Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 21-24 | Bikarinn á Hlíðarenda Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 9. mars 2019 16:30 Það var hart barist í dag. vísir/bára Valur varð í sjöunda skipti bikarmeistari í handbolta kvenna í dag. Valur vann Fram þægilega 24-21. Fyrri hálfleikurinn var jafn en Valsliðið náði tökum á leiknum í seinni hálfleik og sigurinn var aldrei í hættu. Varnarleikur Vals var gjörsamlega frábær eiginlega allan leikinn. Þær byrjuðu vörnina vel strax frá upphafi en Fram voru búnar að skora 2 mörk þegar rúmar tíu mínútur voru búnar af leiknum. Lovísa Thompson hélt uppi sóknarleik Vals í upphafi en hún skoraði 3 af fyrstu 6 mörkum Vals í leiknum. Í stöðunni 6-2 tók Fram leikhlé. Eftir leikhléið voru Fram miklu kraftmeiri og náðu að jafna í stöðunni 8-8 stuttu síðar. Valsliðið endaði fyrri hálfleikinn mjög vel en eftir að hafa verið undir 11-10 skoruðu þær þrjú seinustu mörkin í hálfleiknum. Fram höfðu annars spilað mjög vel í rúmt korter á þessum tímapunkti og það var gríðarlega svekkjandi fyrir þær að missa foyrstuna svona rétt fyrir hálfleikinn. Í upphafi seinni hálfleiks var bara eitt lið á vellinum. Valur skoraði fyrstu 3 mörkin í hálfleiknum og settu strax taktinn fyrir frábæran seinni hálfleik. Varnarmenn Vals hljóta að hafa verið í einhverri keppni hver náði flestum fríköstum en þær leyfðu Fram varla að anda í sóknarleiknum. Síðan voru allar að leggja í púkkið sóknarlega þar að auki. Á 40. mínútu í stöðunni 17-13 fengu Fram dæmdar á sig tvær tveggja mínútna brottvísanir í einu. Fyrst var það Steinun Björnsdóttir sem þurfti að fara á bekkinn fyrir að brjóta á Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttir í átökum á línunni þar sem Anna Úrsúla var ekki með boltann. Síðan braut Ragnheiður Júlíusdóttir af sér stuttu síðar, aftur á Önnu Úrsúlu en í þessu tilfelli var hún í skoti og því var vítakast dæmt. Valur skoraði næstu 4 mörk leiksins og komust 8 mörkum yfir, þessar brottvísanir drápu smá endurkomutilraun Fram. Eftir að Valur komst yfir með 8 mörkum var aldrei spurning hvort liðið myndi vinna leikinn. Fram náði að minnka muninn í lokinn en Valsliðið slappaði aðeins af í lokin og yngri leikmenn fengu að spila. Valsstúlkur fagna í dag.vísir/bára Af hverju vann Valur?Varnarleikur Vals var rosalega góður í dag. Það var uppskriftin að sigrinum fyrir þær. Fram fengu aldrei að komast almennilega inn í sínar sóknaraðgerðir útaf þessari frábæru vörn.Hverjar stóðu upp úr?Díana Dögg og Lovísa Thompson voru báðar mjög góðar varnarlega þegar þær voru í tvistunum í dag. Fylgdu leikskipulaginu vel og sóttu mikið af fríköstum. Stálu líka samtals 5 boltum sem bjuggu til nokkur auðveld skyndisóknar mörk. Þær voru líka frábærar sóknarlega, þá sérstaklega Lovísa sem hélt uppi sóknarleiknum í fyrri hálfleik með sínum 6 mörk þar. Lovísa skoraði í heildina 9 mörk og Díana 4 mörk. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Hildur Björnsdóttir lokuðu miðjunni aftur og aftur þegar þær voru í þristunum í Valsvörninni. Þær vörðu samtals 5 skot og hleyptu ekki Fram í mikið af góðum færum. Íris Björk var með frábæra vörn fyrir framan sig en það er samt langt frá því að vera auðvelt að vera með 34% markvörslu í bikarúrslitaleik, þar af að verja tvö vítaskot. Sara Sif Helgadóttir var með flotta innkomu í markið hjá Fram en það gerði lítið gagn þegar sóknarleikurinn var svona lélegur. Sara var með 50% markvörslu í dag. Þórey Rósa Stefánsdóttir var besti útileikmaður Fram í dag. Hún skoraði 5 mörk, þar af 4 úr hraðaupphlaupum.Hvað gekk illa?Sóknarleikurinn hjá Fram var rosalega slæmur í dag almennt. Hildur Þorgeirsdóttir hefur átt ansi marga leiki sem voru betri en leikur dagsins, 1/8 úr skotum 4 tapaðir boltar er ekki tölfræði sem maður átti von á frá henni fyrir leikinn. Annars var allur sóknarleikur Fram bara slakur í dag. Tölfræði sem vekur athygli15 - Fjöldi bolta sem Fram tapaði í leiknum. Sýnir hvað Valsvörnin náðu að koma þeim mikið úr jafnvægi sóknarlega í leiknum. 23- Fjöldi löglegra stöðvana sem Valsvörnin var með í leiknum. Þeim langaði svo mikið að vinna þennan bikar og það sást á baráttunni í vörninni. 9 - Fjöldi marka sem Lovísa Thompson skoraði í leiknum. Á móti svona góðri vörn eins og Fram þá er nauðsynlegt að hafa leikmann sem getur búið til mörk upp á eigin spýtur. Lovísa gerði það oft í dag þrátt fyrir að nýtingin hafi ekki verið frábær. Hvað tekur við?Partý í Fjósinu geri ég rád fyrir hjá Valsliðinu. Síðan fá þær KA/Þór í heimsókn á þriðjudaginn klukkan 19:15 í Olís deildinni. Fram fær Selfoss í heimsókn, sömuleiðis á þriðjudaginn klukkan 19:15. Hlynur Morthens og Ágúst Jóhannsson fagna í leikslok.vísir/bára Ágúst: Margar sem leggja sitt á vogarskálarnar„Það gekk í raun og veru bara allt upp í dag. Varnarleikurinn var virkilega góður og markvarslan sömuleiðis. Við vorum að keyra hratt og það gekk vel. Sóknarleikurinn var annars bara góður, margar sem gerðu vel,” sagði Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals eftir að fá medalíuna um hálsinn. Valur betra liðið í dag nema eitt korter í fyrri hálfleik þar sem Fram komst yfir og náðu tökum á leiknum. Ágúst segir varnarleiknn hafa verið slakan á þeim kafla. „Við misstum aðeins varnarleikinn. Þær voru að skora ódýr mörk á okkur. Við lokuðum illa á þær og vorum að gefa þeim auðveld skot. Þær komu rosalega öflugar inn í seinni hálfleikinn.” Díana Dögg Magnúsdóttir var áberandi í varnarleik Vals í dag. Hún var að spila sem tvistur og fór mjög oft út úr vörninni til að brjóta að stela boltanum. Þetta gekk gríðarlega vel hjá henni í dag og Ágúst var ánægður með hana eins og restina af liðinu. „Við erum búin að spila mikið svona með hana. Láta hana koma á blindu hliðina til að stoppa flæðið á sóknarleiknum hjá andstæðingunum. Þetta var heilt yfir bara sigur liðsheildarinnar og það er það sem við leggjum áherslu á.” Lovísa Thompson með 9 mörk í dag. Hvernig er að hafa svona leikmann í liðinu sínu? „Lovísa er frábært eins og allt liðið. Við erum ofboðslega sterka liðsheild. Við erum með marga leiðtoga í okkar liði. Það eru margar sem leggja sitt á vogarskálarnar.” Ragnheiður Júlíusdóttir fer í gegn í dag.vísir/bára Stefán: Alltaf fúlt að tapa „Við sáum eiginlega aldrei til sólar. Við spiluðum bara engan vegin nægilega vel í dag og eigum alls ekki skilið að vinna þennan bikar,” sagði Stefán Arnarson þjálfari Fram eftir leikinn. „Valur spilaði frábæra vörn og frábæran sóknarleik. Þær voru bara miklu betri. Við getum hinsvegar gert betur á mörgum sviðum, ” sagði Stefán um bikarmeistara Vals. Það er ansi líklegt að þessi tvö lið munu líka mætast í úrslitarimmunni í úrslitakeppninni. Getið þið notað ykkur þetta tap sem hvatningu fyrir þá leiki? „Það er alltaf fúlt að tapa. Við ætlum núna að reyna að gera atlögu að hinum tveimur titlunum. Til þess þurfum við samt að spila miklu betur en við gerðum hérna í dag.”Lovísa var mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins.vísir/báraLovísa: Ótrúlega gaman að vera í Val„Þetta er bara algjörlega frábært,” sagði Lovísa Thompson leikmaður Vals um hvernig væri að verða bikarmeistari. Lovísa kom í Val í sumar eftir að hafa spilað allan ferillinn í Gróttu þar áður. Lovísa er mjög ánægð með hvernig það hefur gengið að komast inn í Valsliðið. „Það er bara ótrúlega gaman að vera í Val. Ég elska þetta lið. Þær tóku mér með opnum örmum frá byrjun og ég nýt þess á hverjum degi að fá að vera með þeim í liði.” „Við höfðum trú á þessu allan tímann. Við vorum geggjaðar frá því í byrjun. Það sást í byrjun í hvað stemmdi í leiknum. Við erum búnar að tapa fyrir þeim tvisvar í vetur og það frábært að geta unnið þær í dag.” Lovísa er búin að spila með buff í síðustu leikjum. Hún vill meina að þetta buff sé lukkubuff fyrir sig. „Ég er búinn að klippa þetta svo þetta er eins og hárband. En þetta er smá lukkubuff hjá mér. Við unnum svo þetta virkaði allavega í dag.” Valur og Fram eru í efstu tveimur sætum deildarinnar og því eru ágætis líkur á að liðin munu mætast í úrslitakeppninni. Lovísa var samt ekki byrjuð að spá svona langt fram í tímann. „Ég er nú ekki komin þangað strax. Það er strax leikur á þriðjudaginn á móti KA. Það er bara alltaf gaman að keppa á móti öllum þessum góðu liðum. Það er bara almennt geggjað í handbolta.” Íslenski handboltinn
Valur varð í sjöunda skipti bikarmeistari í handbolta kvenna í dag. Valur vann Fram þægilega 24-21. Fyrri hálfleikurinn var jafn en Valsliðið náði tökum á leiknum í seinni hálfleik og sigurinn var aldrei í hættu. Varnarleikur Vals var gjörsamlega frábær eiginlega allan leikinn. Þær byrjuðu vörnina vel strax frá upphafi en Fram voru búnar að skora 2 mörk þegar rúmar tíu mínútur voru búnar af leiknum. Lovísa Thompson hélt uppi sóknarleik Vals í upphafi en hún skoraði 3 af fyrstu 6 mörkum Vals í leiknum. Í stöðunni 6-2 tók Fram leikhlé. Eftir leikhléið voru Fram miklu kraftmeiri og náðu að jafna í stöðunni 8-8 stuttu síðar. Valsliðið endaði fyrri hálfleikinn mjög vel en eftir að hafa verið undir 11-10 skoruðu þær þrjú seinustu mörkin í hálfleiknum. Fram höfðu annars spilað mjög vel í rúmt korter á þessum tímapunkti og það var gríðarlega svekkjandi fyrir þær að missa foyrstuna svona rétt fyrir hálfleikinn. Í upphafi seinni hálfleiks var bara eitt lið á vellinum. Valur skoraði fyrstu 3 mörkin í hálfleiknum og settu strax taktinn fyrir frábæran seinni hálfleik. Varnarmenn Vals hljóta að hafa verið í einhverri keppni hver náði flestum fríköstum en þær leyfðu Fram varla að anda í sóknarleiknum. Síðan voru allar að leggja í púkkið sóknarlega þar að auki. Á 40. mínútu í stöðunni 17-13 fengu Fram dæmdar á sig tvær tveggja mínútna brottvísanir í einu. Fyrst var það Steinun Björnsdóttir sem þurfti að fara á bekkinn fyrir að brjóta á Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttir í átökum á línunni þar sem Anna Úrsúla var ekki með boltann. Síðan braut Ragnheiður Júlíusdóttir af sér stuttu síðar, aftur á Önnu Úrsúlu en í þessu tilfelli var hún í skoti og því var vítakast dæmt. Valur skoraði næstu 4 mörk leiksins og komust 8 mörkum yfir, þessar brottvísanir drápu smá endurkomutilraun Fram. Eftir að Valur komst yfir með 8 mörkum var aldrei spurning hvort liðið myndi vinna leikinn. Fram náði að minnka muninn í lokinn en Valsliðið slappaði aðeins af í lokin og yngri leikmenn fengu að spila. Valsstúlkur fagna í dag.vísir/bára Af hverju vann Valur?Varnarleikur Vals var rosalega góður í dag. Það var uppskriftin að sigrinum fyrir þær. Fram fengu aldrei að komast almennilega inn í sínar sóknaraðgerðir útaf þessari frábæru vörn.Hverjar stóðu upp úr?Díana Dögg og Lovísa Thompson voru báðar mjög góðar varnarlega þegar þær voru í tvistunum í dag. Fylgdu leikskipulaginu vel og sóttu mikið af fríköstum. Stálu líka samtals 5 boltum sem bjuggu til nokkur auðveld skyndisóknar mörk. Þær voru líka frábærar sóknarlega, þá sérstaklega Lovísa sem hélt uppi sóknarleiknum í fyrri hálfleik með sínum 6 mörk þar. Lovísa skoraði í heildina 9 mörk og Díana 4 mörk. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Hildur Björnsdóttir lokuðu miðjunni aftur og aftur þegar þær voru í þristunum í Valsvörninni. Þær vörðu samtals 5 skot og hleyptu ekki Fram í mikið af góðum færum. Íris Björk var með frábæra vörn fyrir framan sig en það er samt langt frá því að vera auðvelt að vera með 34% markvörslu í bikarúrslitaleik, þar af að verja tvö vítaskot. Sara Sif Helgadóttir var með flotta innkomu í markið hjá Fram en það gerði lítið gagn þegar sóknarleikurinn var svona lélegur. Sara var með 50% markvörslu í dag. Þórey Rósa Stefánsdóttir var besti útileikmaður Fram í dag. Hún skoraði 5 mörk, þar af 4 úr hraðaupphlaupum.Hvað gekk illa?Sóknarleikurinn hjá Fram var rosalega slæmur í dag almennt. Hildur Þorgeirsdóttir hefur átt ansi marga leiki sem voru betri en leikur dagsins, 1/8 úr skotum 4 tapaðir boltar er ekki tölfræði sem maður átti von á frá henni fyrir leikinn. Annars var allur sóknarleikur Fram bara slakur í dag. Tölfræði sem vekur athygli15 - Fjöldi bolta sem Fram tapaði í leiknum. Sýnir hvað Valsvörnin náðu að koma þeim mikið úr jafnvægi sóknarlega í leiknum. 23- Fjöldi löglegra stöðvana sem Valsvörnin var með í leiknum. Þeim langaði svo mikið að vinna þennan bikar og það sást á baráttunni í vörninni. 9 - Fjöldi marka sem Lovísa Thompson skoraði í leiknum. Á móti svona góðri vörn eins og Fram þá er nauðsynlegt að hafa leikmann sem getur búið til mörk upp á eigin spýtur. Lovísa gerði það oft í dag þrátt fyrir að nýtingin hafi ekki verið frábær. Hvað tekur við?Partý í Fjósinu geri ég rád fyrir hjá Valsliðinu. Síðan fá þær KA/Þór í heimsókn á þriðjudaginn klukkan 19:15 í Olís deildinni. Fram fær Selfoss í heimsókn, sömuleiðis á þriðjudaginn klukkan 19:15. Hlynur Morthens og Ágúst Jóhannsson fagna í leikslok.vísir/bára Ágúst: Margar sem leggja sitt á vogarskálarnar„Það gekk í raun og veru bara allt upp í dag. Varnarleikurinn var virkilega góður og markvarslan sömuleiðis. Við vorum að keyra hratt og það gekk vel. Sóknarleikurinn var annars bara góður, margar sem gerðu vel,” sagði Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals eftir að fá medalíuna um hálsinn. Valur betra liðið í dag nema eitt korter í fyrri hálfleik þar sem Fram komst yfir og náðu tökum á leiknum. Ágúst segir varnarleiknn hafa verið slakan á þeim kafla. „Við misstum aðeins varnarleikinn. Þær voru að skora ódýr mörk á okkur. Við lokuðum illa á þær og vorum að gefa þeim auðveld skot. Þær komu rosalega öflugar inn í seinni hálfleikinn.” Díana Dögg Magnúsdóttir var áberandi í varnarleik Vals í dag. Hún var að spila sem tvistur og fór mjög oft út úr vörninni til að brjóta að stela boltanum. Þetta gekk gríðarlega vel hjá henni í dag og Ágúst var ánægður með hana eins og restina af liðinu. „Við erum búin að spila mikið svona með hana. Láta hana koma á blindu hliðina til að stoppa flæðið á sóknarleiknum hjá andstæðingunum. Þetta var heilt yfir bara sigur liðsheildarinnar og það er það sem við leggjum áherslu á.” Lovísa Thompson með 9 mörk í dag. Hvernig er að hafa svona leikmann í liðinu sínu? „Lovísa er frábært eins og allt liðið. Við erum ofboðslega sterka liðsheild. Við erum með marga leiðtoga í okkar liði. Það eru margar sem leggja sitt á vogarskálarnar.” Ragnheiður Júlíusdóttir fer í gegn í dag.vísir/bára Stefán: Alltaf fúlt að tapa „Við sáum eiginlega aldrei til sólar. Við spiluðum bara engan vegin nægilega vel í dag og eigum alls ekki skilið að vinna þennan bikar,” sagði Stefán Arnarson þjálfari Fram eftir leikinn. „Valur spilaði frábæra vörn og frábæran sóknarleik. Þær voru bara miklu betri. Við getum hinsvegar gert betur á mörgum sviðum, ” sagði Stefán um bikarmeistara Vals. Það er ansi líklegt að þessi tvö lið munu líka mætast í úrslitarimmunni í úrslitakeppninni. Getið þið notað ykkur þetta tap sem hvatningu fyrir þá leiki? „Það er alltaf fúlt að tapa. Við ætlum núna að reyna að gera atlögu að hinum tveimur titlunum. Til þess þurfum við samt að spila miklu betur en við gerðum hérna í dag.”Lovísa var mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins.vísir/báraLovísa: Ótrúlega gaman að vera í Val„Þetta er bara algjörlega frábært,” sagði Lovísa Thompson leikmaður Vals um hvernig væri að verða bikarmeistari. Lovísa kom í Val í sumar eftir að hafa spilað allan ferillinn í Gróttu þar áður. Lovísa er mjög ánægð með hvernig það hefur gengið að komast inn í Valsliðið. „Það er bara ótrúlega gaman að vera í Val. Ég elska þetta lið. Þær tóku mér með opnum örmum frá byrjun og ég nýt þess á hverjum degi að fá að vera með þeim í liði.” „Við höfðum trú á þessu allan tímann. Við vorum geggjaðar frá því í byrjun. Það sást í byrjun í hvað stemmdi í leiknum. Við erum búnar að tapa fyrir þeim tvisvar í vetur og það frábært að geta unnið þær í dag.” Lovísa er búin að spila með buff í síðustu leikjum. Hún vill meina að þetta buff sé lukkubuff fyrir sig. „Ég er búinn að klippa þetta svo þetta er eins og hárband. En þetta er smá lukkubuff hjá mér. Við unnum svo þetta virkaði allavega í dag.” Valur og Fram eru í efstu tveimur sætum deildarinnar og því eru ágætis líkur á að liðin munu mætast í úrslitakeppninni. Lovísa var samt ekki byrjuð að spá svona langt fram í tímann. „Ég er nú ekki komin þangað strax. Það er strax leikur á þriðjudaginn á móti KA. Það er bara alltaf gaman að keppa á móti öllum þessum góðu liðum. Það er bara almennt geggjað í handbolta.”
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti