Gerum betur Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 9. mars 2019 09:00 Loftgæði í Reykjavík mælast nú með versta móti líkt og stundum er á þessum árstíma þegar veður er kalt og loft stillt. Loftgæði við að minnsta kosti tvær mælistöðvar í borginni mælast „mjög slæm“. Nægilegt er að líta út um gluggann í miðborginni, eða taka stuttan göngutúr til að verða áþreifanlega var við svifryk og mengun í lofti. Á sumum stöðum er engu líkara en maður sé staddur í olíuríki við Persaflóa í miðjum sandstormi. Sandur og svifryk fyllir vit og lungu. Hvernig ástandið getur verið með þessum hætti í lítilli borg í norðri er hreinlega ómögulegt að skilja. Loftmengun í Reykjavík er meiri en tíðkast í margfalt stærri iðnaðarborgum. Auðvitað er það svo að bílaumferð á langmestan þátt í því að skapa vandamálið. Í þeim efnum þarf fólk auðvitað að líta sér næst. Sú staðreynd að fólki með öndunarsjúkdóma og leikskólabörnum er reglulega ráðlagt að halda sig innandyra er vitnisburður um bjagaða forgangsröðun. Hitt er svo annað mál að borgaryfirvöld verða að sjá til þess að borgin sé sæmilega hrein. Á því er mikil vöntun. Varla er ofsagt að borgin sé drulluskítug. Ryk, sandur og fjúkandi rusl á götum, umferðareyjum og göngustígum. Götuhreinsanir fara fram einu sinni á ári, sem er hlægilegt í samanburði við þær borgir sem við miðum okkur við á tyllidögum. Víða eru götur hreinsaðar daglega eða vikulega. Ferðamannaborgin Reykjavík kemur skelfilega út úr öllum samanburði. Borgarstjóri taldi það fráleitt að borgin gæti liðkað fyrir yfirstandandi kjaraviðræðum með því að lækka útsvar og önnur gjöld á vegum borgarinnar. Það væri auðvitað ekki hægt án þess að skerða grunnþjónustuna. En þegar svona viðrar, og tíðindi berast af lokun grunnskóla í borginni að því er virðist vegna vanrækslu við reglubundið og eðlilegt viðhald, er eðlilegt að spyrja í hvað peningarnir séu eiginlega að fara? Að minnsta kosti ekki grunnþjónustuna að því er virðist. Það ætti að vera forgangsmál hjá borgaryfirvöldum og íbúum að ráða niðurlögum mengunar í borginni. Reykvíkingar sjálfir þurfa að horfast í augu við það að bílar eiga ekki að vera í forgangi gagnvart heilsu fólks og lífsgæðum, og þurfa að vera reiðubúnir að sýna sveigjanleika þegar kemur að ferðavenjum. Borgaryfirvöld þurfa svo að sjá til þess að borgin sé að minnsta kosti sæmilega hrein. Bæði yfirvöld og borgarbúar geta gert svo miklu, miklu betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Loftgæði í Reykjavík mælast nú með versta móti líkt og stundum er á þessum árstíma þegar veður er kalt og loft stillt. Loftgæði við að minnsta kosti tvær mælistöðvar í borginni mælast „mjög slæm“. Nægilegt er að líta út um gluggann í miðborginni, eða taka stuttan göngutúr til að verða áþreifanlega var við svifryk og mengun í lofti. Á sumum stöðum er engu líkara en maður sé staddur í olíuríki við Persaflóa í miðjum sandstormi. Sandur og svifryk fyllir vit og lungu. Hvernig ástandið getur verið með þessum hætti í lítilli borg í norðri er hreinlega ómögulegt að skilja. Loftmengun í Reykjavík er meiri en tíðkast í margfalt stærri iðnaðarborgum. Auðvitað er það svo að bílaumferð á langmestan þátt í því að skapa vandamálið. Í þeim efnum þarf fólk auðvitað að líta sér næst. Sú staðreynd að fólki með öndunarsjúkdóma og leikskólabörnum er reglulega ráðlagt að halda sig innandyra er vitnisburður um bjagaða forgangsröðun. Hitt er svo annað mál að borgaryfirvöld verða að sjá til þess að borgin sé sæmilega hrein. Á því er mikil vöntun. Varla er ofsagt að borgin sé drulluskítug. Ryk, sandur og fjúkandi rusl á götum, umferðareyjum og göngustígum. Götuhreinsanir fara fram einu sinni á ári, sem er hlægilegt í samanburði við þær borgir sem við miðum okkur við á tyllidögum. Víða eru götur hreinsaðar daglega eða vikulega. Ferðamannaborgin Reykjavík kemur skelfilega út úr öllum samanburði. Borgarstjóri taldi það fráleitt að borgin gæti liðkað fyrir yfirstandandi kjaraviðræðum með því að lækka útsvar og önnur gjöld á vegum borgarinnar. Það væri auðvitað ekki hægt án þess að skerða grunnþjónustuna. En þegar svona viðrar, og tíðindi berast af lokun grunnskóla í borginni að því er virðist vegna vanrækslu við reglubundið og eðlilegt viðhald, er eðlilegt að spyrja í hvað peningarnir séu eiginlega að fara? Að minnsta kosti ekki grunnþjónustuna að því er virðist. Það ætti að vera forgangsmál hjá borgaryfirvöldum og íbúum að ráða niðurlögum mengunar í borginni. Reykvíkingar sjálfir þurfa að horfast í augu við það að bílar eiga ekki að vera í forgangi gagnvart heilsu fólks og lífsgæðum, og þurfa að vera reiðubúnir að sýna sveigjanleika þegar kemur að ferðavenjum. Borgaryfirvöld þurfa svo að sjá til þess að borgin sé að minnsta kosti sæmilega hrein. Bæði yfirvöld og borgarbúar geta gert svo miklu, miklu betur.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun