Vandræðalaust hjá Juventus sem hvíldi lykilmenn Anton Ingi Leifsson skrifar 8. mars 2019 21:30 Kean fagnar marki í kvöld. vísir/getty Juventus lenti í engum vandræðum með Udinese er liðin mættust í ítalska boltanum í kvöld. Toppliðið vann þá 4-1 sigur þrátt fyrir hvíld marga lykilmanna. Giorgio Chiellini, Cristiano Ronaldo, Paulo Dybala, Mario Mandzukic og Leonardo Bonucci voru á meðal þeirra sem byrjuðu á bekknum í kvöld enda á Juventus mikilvægan leik í Meistaradeildinni á þriðjudaginn. Það kom þó ekki að sök og voru heimamenn í Juve komnir í 2-0 yfir 39 mínútur. Fyrstu tvö mörk leiksins gerði hinn ungi og efnilegi framherji, Moise Kean. Emre Can bætti við marki úr vítaspyrnu á 67. mínútu og fjórum mínútum síðar var það Blaise Matuidi sem skoraði fjórða markið. Maðurinn með skemmtilega nafnið, Kevin Lasagna, minnkaði muninn fyir Udinese sex mínútum fyrir leikslok en nær komust þeir ekki og lokatölur 4-1. Juventus er með nítján stiga forskot á toppi deildarinnar en Napoli á leik til góða. Udinese er í fimmtánda sætinu, sjö stigum fyrir ofan fallsæti. Ítalski boltinn
Juventus lenti í engum vandræðum með Udinese er liðin mættust í ítalska boltanum í kvöld. Toppliðið vann þá 4-1 sigur þrátt fyrir hvíld marga lykilmanna. Giorgio Chiellini, Cristiano Ronaldo, Paulo Dybala, Mario Mandzukic og Leonardo Bonucci voru á meðal þeirra sem byrjuðu á bekknum í kvöld enda á Juventus mikilvægan leik í Meistaradeildinni á þriðjudaginn. Það kom þó ekki að sök og voru heimamenn í Juve komnir í 2-0 yfir 39 mínútur. Fyrstu tvö mörk leiksins gerði hinn ungi og efnilegi framherji, Moise Kean. Emre Can bætti við marki úr vítaspyrnu á 67. mínútu og fjórum mínútum síðar var það Blaise Matuidi sem skoraði fjórða markið. Maðurinn með skemmtilega nafnið, Kevin Lasagna, minnkaði muninn fyir Udinese sex mínútum fyrir leikslok en nær komust þeir ekki og lokatölur 4-1. Juventus er með nítján stiga forskot á toppi deildarinnar en Napoli á leik til góða. Udinese er í fimmtánda sætinu, sjö stigum fyrir ofan fallsæti.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti