Hótelþernur segja samskipti við yfirmenn streituvaldandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. mars 2019 10:06 Verkfall hótelþerna hófst klukkan tíu í morgun. Vísir/vilhelm Vinnuumhverfi hótelþerna er í mörgum tilvikum mjög ábótavant en nær 70% hótelþerna segja samskipti við næsta yfirmann streituvaldandi. Þá hafa 3% hótelþerna orðið fyrir kynferðislegri áreitni í vinnu. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Vinnueftirlitið gerði meðal starfsfólks 36 hótela. Verkfall hótelþerna hófst klukkan tíu í morgun.Margt sem má bæta í vinnuumhverfi hótelþerna Vinnueftirlitið hóf vinnuverndarátak á hótelum í lok árs 2017 en skýrsla með helstu niðurstöðum átaksins var birt á vef eftirlitsins í gær. Heimsótt voru 36 hótel með 10 starfsmenn eða fleiri. Markmiðið með átakinu var að kanna vinnuumhverfi starfsfólks við hótelþrif á Íslandi og meta vinnuaðstæður og álag. Gerð var spurningalistakönnun meðal starfsmanna við hótelþrif og úttekt á vinnuumhverfi þeirra auk þess sem virkni almenns vinnuverndarstarfs hjá hótelunum var könnuð. Stærstur hluti þátttakenda í spurningalistakönnuninni voru konur (84%) af 22 þjóðernum. Flestir voru þátttakendur frá Póllandi (53%), 11% frá Litáen og 7% frá Íslandi. Á 25 vinnustöðum eða í tæplega 70% tilvika þurfti að gefa fyrirmæli varðandi áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað, þ.m.t. áhættumat og áætlun um forvarnir, og voru það algengustu fyrirmælin. „Í ljósi niðurstaðna átaksins er rík ástæða til þess að hvetja forsvarsmenn hótela og gististaða til þess gera eða fara yfir gildandi áætlun vinnustaðarins um öryggi og heilbrigði. Samkvæmt niðurstöðum eftirlitsátaks er margt sem má bæta í vinnuumhverfi starfsfólks við hótelþrif.“ Samskiptum við yfirmenn oft ábótavant Samtals svöruðu spurningalistanum 196 hótelþernur, af 782 starfsmönnum sem störfuðu hjá hótelunum í heild. Niðurstöður könnunarinnar sýndu til að mynda að rúm 3% þeirra sem starfa við hótelþrif hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni í vinnunni. 2,6% töldu vinnufélaga hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustaðnum en langstærstur hluti svarenda svaraði báðum spurningum neitandi (95,5% og 92,7%). Þegar starfsmenn voru spurðir um hvort næsti yfirmaður deildi verkefnum á hlutlægan og réttlátan hátt niður á starfsmenn voru um 18% sem svöruðu fremur sjaldan, mjög sjaldan eða aldrei. Einn af hverjum fimm starfsmönnum eða rúm 20% töldu næsta yfirmann sinn fremur sjaldan, mjög sjaldan eða aldrei gæta réttlætis og jafnræðis í framkomu sinni við starfsmenn. Rúm 67% starfsmanna svöruðu því til að fremur oft, mjög oft eða alltaf væru samskipti við næsta yfirmann að valda þeim streitu.Skýrsla Vinnueftirlitsins í heild. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföll heilmikið áfall fyrir hótelin Verkfall hótelþerna í Eflingu mun valda því að þjónusta hótela skerðist. Fólk í hótelgeiranum segir aðgerðirnar þegar hafa valdið tjóni og óttast frekari verkföll. Formaður Eflingar segir þá sem styðja raunverulega kvenréttindabaráttu hljóti að fagna. 8. mars 2019 06:00 Efling gagnrýnir hótelrekendur sem ætla sér að stunda verkfallsbrot Stéttarfélagið Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hótelrekendur sem hafa í hyggju að stunda verkfallsbrot eru harðlega gagnrýndir. Verkföllin hefjast á meðal hótelþerna á morgun, 8. mars, sem einnig er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. 7. mars 2019 22:14 "Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi?“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir fullyrðingar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu þess efnis að laun Eflingarfólks hafi hækkað um 75 prósent í evrum talið síðustu fimm ár. 8. mars 2019 09:06 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira
Vinnuumhverfi hótelþerna er í mörgum tilvikum mjög ábótavant en nær 70% hótelþerna segja samskipti við næsta yfirmann streituvaldandi. Þá hafa 3% hótelþerna orðið fyrir kynferðislegri áreitni í vinnu. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Vinnueftirlitið gerði meðal starfsfólks 36 hótela. Verkfall hótelþerna hófst klukkan tíu í morgun.Margt sem má bæta í vinnuumhverfi hótelþerna Vinnueftirlitið hóf vinnuverndarátak á hótelum í lok árs 2017 en skýrsla með helstu niðurstöðum átaksins var birt á vef eftirlitsins í gær. Heimsótt voru 36 hótel með 10 starfsmenn eða fleiri. Markmiðið með átakinu var að kanna vinnuumhverfi starfsfólks við hótelþrif á Íslandi og meta vinnuaðstæður og álag. Gerð var spurningalistakönnun meðal starfsmanna við hótelþrif og úttekt á vinnuumhverfi þeirra auk þess sem virkni almenns vinnuverndarstarfs hjá hótelunum var könnuð. Stærstur hluti þátttakenda í spurningalistakönnuninni voru konur (84%) af 22 þjóðernum. Flestir voru þátttakendur frá Póllandi (53%), 11% frá Litáen og 7% frá Íslandi. Á 25 vinnustöðum eða í tæplega 70% tilvika þurfti að gefa fyrirmæli varðandi áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað, þ.m.t. áhættumat og áætlun um forvarnir, og voru það algengustu fyrirmælin. „Í ljósi niðurstaðna átaksins er rík ástæða til þess að hvetja forsvarsmenn hótela og gististaða til þess gera eða fara yfir gildandi áætlun vinnustaðarins um öryggi og heilbrigði. Samkvæmt niðurstöðum eftirlitsátaks er margt sem má bæta í vinnuumhverfi starfsfólks við hótelþrif.“ Samskiptum við yfirmenn oft ábótavant Samtals svöruðu spurningalistanum 196 hótelþernur, af 782 starfsmönnum sem störfuðu hjá hótelunum í heild. Niðurstöður könnunarinnar sýndu til að mynda að rúm 3% þeirra sem starfa við hótelþrif hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni í vinnunni. 2,6% töldu vinnufélaga hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustaðnum en langstærstur hluti svarenda svaraði báðum spurningum neitandi (95,5% og 92,7%). Þegar starfsmenn voru spurðir um hvort næsti yfirmaður deildi verkefnum á hlutlægan og réttlátan hátt niður á starfsmenn voru um 18% sem svöruðu fremur sjaldan, mjög sjaldan eða aldrei. Einn af hverjum fimm starfsmönnum eða rúm 20% töldu næsta yfirmann sinn fremur sjaldan, mjög sjaldan eða aldrei gæta réttlætis og jafnræðis í framkomu sinni við starfsmenn. Rúm 67% starfsmanna svöruðu því til að fremur oft, mjög oft eða alltaf væru samskipti við næsta yfirmann að valda þeim streitu.Skýrsla Vinnueftirlitsins í heild.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföll heilmikið áfall fyrir hótelin Verkfall hótelþerna í Eflingu mun valda því að þjónusta hótela skerðist. Fólk í hótelgeiranum segir aðgerðirnar þegar hafa valdið tjóni og óttast frekari verkföll. Formaður Eflingar segir þá sem styðja raunverulega kvenréttindabaráttu hljóti að fagna. 8. mars 2019 06:00 Efling gagnrýnir hótelrekendur sem ætla sér að stunda verkfallsbrot Stéttarfélagið Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hótelrekendur sem hafa í hyggju að stunda verkfallsbrot eru harðlega gagnrýndir. Verkföllin hefjast á meðal hótelþerna á morgun, 8. mars, sem einnig er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. 7. mars 2019 22:14 "Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi?“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir fullyrðingar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu þess efnis að laun Eflingarfólks hafi hækkað um 75 prósent í evrum talið síðustu fimm ár. 8. mars 2019 09:06 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira
Verkföll heilmikið áfall fyrir hótelin Verkfall hótelþerna í Eflingu mun valda því að þjónusta hótela skerðist. Fólk í hótelgeiranum segir aðgerðirnar þegar hafa valdið tjóni og óttast frekari verkföll. Formaður Eflingar segir þá sem styðja raunverulega kvenréttindabaráttu hljóti að fagna. 8. mars 2019 06:00
Efling gagnrýnir hótelrekendur sem ætla sér að stunda verkfallsbrot Stéttarfélagið Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hótelrekendur sem hafa í hyggju að stunda verkfallsbrot eru harðlega gagnrýndir. Verkföllin hefjast á meðal hótelþerna á morgun, 8. mars, sem einnig er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. 7. mars 2019 22:14
"Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi?“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir fullyrðingar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu þess efnis að laun Eflingarfólks hafi hækkað um 75 prósent í evrum talið síðustu fimm ár. 8. mars 2019 09:06