Lærir að meta litlu hlutina og að nýta hvern einasta dag Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2019 10:00 Ragnar Snær og Fanney með börnunum sínum. mynd/stöð 2 Ragnar Snær Njálsson dró fram handboltaskóna eftir sex ára hlé og lék sinn fyrsta leik með Stjörnunni í síðustu viku þegar að Garðbæingar töpuðu, 29-28, fyrir toppliði deildarinnar, Haukum. Undanfarna mánuði hefur Ragnar barist á öðrum vígstöðvum en eiginkona hans greindist með leghálskrabbamein og sonur þeirra var tekinn með keisaraskurði á rúmlega 29 vikna meðgöngu. „Ég og við öll höfum verið rosalega dugleg við það að vinna í andlega þættinum en þegar að þú lendir í svona áfalli eins og þegar að Fanney er greind með krabbamein gjörbreytist allt og maður lærir það á svipstundu að maður átti fullt inni. Það er ótrúlega margt sem maður lærir í svona ferli,“ segir Ragnar við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.Ragnar Snær Njálsson spilaði lengi með KA og HK og svo erlendis.mynd/stöð 2Kallinn að komast í stand „Maður lærir að meta litlu hlutina mikið betur og bara svona klisjur eins og að nýta hvern einasta dag og lifa núna.“ Ragnar stóð sig frábærlega miðað við lengd pásunnar en hann stóð vörnina eins og herforingi og var efstur í löglegum stöðvunum hjá Stjörnunni með sex stykki og kom með mikinn baráttuanda inn í liðið. „Maður hefur alltaf þráð að komast í boltann aftur. Þessi tímapunktur var ekkert verri en hver annar,“ segir Ragnar, en var ekkert erfitt að gíra sig upp í þennan fyrsta leik? „Ekki í hausnum. Ekki andlega. Líkaminn fylgir ekki alltaf alveg með en ég er búinn að vera í endurhæfingu og menn eru að koma kallinum í stand aftur. Þetta kemur hægt og bítandi,“ segir Ragnar Snær.Fanney með litla drenginn Erik Fjólar.mynd/stöð 2Langt síðan síðast Ragnar á tvö börn með konu sinni Fanney Eiríksdóttur sem hefur aldrei þekkt Ragnar sem handboltamann þrátt fyrir að það hafi verið líf hans hér áður fyrr. „Það eru svolítið mörg ár síðan að hann spilaði síðast. Á þeim tíma sem að við kynnumst er hann að hætta þannig að ég hef aldrei verið með honum sem handboltamanni,“ segir Fanney. „Þegar að hann sagðist ætla að prófa að mæta á einhverja æfingu hugsaði ég bara að hann ætti eftir að skemma á sér líkamann því hann er ekki í topp standi. En, hann elskar þetta og það er gaman að hann geti gert eitthvað sem hann hefur gaman að,“ segir Fanney Eiríksdóttir. Alla fréttina má sjá hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ Sjá meira
Ragnar Snær Njálsson dró fram handboltaskóna eftir sex ára hlé og lék sinn fyrsta leik með Stjörnunni í síðustu viku þegar að Garðbæingar töpuðu, 29-28, fyrir toppliði deildarinnar, Haukum. Undanfarna mánuði hefur Ragnar barist á öðrum vígstöðvum en eiginkona hans greindist með leghálskrabbamein og sonur þeirra var tekinn með keisaraskurði á rúmlega 29 vikna meðgöngu. „Ég og við öll höfum verið rosalega dugleg við það að vinna í andlega þættinum en þegar að þú lendir í svona áfalli eins og þegar að Fanney er greind með krabbamein gjörbreytist allt og maður lærir það á svipstundu að maður átti fullt inni. Það er ótrúlega margt sem maður lærir í svona ferli,“ segir Ragnar við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.Ragnar Snær Njálsson spilaði lengi með KA og HK og svo erlendis.mynd/stöð 2Kallinn að komast í stand „Maður lærir að meta litlu hlutina mikið betur og bara svona klisjur eins og að nýta hvern einasta dag og lifa núna.“ Ragnar stóð sig frábærlega miðað við lengd pásunnar en hann stóð vörnina eins og herforingi og var efstur í löglegum stöðvunum hjá Stjörnunni með sex stykki og kom með mikinn baráttuanda inn í liðið. „Maður hefur alltaf þráð að komast í boltann aftur. Þessi tímapunktur var ekkert verri en hver annar,“ segir Ragnar, en var ekkert erfitt að gíra sig upp í þennan fyrsta leik? „Ekki í hausnum. Ekki andlega. Líkaminn fylgir ekki alltaf alveg með en ég er búinn að vera í endurhæfingu og menn eru að koma kallinum í stand aftur. Þetta kemur hægt og bítandi,“ segir Ragnar Snær.Fanney með litla drenginn Erik Fjólar.mynd/stöð 2Langt síðan síðast Ragnar á tvö börn með konu sinni Fanney Eiríksdóttur sem hefur aldrei þekkt Ragnar sem handboltamann þrátt fyrir að það hafi verið líf hans hér áður fyrr. „Það eru svolítið mörg ár síðan að hann spilaði síðast. Á þeim tíma sem að við kynnumst er hann að hætta þannig að ég hef aldrei verið með honum sem handboltamanni,“ segir Fanney. „Þegar að hann sagðist ætla að prófa að mæta á einhverja æfingu hugsaði ég bara að hann ætti eftir að skemma á sér líkamann því hann er ekki í topp standi. En, hann elskar þetta og það er gaman að hann geti gert eitthvað sem hann hefur gaman að,“ segir Fanney Eiríksdóttir. Alla fréttina má sjá hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ Sjá meira