Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. mars 2019 15:15 Frá atkvæðagreiðslu Eflingar um verkfallið á morgun við hótel eitt í miðbæ Reykjavíkur. vísir/vilhelm Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en á morgun klukkan 10 hefst verkfall þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, Kjósarsýslu að Botnsá, í Hveragerði og Ölfusi. Það kemur því til álita hvort að hótelstjórar, og eftir atvikum framkvæmdastjórar á staðnum, geti gengið í störf ræstingafólks. „Það hefur alltaf verið þannig að þeir sem eru æðstu fulltrúar atvinnurekenda hafa þessa heimild. Það eru dómar fyrir því. Síðan er alltaf ágreiningur um það hversu neðarlega þú megir fara í stjórnendalistann til að segja að þeir megi það,“ segir Magnús Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, í samtali við Vísi.Verkfall nái ekki til eiganda fyrirtækis eða stjórnenda Hann nefnir til dæmis dóm varðandi það að forstjóra Flugleiða var heimilt að afgreiða í miðasölunni í Keflavík og ganga í öll störf. „Það er spurning hvort hótelstjórinn megi það eða framkvæmdastjórinn á staðnum. Já, líklega, en ekki þeir sem fara neðar, það myndum við segja,“ segir Magnús. Á vef ASÍ er fjallað ítarlega um það hverjir mega vinna í verkfalli. Þar kemur til dæmis fram að eiganda fyrirtækis sé heimilt að vinna í verkfalli og þá nær verkfall ekki til stjórnenda í fyrirtækjum. Samkvæmt vef ASÍ hefur þó verið talið að heimild stjórnenda til að starfa í verkfalli næði fyrst og fremst til stjórnunarstarfa og stjórnunarsviðs viðkomandi. Þannig væri honum ekki heimilt að ganga í störf undirmanna nema til þess að geta sinnt því sem telst vera hluti af eðlilegum störfum stjórnandans.Fékk skaðabætur vegna verkfallsvörslu á Keflavíkurflugvelli „Nokkrir dómar hafa fallið á undanförnum árum, sem breytt hafa þessari mynd. Af þeim má draga þá ályktun að framkvæmdastjóri eða æðsti yfirmaður í fyrirtæki geti gengið í hvaða störf sem er í fyrirtækinu, án tillits til þess hvort þau störf geti talist heyra undir starfssvið hans. Í verkfalli geti því framkvæmdastjóri haldið úti starfsemi fyrirtækis með því að hlaupa í skarðið,“ segir á vef ASÍ þar sem síðan er vísað í fyrrnefndan dóm varðandi forstjóra Flugleiða og hvaða störfum honum var heimilt að sinna: „Deilt var um rétt forstjóra Flugleiða hf. til að annast afgreiðslu farþega og afhendingu brottfararspjalda í flug. Einstaklingur sem hugðist fara í flug erlendis höfðaði skaðabótamál gegn stéttarfélagi sem hélt uppi verkfallsvörslu í flugstöð og kom í veg fyrir að forstjóri fyrirtækisins sem hafði tekið sér stöðu við afgreiðsluborð við innritun og afhendingu brottfararspjalda farþega gæti sinnt þeirri afgreiðslu. Taldi maðurinn að félagið hefði með ólögmætum hætti hindrað för sína. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að það bryti ekki í bága við ákvæði í lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur eða aðrar réttarreglur að forstjóri Flugleiða hf. innti af hendi framangreind störf í stað undirmanna sinna í verkfalli félagsmanna stéttarfélagsins. Voru manninum dæmdar skaðabætur af þessu tilefni.“Kæmi ekki á óvart ef upp kæmu vafamál Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir erfitt að segja hvort að einhverjir stjórnendur eða eigendur hótela og gistiheimila muni ganga í störf ræstingafólks á morgun. „Ég held að margir atvinnurekendur séu alveg með þessi lög á hreinu og vilja alveg fara eftir þeim. En það kæmi mér ekkert á óvart ef það kæmu upp einhver vafamál og hugsanlega einhver vísvitandi brot, það kæmi mér ekkert á óvart,“ segir Viðar. Verkfall Eflingar hefst, eins og áður segir, klukkan 10 og stendur til miðnættis annað kvöld. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Dómurinn kemur SA á óvart Ragnar Árnason, lögmaður Samtaka atvinnulífsins, segir að niðurstaða félagsdóms í máli SA gegn Eflingu hafi komið sér verulega á óvart. 7. mars 2019 13:20 „Við fáum að halda kvennaverkfall á morgun“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var sigri hrósandi eftir að Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að boðað verkfall stéttarfélagsins á morgun er löglegt. 7. mars 2019 13:22 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en á morgun klukkan 10 hefst verkfall þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, Kjósarsýslu að Botnsá, í Hveragerði og Ölfusi. Það kemur því til álita hvort að hótelstjórar, og eftir atvikum framkvæmdastjórar á staðnum, geti gengið í störf ræstingafólks. „Það hefur alltaf verið þannig að þeir sem eru æðstu fulltrúar atvinnurekenda hafa þessa heimild. Það eru dómar fyrir því. Síðan er alltaf ágreiningur um það hversu neðarlega þú megir fara í stjórnendalistann til að segja að þeir megi það,“ segir Magnús Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, í samtali við Vísi.Verkfall nái ekki til eiganda fyrirtækis eða stjórnenda Hann nefnir til dæmis dóm varðandi það að forstjóra Flugleiða var heimilt að afgreiða í miðasölunni í Keflavík og ganga í öll störf. „Það er spurning hvort hótelstjórinn megi það eða framkvæmdastjórinn á staðnum. Já, líklega, en ekki þeir sem fara neðar, það myndum við segja,“ segir Magnús. Á vef ASÍ er fjallað ítarlega um það hverjir mega vinna í verkfalli. Þar kemur til dæmis fram að eiganda fyrirtækis sé heimilt að vinna í verkfalli og þá nær verkfall ekki til stjórnenda í fyrirtækjum. Samkvæmt vef ASÍ hefur þó verið talið að heimild stjórnenda til að starfa í verkfalli næði fyrst og fremst til stjórnunarstarfa og stjórnunarsviðs viðkomandi. Þannig væri honum ekki heimilt að ganga í störf undirmanna nema til þess að geta sinnt því sem telst vera hluti af eðlilegum störfum stjórnandans.Fékk skaðabætur vegna verkfallsvörslu á Keflavíkurflugvelli „Nokkrir dómar hafa fallið á undanförnum árum, sem breytt hafa þessari mynd. Af þeim má draga þá ályktun að framkvæmdastjóri eða æðsti yfirmaður í fyrirtæki geti gengið í hvaða störf sem er í fyrirtækinu, án tillits til þess hvort þau störf geti talist heyra undir starfssvið hans. Í verkfalli geti því framkvæmdastjóri haldið úti starfsemi fyrirtækis með því að hlaupa í skarðið,“ segir á vef ASÍ þar sem síðan er vísað í fyrrnefndan dóm varðandi forstjóra Flugleiða og hvaða störfum honum var heimilt að sinna: „Deilt var um rétt forstjóra Flugleiða hf. til að annast afgreiðslu farþega og afhendingu brottfararspjalda í flug. Einstaklingur sem hugðist fara í flug erlendis höfðaði skaðabótamál gegn stéttarfélagi sem hélt uppi verkfallsvörslu í flugstöð og kom í veg fyrir að forstjóri fyrirtækisins sem hafði tekið sér stöðu við afgreiðsluborð við innritun og afhendingu brottfararspjalda farþega gæti sinnt þeirri afgreiðslu. Taldi maðurinn að félagið hefði með ólögmætum hætti hindrað för sína. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að það bryti ekki í bága við ákvæði í lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur eða aðrar réttarreglur að forstjóri Flugleiða hf. innti af hendi framangreind störf í stað undirmanna sinna í verkfalli félagsmanna stéttarfélagsins. Voru manninum dæmdar skaðabætur af þessu tilefni.“Kæmi ekki á óvart ef upp kæmu vafamál Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir erfitt að segja hvort að einhverjir stjórnendur eða eigendur hótela og gistiheimila muni ganga í störf ræstingafólks á morgun. „Ég held að margir atvinnurekendur séu alveg með þessi lög á hreinu og vilja alveg fara eftir þeim. En það kæmi mér ekkert á óvart ef það kæmu upp einhver vafamál og hugsanlega einhver vísvitandi brot, það kæmi mér ekkert á óvart,“ segir Viðar. Verkfall Eflingar hefst, eins og áður segir, klukkan 10 og stendur til miðnættis annað kvöld.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Dómurinn kemur SA á óvart Ragnar Árnason, lögmaður Samtaka atvinnulífsins, segir að niðurstaða félagsdóms í máli SA gegn Eflingu hafi komið sér verulega á óvart. 7. mars 2019 13:20 „Við fáum að halda kvennaverkfall á morgun“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var sigri hrósandi eftir að Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að boðað verkfall stéttarfélagsins á morgun er löglegt. 7. mars 2019 13:22 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02
Dómurinn kemur SA á óvart Ragnar Árnason, lögmaður Samtaka atvinnulífsins, segir að niðurstaða félagsdóms í máli SA gegn Eflingu hafi komið sér verulega á óvart. 7. mars 2019 13:20
„Við fáum að halda kvennaverkfall á morgun“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var sigri hrósandi eftir að Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að boðað verkfall stéttarfélagsins á morgun er löglegt. 7. mars 2019 13:22