Setti met hjá Man. United í Meistaradeildinni í gær en fer í skólann á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2019 16:00 Mason Greenwood fagnar með Marcus Rashford eftir hið mikilvæga mark þess síðarnefnda. Getty/Chloe Knott Ole Gunnar Solskjær hefur náð frábærum árangri með lið Manchester United síðan að hann tók við liðinu í desember og í gær komst liðið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir að vera með tíu leikmenn frá vegna meiðsla og leikbanna. Ole Gunnar þekkir „Manchester United-leiðina“ betur en flestir enda spilaði hann í ellefu ár undir stjórn Sir Alex Ferguson. Sir Alex var alltaf óhræddur að gefa ungum leikmönnum tækifæri og það hefur Ole Gunnar gert líka. Í gær sendi hann hinn sautján ára gamla Mason Greenwood inn á völlinn á æsispennandi lokamínútum leiksins þegar Manchester United vann 3-1 útisigur á Paris Saint Germain og komst flestum að óvörum áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Mason Greenwood er fæddur í október 2001 og var þarna að spila sinn fyrsta mótsleik fyrir aðallið Manchester United. Hann varð um yngsti leikmaður Manchester United í Meistaradeildinni frá upphafi eða aðeins 17 ára og 156 daga gamall. Gerard Pique, núverandi leikmaður Barcelona, átti gamla félagsmetið hjá Manchester United.Mason Greenwood = the youngest-ever player to feature for @ManUtd in the #UCLpic.twitter.com/L4ReKcBfpW — UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 7, 2019Greenwood kom inná fyrir Ashley Young á 87. mínútu og spilað þrjár síðustu mínútur venjulegs leiktíma og svo níu mínútur af uppbótartíma. Manchester United fékk VAR-vítaspyrnu á þessum tíma og úr henni skoraði Marcus Rashford markið sem kom United-liðinu áfram. Þetta hafa verið ótrúlegir dagar fyrir hinn sautján ára gamla Mason Greenwood en það var örugglega nógu mikið stökk að fá að ferðast með aðalliðinu til Parísar hvað þá að spila síðan þessar sögulegu lokamínútur leiksins. Það breytir samt ekki því að Mason Greenwood þarf að mæta aftur í skólann á morgun. Hann er nemandi við Ashton on Mersey skólann. Manchester United er með samning við skólann um að leikmenn hjá knattspyrnuakademíu félagsins fái að stunda þar nám með fótboltaiðkun sinni. Táningarnir Brandon Williams, James Garner, Angel Gomes og Tahith Chong voru líka í hóp Manchester United á Parc des Princes leikvanginum í París í gærkvöldi.@_MasonGreenwood’s Week: Tuesday: Travels with @ManUtd first team to PSG. Wednesday: Makes @ManUtd debut in the @ChampionsLeague. Friday: Returns back to school. The highs and lows. pic.twitter.com/8Ie1l0OM4T — SPORF (@Sporf) March 6, 2019Manchester United have named five teenagers on their bench to face PSG: 19-year-old Diogo Dalot 19-year-old Tahith Chong 18-year-old Angel Gomes 17-year-old James Garner 17-year-old Mason Greenwood A huge night for all involved. pic.twitter.com/PWwma2nOi6 — Squawka News (@SquawkaNews) March 6, 2019 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Gáfu Manchester United aðeins þrjú prósent líkur Þetta var svo sannarlega vika óvæntra úrslita í Meistaradeildinni í fótbolta og líkindareikningurinn hjá þeim virtustu í faginu leit ekki vel út í leikslok á bæði þriðjudags- og miðvikudagskvöldið. 7. mars 2019 14:00 Fagnaði með Cantona og Ferguson á meðan kallað var eftir því að hann fengi starfið Ole Gunnar Solskjær er að reyna að setja einhver met í að vera elskaður á einum stað. 7. mars 2019 08:00 Lukaku um Solskjær: Hann vill vera áfram og við viljum hafa hann áfram Romelu Lukaku vill ekki missa Ole Gunnar Solskjær frá Manchester United. 7. mars 2019 15:00 Neville við Solskjær: Hversu langan samning viltu, hvað viltu í laun og hvar á styttan að vera? Ole Gunnar Solskjær er vinsælasti maðurinn á Old Trafford. 7. mars 2019 09:00 Hálft fjórða ár frá því að Solskjær var að þjálfa börn í Laugardalnum Ole Gunnar Solskjær stýrði liði sonar síns á Rey Cup í Reykjavík sumarið 2015. 7. mars 2019 10:30 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær hefur náð frábærum árangri með lið Manchester United síðan að hann tók við liðinu í desember og í gær komst liðið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir að vera með tíu leikmenn frá vegna meiðsla og leikbanna. Ole Gunnar þekkir „Manchester United-leiðina“ betur en flestir enda spilaði hann í ellefu ár undir stjórn Sir Alex Ferguson. Sir Alex var alltaf óhræddur að gefa ungum leikmönnum tækifæri og það hefur Ole Gunnar gert líka. Í gær sendi hann hinn sautján ára gamla Mason Greenwood inn á völlinn á æsispennandi lokamínútum leiksins þegar Manchester United vann 3-1 útisigur á Paris Saint Germain og komst flestum að óvörum áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Mason Greenwood er fæddur í október 2001 og var þarna að spila sinn fyrsta mótsleik fyrir aðallið Manchester United. Hann varð um yngsti leikmaður Manchester United í Meistaradeildinni frá upphafi eða aðeins 17 ára og 156 daga gamall. Gerard Pique, núverandi leikmaður Barcelona, átti gamla félagsmetið hjá Manchester United.Mason Greenwood = the youngest-ever player to feature for @ManUtd in the #UCLpic.twitter.com/L4ReKcBfpW — UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 7, 2019Greenwood kom inná fyrir Ashley Young á 87. mínútu og spilað þrjár síðustu mínútur venjulegs leiktíma og svo níu mínútur af uppbótartíma. Manchester United fékk VAR-vítaspyrnu á þessum tíma og úr henni skoraði Marcus Rashford markið sem kom United-liðinu áfram. Þetta hafa verið ótrúlegir dagar fyrir hinn sautján ára gamla Mason Greenwood en það var örugglega nógu mikið stökk að fá að ferðast með aðalliðinu til Parísar hvað þá að spila síðan þessar sögulegu lokamínútur leiksins. Það breytir samt ekki því að Mason Greenwood þarf að mæta aftur í skólann á morgun. Hann er nemandi við Ashton on Mersey skólann. Manchester United er með samning við skólann um að leikmenn hjá knattspyrnuakademíu félagsins fái að stunda þar nám með fótboltaiðkun sinni. Táningarnir Brandon Williams, James Garner, Angel Gomes og Tahith Chong voru líka í hóp Manchester United á Parc des Princes leikvanginum í París í gærkvöldi.@_MasonGreenwood’s Week: Tuesday: Travels with @ManUtd first team to PSG. Wednesday: Makes @ManUtd debut in the @ChampionsLeague. Friday: Returns back to school. The highs and lows. pic.twitter.com/8Ie1l0OM4T — SPORF (@Sporf) March 6, 2019Manchester United have named five teenagers on their bench to face PSG: 19-year-old Diogo Dalot 19-year-old Tahith Chong 18-year-old Angel Gomes 17-year-old James Garner 17-year-old Mason Greenwood A huge night for all involved. pic.twitter.com/PWwma2nOi6 — Squawka News (@SquawkaNews) March 6, 2019
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Gáfu Manchester United aðeins þrjú prósent líkur Þetta var svo sannarlega vika óvæntra úrslita í Meistaradeildinni í fótbolta og líkindareikningurinn hjá þeim virtustu í faginu leit ekki vel út í leikslok á bæði þriðjudags- og miðvikudagskvöldið. 7. mars 2019 14:00 Fagnaði með Cantona og Ferguson á meðan kallað var eftir því að hann fengi starfið Ole Gunnar Solskjær er að reyna að setja einhver met í að vera elskaður á einum stað. 7. mars 2019 08:00 Lukaku um Solskjær: Hann vill vera áfram og við viljum hafa hann áfram Romelu Lukaku vill ekki missa Ole Gunnar Solskjær frá Manchester United. 7. mars 2019 15:00 Neville við Solskjær: Hversu langan samning viltu, hvað viltu í laun og hvar á styttan að vera? Ole Gunnar Solskjær er vinsælasti maðurinn á Old Trafford. 7. mars 2019 09:00 Hálft fjórða ár frá því að Solskjær var að þjálfa börn í Laugardalnum Ole Gunnar Solskjær stýrði liði sonar síns á Rey Cup í Reykjavík sumarið 2015. 7. mars 2019 10:30 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Sjá meira
Gáfu Manchester United aðeins þrjú prósent líkur Þetta var svo sannarlega vika óvæntra úrslita í Meistaradeildinni í fótbolta og líkindareikningurinn hjá þeim virtustu í faginu leit ekki vel út í leikslok á bæði þriðjudags- og miðvikudagskvöldið. 7. mars 2019 14:00
Fagnaði með Cantona og Ferguson á meðan kallað var eftir því að hann fengi starfið Ole Gunnar Solskjær er að reyna að setja einhver met í að vera elskaður á einum stað. 7. mars 2019 08:00
Lukaku um Solskjær: Hann vill vera áfram og við viljum hafa hann áfram Romelu Lukaku vill ekki missa Ole Gunnar Solskjær frá Manchester United. 7. mars 2019 15:00
Neville við Solskjær: Hversu langan samning viltu, hvað viltu í laun og hvar á styttan að vera? Ole Gunnar Solskjær er vinsælasti maðurinn á Old Trafford. 7. mars 2019 09:00
Hálft fjórða ár frá því að Solskjær var að þjálfa börn í Laugardalnum Ole Gunnar Solskjær stýrði liði sonar síns á Rey Cup í Reykjavík sumarið 2015. 7. mars 2019 10:30