Aðalfundur Icelandair samþykkti að greiða ekki arð til hluthafa félagsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. mars 2019 18:01 Síðasta rekstrarár reyndist flugfélaginu Icelandair erfitt. Vísir/Vilhelm Aðalfundur Icelandair Group fór fram í dag. Á fundinum var meðal annars samþykkt tillaga þess efnis að greiða ekki arð til hluthafa félagsins fyrir rekstrarárið 2018. Frá þessu er greint í tilkynningu. Síðasta ár reyndist flugfélaginu erfitt þar sem það tapaði 6,6 milljörðum króna. Björgólfur Jóhannsson sagði upp forstjórastöðunni í ágúst síðastliðnum í kjölfar þess að Icelandair lækkað afkomuspá sína um 80 til 100 milljónir dollara EBITDA fyrir árið. Var það í annað sinn á tveimur mánuðum sem félagið lækkaði afkomuspána. Bogi Nils Bogason tók við forstjórastöðunni en í september var á þriðja tug starfsmanna sagt upp hjá félaginu. Á aðalfundinum í dag var ný stjórn Icelandair Group kosin og kemur Svafa Grönfeldt ný inn í stjórnina. Úlfar Steindórsson er áfram formaður stjórnar og Ómar Benediktsson er varaformaður. Aðalfundurinn samþykkti tillögu stjórnarinnar um þóknun til stjórnarmanna en samkvæmt henni verða stjórnar- og nefndarlaun sem hér segir: „Stjórnarmenn fái 330.000 krónur á mánuði, formaður fái 660.000 krónur á mánuði, varaformaður fái 495.000 krónur á mánuði, nefndarmenn í undirnefndum fái 120.000 krónur á mánuði, formaður endurskoðunarnefndar fái 275.000 krónur á mánuði og formaður starfskjaranefndar 150.000 krónur á mánuði. Stjórn mun ákveða þóknun fyrir setu aðila sem tilnefndir eru af hluthöfum í tilnefningarnefnd og skal greitt fyrir fjölda unninna tíma, verði tillaga um að koma á fót tilnefningarnefnd samþykkt.“Nánar má lesa um niðurstöður aðalfundar Icelandair Group hér. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Aðalfundur Icelandair Group fór fram í dag. Á fundinum var meðal annars samþykkt tillaga þess efnis að greiða ekki arð til hluthafa félagsins fyrir rekstrarárið 2018. Frá þessu er greint í tilkynningu. Síðasta ár reyndist flugfélaginu erfitt þar sem það tapaði 6,6 milljörðum króna. Björgólfur Jóhannsson sagði upp forstjórastöðunni í ágúst síðastliðnum í kjölfar þess að Icelandair lækkað afkomuspá sína um 80 til 100 milljónir dollara EBITDA fyrir árið. Var það í annað sinn á tveimur mánuðum sem félagið lækkaði afkomuspána. Bogi Nils Bogason tók við forstjórastöðunni en í september var á þriðja tug starfsmanna sagt upp hjá félaginu. Á aðalfundinum í dag var ný stjórn Icelandair Group kosin og kemur Svafa Grönfeldt ný inn í stjórnina. Úlfar Steindórsson er áfram formaður stjórnar og Ómar Benediktsson er varaformaður. Aðalfundurinn samþykkti tillögu stjórnarinnar um þóknun til stjórnarmanna en samkvæmt henni verða stjórnar- og nefndarlaun sem hér segir: „Stjórnarmenn fái 330.000 krónur á mánuði, formaður fái 660.000 krónur á mánuði, varaformaður fái 495.000 krónur á mánuði, nefndarmenn í undirnefndum fái 120.000 krónur á mánuði, formaður endurskoðunarnefndar fái 275.000 krónur á mánuði og formaður starfskjaranefndar 150.000 krónur á mánuði. Stjórn mun ákveða þóknun fyrir setu aðila sem tilnefndir eru af hluthöfum í tilnefningarnefnd og skal greitt fyrir fjölda unninna tíma, verði tillaga um að koma á fót tilnefningarnefnd samþykkt.“Nánar má lesa um niðurstöður aðalfundar Icelandair Group hér.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira