Stofnandi nuddstofunnar þar sem Kraft var gómaður horfði á Superbowl með Trump Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2019 15:30 Robert Kraft, eigandi New England Patriots, og vinur Donald Trump til langs tíma. AP/Chris O'Meara Konan sem stofnaði nuddstofuna þar sem Robert Kraft, eigandi New England Patriots, er sakaður um að hafa keypt sér vændi, fagnaði Superbowl-sigri Patriots með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og vini Kraft. Konan, sem heitir Li Yang, en er kölluð Cindy, er reglulegur gestur í klúbbum Trump og hefur þar að auki komið í Hvíta húsið. Kraft er sakaður um að hafa borgað fyrir munnmök að morgni 20. janúar og er lögreglan með myndband af Kraft. Hann þvertekur þó fyrir það að hafa brotið lög. Yang segist hafa selt umrædda nuddstofu fyrir löngu síðan en nokkrar nuddstofur eru þó enn í eigu fjölskyldu hennar. Engin af þeim tíu nuddstofum sem hefur verið lokað að undanförnu vegna mansals og vændis er skráð í eigu hennar eða fjölskyldu hennar.Samkvæmt ítarlegri umfjöllun Miami Herald hafa nuddstaðir fjölskyldunnar þó vakið athygli lögregluembætta vegna gruns um vændi. Þar að auki fundu blaðamenn fundu víða umræður á netinu þar sem menn ræða um vændiskaup þar sem nuddstofur fjölskyldunnar eru nefndir. „Ef þú vilt einfalt nudd og tog, þá er þetta mögulega besti staðurinn á West Palm Beach,“ sagði einni maður á netinu. Starfsmaður annarrar nuddstofu í eigu fjölskyldunnar sagði lögreglu árið 2016 að starfsmenn væru að stunda vændi. Sú kona segist hafa verið að vinna á nuddstofunni og segir að þegar hún hafi fundið smokka í ruslinu hafi hún fengið vin sinn sem talaði ensku til að hringja í lögregluna. Þá sagði hún Miami Herald frá því að viðskiptavinur hefði eitt sinn krafist þess að hún hefði munnmök við hann. Eftir að hún hljóp grátandi út, var hún skömmuð fyrir að móðga viðskiptavininn. Blaðamenn Miami Herald fundu fjölmargar vísbendingar um að vændi hafi verið stundað á nuddstofum Yang. Í samtali við Herald sagði Yang hvorki hún né fjölskylda hennar hefðu nokkurn tímann brotið lögin. Hún vildi ekki svara spurningum um hvort hún hefði vitað af ásökununum um að vændi væri stundað á nuddstofum hennar. Þá sagðist hún væri hætt að reka nuddstofur og væri að flytja til Washington DC. Yang segist þar að auki ekki þekkja Trump persónulega. Hann hafi bara starfað sem sjálfboðaliði á kosningatengdum viðburðum og hafi sótt einhverja viðburði í klúbbum hans. Miami Herald segir engin ummerki um að Yang hafi haft áhuga á stjórnmálum fyrir forsetakosningarnar 2016. Fyrir þær hafi hún ekki kosið í tíu ár. Eftir kosningarnar hafi hún hins vegar mætt á fjölmarga viðburði Repúblikanaflokksins með allri austurströnd Bandaríkjanna. Á Facebook síðu hennar fundu blaðamenn fjölmargar myndir af henni með ýmsum aðilum sem koma að stjórnmálum í Bandaríkjunum. Þar á meðal eru Donald Trump, synir hans Trump yngri og Eric, Ron DeSantis ríkisstjóri Flórída, Rick Scott þingmaður og Sarah Palin. Enginn sem Miami Herald ræddi við sagðist kannast við Yang. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Eigandi Patriots þvertekur fyrir að hafa keypt vændi Kraft mun hafa verið tvisvar sinnum kvikmyndaður við kynmök á nuddstofu í Flórída, með földum myndavélum lögreglu. 23. febrúar 2019 09:49 Kraft fór á vændishúsið sama dag og Patriots lék gegn Kansas City Hinn 77 ára gamli Robert Kraft, eigandi NFL-meistara New England Patriots, hefur verið kærður fyrir að kaupa sér vændisþjónustu í tvígang í Flórída. 26. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Fleiri fréttir Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Sjá meira
Konan sem stofnaði nuddstofuna þar sem Robert Kraft, eigandi New England Patriots, er sakaður um að hafa keypt sér vændi, fagnaði Superbowl-sigri Patriots með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og vini Kraft. Konan, sem heitir Li Yang, en er kölluð Cindy, er reglulegur gestur í klúbbum Trump og hefur þar að auki komið í Hvíta húsið. Kraft er sakaður um að hafa borgað fyrir munnmök að morgni 20. janúar og er lögreglan með myndband af Kraft. Hann þvertekur þó fyrir það að hafa brotið lög. Yang segist hafa selt umrædda nuddstofu fyrir löngu síðan en nokkrar nuddstofur eru þó enn í eigu fjölskyldu hennar. Engin af þeim tíu nuddstofum sem hefur verið lokað að undanförnu vegna mansals og vændis er skráð í eigu hennar eða fjölskyldu hennar.Samkvæmt ítarlegri umfjöllun Miami Herald hafa nuddstaðir fjölskyldunnar þó vakið athygli lögregluembætta vegna gruns um vændi. Þar að auki fundu blaðamenn fundu víða umræður á netinu þar sem menn ræða um vændiskaup þar sem nuddstofur fjölskyldunnar eru nefndir. „Ef þú vilt einfalt nudd og tog, þá er þetta mögulega besti staðurinn á West Palm Beach,“ sagði einni maður á netinu. Starfsmaður annarrar nuddstofu í eigu fjölskyldunnar sagði lögreglu árið 2016 að starfsmenn væru að stunda vændi. Sú kona segist hafa verið að vinna á nuddstofunni og segir að þegar hún hafi fundið smokka í ruslinu hafi hún fengið vin sinn sem talaði ensku til að hringja í lögregluna. Þá sagði hún Miami Herald frá því að viðskiptavinur hefði eitt sinn krafist þess að hún hefði munnmök við hann. Eftir að hún hljóp grátandi út, var hún skömmuð fyrir að móðga viðskiptavininn. Blaðamenn Miami Herald fundu fjölmargar vísbendingar um að vændi hafi verið stundað á nuddstofum Yang. Í samtali við Herald sagði Yang hvorki hún né fjölskylda hennar hefðu nokkurn tímann brotið lögin. Hún vildi ekki svara spurningum um hvort hún hefði vitað af ásökununum um að vændi væri stundað á nuddstofum hennar. Þá sagðist hún væri hætt að reka nuddstofur og væri að flytja til Washington DC. Yang segist þar að auki ekki þekkja Trump persónulega. Hann hafi bara starfað sem sjálfboðaliði á kosningatengdum viðburðum og hafi sótt einhverja viðburði í klúbbum hans. Miami Herald segir engin ummerki um að Yang hafi haft áhuga á stjórnmálum fyrir forsetakosningarnar 2016. Fyrir þær hafi hún ekki kosið í tíu ár. Eftir kosningarnar hafi hún hins vegar mætt á fjölmarga viðburði Repúblikanaflokksins með allri austurströnd Bandaríkjanna. Á Facebook síðu hennar fundu blaðamenn fjölmargar myndir af henni með ýmsum aðilum sem koma að stjórnmálum í Bandaríkjunum. Þar á meðal eru Donald Trump, synir hans Trump yngri og Eric, Ron DeSantis ríkisstjóri Flórída, Rick Scott þingmaður og Sarah Palin. Enginn sem Miami Herald ræddi við sagðist kannast við Yang.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Eigandi Patriots þvertekur fyrir að hafa keypt vændi Kraft mun hafa verið tvisvar sinnum kvikmyndaður við kynmök á nuddstofu í Flórída, með földum myndavélum lögreglu. 23. febrúar 2019 09:49 Kraft fór á vændishúsið sama dag og Patriots lék gegn Kansas City Hinn 77 ára gamli Robert Kraft, eigandi NFL-meistara New England Patriots, hefur verið kærður fyrir að kaupa sér vændisþjónustu í tvígang í Flórída. 26. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Fleiri fréttir Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Sjá meira
Eigandi Patriots þvertekur fyrir að hafa keypt vændi Kraft mun hafa verið tvisvar sinnum kvikmyndaður við kynmök á nuddstofu í Flórída, með földum myndavélum lögreglu. 23. febrúar 2019 09:49
Kraft fór á vændishúsið sama dag og Patriots lék gegn Kansas City Hinn 77 ára gamli Robert Kraft, eigandi NFL-meistara New England Patriots, hefur verið kærður fyrir að kaupa sér vændisþjónustu í tvígang í Flórída. 26. febrúar 2019 12:30