Erlent

Rafmagnsleysi lamar Venesúela

Kjartan Kjartansson skrifar
Íbúi í Caracas lýsir upp myrkrið með farsíma.
Íbúi í Caracas lýsir upp myrkrið með farsíma. Vísir/EPA
Víðtækt rafmagnsleysi skall á í Venesúela í nótt, eitt það víðtækasta í manna minnum og segja sumar heimildir að það hafi náð til tuttugu og tveggja af þeim tuttugu og þremur fylkjum sem eru í landinu. Rafmagnið fór meðal annars af höfuðborginni Caracas, sem hingað til hefur sloppið að mestu, á háannatíma í gær.

Raforkukerfi Venesúela, sem byggir á vatnsaflsvirkjun, hefur lengi fengið að drabbast niður. Ríkisstjórn Nicolasar Maduro forseta fullyrðir engu að síður að stjórnarandstaðan í landinu hafi unnið skemmdarverk sem hafi valdið rafmagnsleysinu.

Flugferðir voru felldar niður á flugvellinum í Caracas vegna rafmagnsleysisins og neyddust þúsundir starfsmanna þar til þess að ganga heim til sín, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar sem hefur lýst sig lögmætan handhafa forsetavalds í landinu, lofaði því að ljósin myndu aftur kvikna þegar Maduro væri komið frá völdum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×