegar kæran barst Jórunn Edda Helgadóttir segir það veita henni mikinn styrk að sjá hve margir vinir og félagar hafi verið mættir í dómssal í morgun til að sýna henni stuðning. 6. mars 2019 12:11 Mál tveggja kvenna sem reyndu að stöðva brottvísun tekið fyrir í dag Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hefst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 6. mars 2019 08:15 Segir lögreglu hafa haft ánægju af því að pína sig Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. mars 2019 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Lýsir því sem áfalli þegar kæran barst Jórunn Edda Helgadóttir segir það veita henni mikinn styrk að sjá hve margir vinir og félagar hafi verið mættir í dómssal í morgun til að sýna henni stuðning. 6. mars 2019 12:11
Mál tveggja kvenna sem reyndu að stöðva brottvísun tekið fyrir í dag Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hefst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 6. mars 2019 08:15
Segir lögreglu hafa haft ánægju af því að pína sig Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. mars 2019 14:00