Manafort fékk tæplega fjögurra ára fangelsisdóm Kjartan Kjartansson skrifar 8. mars 2019 07:28 Manafort var kosningastjóri Trump þar til í ágúst árið 2016. Þá komu fram gögn um að hann hefði þegið milljónir dollara á laun frá forseta Úkraínu sem var hallur undir Rússa. AP/José Luis Magana Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump forseta, var í nótt dæmdur í fjörutíu og sjö mánaða fangelsi fyrir skattasvik og fyrir að svíkja út baknalán. Manafort var sakfelldur í fyrra en refsing hans var uppkveðin af dómara í Virginíu í nótt. Fangelsisvistin sem Manafort var dæmdur í er langt undir refsiramma brotanna sem hann var sakfelldur fyrir. Hann hefði getað verið dæmdur í allt að tuttugu ára fangelsi vegna brotanna, að sögn Washington Post. Auk fangelsisvistarinnar þarf Manafort, sem er 69 ára gamall, að greiða til baka 24 milljónir dollara og greiða fimmtíu þúsund dala sekt í ríkissjóð. Til viðbótar fær hann síðan refsingu ákvarðaða í öðru máli í næstu viku, en þar var hann sakfelldur fyrir að vinna sem málsvari fyrir erlent ríki án þess að skrá sig sem slíkur eins og bandarísk lög kveða á um. Málið gegn Manafort kom upp eftir að Robert Mueller hóf rannsókn sína á tengslum Rússa við Donald Trump og framboð hans. Búist er við að Mueller ljúki rannsókn sinni á næstu dögum eða vikum. „Síðustu tvö ár hefur verið erfiðustu ár fjölskyldunnar minnar og mín sjálfs. Að segja að ég sé niðurlægður og skammist mín væri stórkostlegur úrdráttur,“ sagði Manafort þegar hann bað dómarann í málinu um að sýna sér mildi. Manafort hefur þegar afplánað níu mánuði í fangelsi og gæti hann því átt innan við þrjú ár eftir af refsingunni ef hann hegðar sér vel. Hann á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi í hinu málinu sem rekið er í Washington-borg. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort deildi gögnum með fyrrum starfsmanni sem tengdist rússnesku leyniþjónustunni Fyrrum kosningastjóri Bandaríkjaforseta, Donald Trump, dreifði gögnum úr kosningabaráttunni með rússneskum fyrrum starfsmanni sínum. Sá hefur tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. 8. janúar 2019 20:38 Manafort sekur um lygar Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, braut samkomulag sem hann gerði við Robert Mueller, sérstakan saksóknara, með því að ljúga að saksóknurum. 14. febrúar 2019 07:45 Manafort sagður forhertur glæpamaður í nýrri greinargerð Muellers Greinargerðin var send dómara í Washington vegna ákvörðunar refsingar Manaforts fyrir samsæri sem hann var sakfelldur fyrir í september. 23. febrúar 2019 23:15 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Sjá meira
Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump forseta, var í nótt dæmdur í fjörutíu og sjö mánaða fangelsi fyrir skattasvik og fyrir að svíkja út baknalán. Manafort var sakfelldur í fyrra en refsing hans var uppkveðin af dómara í Virginíu í nótt. Fangelsisvistin sem Manafort var dæmdur í er langt undir refsiramma brotanna sem hann var sakfelldur fyrir. Hann hefði getað verið dæmdur í allt að tuttugu ára fangelsi vegna brotanna, að sögn Washington Post. Auk fangelsisvistarinnar þarf Manafort, sem er 69 ára gamall, að greiða til baka 24 milljónir dollara og greiða fimmtíu þúsund dala sekt í ríkissjóð. Til viðbótar fær hann síðan refsingu ákvarðaða í öðru máli í næstu viku, en þar var hann sakfelldur fyrir að vinna sem málsvari fyrir erlent ríki án þess að skrá sig sem slíkur eins og bandarísk lög kveða á um. Málið gegn Manafort kom upp eftir að Robert Mueller hóf rannsókn sína á tengslum Rússa við Donald Trump og framboð hans. Búist er við að Mueller ljúki rannsókn sinni á næstu dögum eða vikum. „Síðustu tvö ár hefur verið erfiðustu ár fjölskyldunnar minnar og mín sjálfs. Að segja að ég sé niðurlægður og skammist mín væri stórkostlegur úrdráttur,“ sagði Manafort þegar hann bað dómarann í málinu um að sýna sér mildi. Manafort hefur þegar afplánað níu mánuði í fangelsi og gæti hann því átt innan við þrjú ár eftir af refsingunni ef hann hegðar sér vel. Hann á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi í hinu málinu sem rekið er í Washington-borg.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort deildi gögnum með fyrrum starfsmanni sem tengdist rússnesku leyniþjónustunni Fyrrum kosningastjóri Bandaríkjaforseta, Donald Trump, dreifði gögnum úr kosningabaráttunni með rússneskum fyrrum starfsmanni sínum. Sá hefur tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. 8. janúar 2019 20:38 Manafort sekur um lygar Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, braut samkomulag sem hann gerði við Robert Mueller, sérstakan saksóknara, með því að ljúga að saksóknurum. 14. febrúar 2019 07:45 Manafort sagður forhertur glæpamaður í nýrri greinargerð Muellers Greinargerðin var send dómara í Washington vegna ákvörðunar refsingar Manaforts fyrir samsæri sem hann var sakfelldur fyrir í september. 23. febrúar 2019 23:15 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Sjá meira
Manafort deildi gögnum með fyrrum starfsmanni sem tengdist rússnesku leyniþjónustunni Fyrrum kosningastjóri Bandaríkjaforseta, Donald Trump, dreifði gögnum úr kosningabaráttunni með rússneskum fyrrum starfsmanni sínum. Sá hefur tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. 8. janúar 2019 20:38
Manafort sekur um lygar Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, braut samkomulag sem hann gerði við Robert Mueller, sérstakan saksóknara, með því að ljúga að saksóknurum. 14. febrúar 2019 07:45
Manafort sagður forhertur glæpamaður í nýrri greinargerð Muellers Greinargerðin var send dómara í Washington vegna ákvörðunar refsingar Manaforts fyrir samsæri sem hann var sakfelldur fyrir í september. 23. febrúar 2019 23:15