Lenti í hættulegustu aðstæðunum á Íslandi Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 9. mars 2019 14:00 "Ég hef aldrei haft eins gaman af neinu starfi. Ég get einhvern veginn hagað mínum verkefnum þannig að ég hef bara hundrað prósent áhuga á því sem ég er að gera,“ segir Ása. Fréttablaðið/Anton Fréttablaðið/Anton Brink Ljósmyndarinn Ása Steinarsdóttir er nýkomin úr skíðaferð til Kanada, stuttu eftir að hún lenti á Íslandi var hún þotin vestur á firði. Hún er jafnan á ferð og flugi um heiminn og hefur komið til 53 landa á ferli sínum. Til jafnfjarlægra landa og Norður- Kóreu, Óman, Havaí og Japan. Ása er hávaxin og glaðleg í framkomu. Það má segja að henni sé ástríðan fyrir náttúru og útivist í blóð borin. Foreldrar hennar eru Steinar Guðlaugsson jarðeðlisfræðingur og Margrét Óskarsdóttir sem starfar í ferðaþjónustu. „Pabbi hefur unnið sem jarðeðlisfræðingur allt sitt líf. Hann er núna kominn á eftirlaun og mjög sáttur við það. Mamma er frjáls í anda, hún hefur unnið árum saman í ferðabransanum og er líka golfari, hún vinnur reyndar núna fyrir Vita golf. Við erum frekar venjuleg fjölskylda, en ég er fædd í Ósló. Foreldrar mínir bjuggu í Noregi í tuttugu ár. Okkur leið vel þar en við fluttum hingað heim í Árbæinn í Reykjavík þegar ég var sjö ára gömul,“ segir Ása. View this post on InstagramA post shared by Asa Steinars ▪️I C E L A N D (@asasteinars) on Feb 22, 2017 at 11:23am PSTTvöfaldaði launin í Noregi Ása hélt tengslum sínum við Noreg. Þegar efnahagshrunið skall á þá var hún í menntaskóla og fór til Noregs að vinna á sumrin. „Og launin tvöföld í Noregi, það kom sér aldeilis vel, segir Ása og brosir breitt. Ása hefur vitað frá unglingsaldri að ljósmyndun og útivist yrðu hennar líf og sál. „Ég var samt haldin togstreitu. Mér fannst ég þurfa að mennta mig, það voru ekki margar fyrirmyndir í sjónmáli. Ég fór í heilbrigðisverkfræði í Háskólanum í Reykjavík og fór svo að vinna hjá Icepharma að loknu námi. Eftir eitt ár fer þessi löngun að toga í mig. Ég flutti til Tyrklands þar sem ég vann sem fararstjóri. Ég bjó í Tyrklandi í um hálft ár,“ segir hún frá og segir togstreituna aftur hafa gert vart við sig. „Mér fannst ég þurfa að mennta mig enn meira og fór og lærði tölvunarfræði. Það er svolítið fyndið að ég hafi endað á því að vera sex ár í háskóla. Og að í öll þessi ár var ljósmyndunin svona áhugamál til hliðar. Ég leit aldrei svo á að ég gæti unnið sem ljósmyndari einn daginn,“ segir Ása. Starfsreynslan ýtti henni út í fagið. „Ég vann hjá Guide to Iceland og Arctic Adventures sem eru stór ferðaþjónustufyrirtæki. Þannig leiddist ég út í markaðsstarf. Það sem henti mér svo alveg út í djúpu laugina er þegar ég þáði starf hjá Sahara sem er stafræn markaðsstofa. Ég var annar starfsmaðurinn sem var ráðinn. Ég kom því til starfa þegar það var ótrúlega margt að gerast og ég þurfti að hlaupa í öll hlutverk. Ég þurfti að mynda daglega, alls konar tónleika, útihátíðir og viðburði. Þá rann upp fyrir mér ljós. Ég gæti gert meira.“9-5 hentaði ekki Ekki einungis fann Ása að hún gæti gert meira heldur kviknaði sterk þörf. Hún fann að hún þurfti á því að halda að gera miklu meira. „Ég fann að ég vildi miklu meiri fjölbreytni. Ég er mjög orkumikil manneskja og það hentar mér ekki að vinna í hefðbundnu starfi frá 9-5. Starfið hjá Sahara hentaði mér vel, þar voru alltaf ný verkefni. En ég ákvað hins vegar að láta slag standa, segir Ása sem ákvað að starfa sjálfstætt. „Ég hlæ stundum að því að mér finnst ég vera með pínulítið fyrirtæki í hausnum á mér. Það er svolítið fyndið líka að mörgum í kringum mig finnst ég bara vera að leika mér. Eru hálf hissa á því að ég sé að vinna. En þetta er mikil vinna, það er miklu meiri pressa að sækja verkefni og það sé eitthvað nýtt að koma inn. Og það veltur allt á mér sjálfri,“ segir Ása. „Ég hef aldrei haft eins gaman af neinu starfi. Ég get einhvern veginn hagað mínum verkefnum þannig að ég hef bara hundrað prósent áhuga á því sem ég er að gera. Þetta er draumastarfið, að starfa sem ljósmyndari en líka að taka þátt í að móta fyrirtæki í markaðsstarfi þeirra. Ég er nefnilega líka með viðskiptavini sem vilja hjálp við að markaðssetja sig á netinu og það er gefandi að ná árangri í því. Allt sjónrænt, allt sem hefur að gera með myndir og hvernig þær segja sögu eða kveikja á tilfinningu, hef ég allra mest gaman af,“ segir Ása. Vinir hennar segja henni að hún lifi stundum í gegnum linsuna. „Mér líður best þegar ég er að taka myndir. Þó að ég sé í krefjandi og stóru ljósmyndaverkefni þá finnst mér aldrei eins og ég sé í vinnunni,“ segir Ása. View this post on InstagramA post shared by Asa Steinars ▪️I C E L A N D (@asasteinars) on Mar 7, 2019 at 9:33am PST Ása hefur ferðast oft og víða síðustu ár. „Ég hef farið til 53 landa, en hef farið miklu oftar út. Ég fer oft til sömu staðanna. Mér finnst Japan mjög heillandi. Það er hægt að fara á skíði í Japan og þar eru líka eldfjöll og heitar laugar. Ferðalag til Mongólíu stendur líka upp úr, svo fór ég nýlega til Havaí sem heillaði mig mjög mikið, landslagið er ekkert ólíkt Íslandi, þar eru eldfjöll, hraun og fallegar fjörur, segir Ása. Rammvillt uppi á hálendi Þótt að Ása hafi verið í ótryggum aðstæðum í fjarlægum löndum hefur hún aldrei verið í raunverulegri hættu nema hér heima á Íslandi. „Ég held að hættulegustu aðstæðurnar hafi verið hér heima á Íslandi. Við fórum þrjú saman fyrir nokkru á jeppa upp á hálendi og ætluðum að gista í skála sem þar er. Hann er mjög einfaldur og annars líklega aðeins notaður einu sinni á ári þegar það er verið að smala. Við gistum í skálanum í eina nótt og þegar við vöknuðum hafði snjóað mikið. Það var ekkert símasamband. Við þurftum að ákveða hvort við færum sömu leið til baka eða reyndum að fara hringinn. Við ákváðum að fara hringinn en veðrið versnar, það snjóar enn meira. Við vorum orðin smeyk og íhuguðum að snúa við í skólann en við vildum reyna að finna símasamband því enginn vissi nákvæmlega hvar við vorum, segir Ása og segir þau ekki hafa gefið neinum upp nákvæma staðsetningu. Þau festu bílinn uppi á hálendi og voru þá orðin rammvillt. „Við festum bílinn og hann fór djúpt í snjóinn. Hann lá á maganum og við sjáum ekki einu sinni hvar vegurinn er lengur. Við erum stödd í algjörri auðn. Snjóeyðimörk. Við reynum að grafa heillengi og ekkert gerist. Þarna varð ég í alvörunni hrædd og hausinn á mér fór af stað. Hvenær myndu mamma og pabbi kalla út björgunarsveitina? Og hvað myndu þau segja? Þau vissu ekki einu sinni hvar ég var. Hausinn á mér var á fleygiferð. Og þá kemur íslenskur maður á risajeppa keyrandi,“ segir Ása. Þverhnípi í Himalaya Maðurinn bjargaði þeim ofan af hálendinu og það tók langan tíma. „Þetta var ótrúleg tilviljun. Ef hann hefði ekki komið, þá hefðum við aldrei komist heim. Hann var í ferð með fjölskyldu sem þyrsti í öðruvísi ævintýri. Hann þurfti að draga okkur ellefu sinnum áður en við komumst niður af hálendinu,“ segir Ása sem býr að reynslunni ævilangt. „Það er svo skrýtið hvernig hausinn á manni fer af stað. Fyrsta viðbragð er að ganga eitthvað í burtu. Það er eitthvað sem maður á alls ekki að gera heldur bíða. En það er svo sterk þörfin sem kviknar hjá manni að gera eitthvað, reyna eitthvað til að komast úr aðstæðunum og maður þarf að vinna gegn því,“ segir hún. Hún segist einnig oft hafa verið í mjög krefjandi aðstæðum í Indlandi þar sem reyndi á innri ró og jafnaðargeð. „Til dæmis í rútuferðum hátt í Himalayafjöllunum þar sem er þverhnípt niður. Engin bílbelti og há tónlistin og bílstjórinn trúir bara á æðri mátt. Það er há slysatíðni og mannslíf í Indlandi eru ekki jafn mikils metin og hér heima. Maður sá slysin gerast og fólk kippir sér ekki upp við það og heldur bara áfram í sínu.“ View this post on InstagramA post shared by Asa Steinars ▪️I C E L A N D (@asasteinars) on Mar 3, 2019 at 10:28am PST Einna dýrmætast við starfið og ferðalögin sem því fylgir er vináttan og tengslanetið sem Ása hefur byggt upp um allan heim. „Mér þykir ótrúlega vænt um vina- og tengslanetið, sem er úti um allan heim. Ég finn kannski mest fyrir því þegar ég er að ferðast því núorðið á ég vini í flestum borgum. Nýlega ferðaðist ég til Havaí og gat þá gist hjá fjölskyldu vinkonu minnar. Þau lánuðu mér bíl og pabbi hennar sem er flugmaður fór með mig í flugferðir. Það er ómetanlegt að búa að því að þekkja fólk af ólíkri menningu víða um heim. Það víkkar sjóndeildarhringinn,“ segir Ása og segist einnig eiga góðan vin í Óman sem hún hefur heimsótt tvisvar sinnum. „Hann hefur komið fjórum sinnum til Íslands og kemur með ferskar döðlur til mín. Ég kem með íslenskt nammi til hans og hann lánar mér arabíska kjóla og klæðnað. Þetta er alveg magnað að geta þetta. Ég fæ stundum samviskubit yfir því hvað ég er lítið heima, en veit á sama tíma að mínir góðu vinir á Íslandi eru til staðar,“ segir Ása. Vann fyrir bílarisann Audi Ásu líður best úti í náttúrunni. Hún segist vita að hún sé ekki hefðbundin og beðin um að lýsa sér leitar hún til vinkvenna sinna. „Þær segja sko að ég sé strákur í skvísulíkama. Ég er líka sögð rótlaus, það er ef til vill augljóst. Ég fíla alls ekki mikla rútínu og þarf fjölbreytni og áskoranir,“ segir hún. Henni hefur gengið óhemjuvel síðustu ár að byggja upp feril sinn. Henni fylgja tæplega 130 þúsund manns á Instagram og mun fleiri horfa á ljósmyndir hennar og myndskeið. Hún fær sífellt fleiri verkefni og tækifærin eru helst hjá stórum erlendum fyrirtækjum. „Það verkefni sem ég er hvað stoltust af er þegar ég fékk að vinna fyrir bílaframleiðandann Audi í svissnesku ölpunum. Þeir voru að kynna nýjan bíl og ég myndaði ferðalagið í gegnum Alpana á honum og fór til þriggja landa, Sviss, Austurríkis og Þýskalands. Þetta var mjög gaman,“ segir Ása. View this post on InstagramA post shared by Asa Steinars ▪️I C E L A N D (@asasteinars) on Nov 9, 2018 at 9:36am PST Framtíðardraumar Ásu eru að mynda enn meira í náttúrunni og segja sögu breytinga sem eru að verða vegna loftslags og ágangs manna „Áhugi minn er á náttúruljósmyndum, ég vil segja sögu með myndum mínum og vekja athygli á málefnum eins og til að mynda bráðnun íss á Suðurskautslandinu og í Ölpunum og lít upp til nokkurra ljósmyndara sem gera það nú þegar og hafa mikil áhrif,“ segir Ása sem segir mikilvægt að skrásetja breytingar á náttúrunni. „Heimurinn er að breytast svo mikið, ég held að besta leiðin til að vekja athygli á því sé að taka myndir. Hér á Íslandi líka, jöklarnir okkar eru að breytast og bráðna. Ljósmyndarar í Noregi hafa tekið áhrifamiklar myndir af laxeldi í Noregi og sýnt fram á skaðleg áhrif á villta laxastofninn. Þetta er draumurinn í augnablikinu, segir Ása sem segist átta sig á því að draumar geti breyst. „Kannski vil ég einn daginn bara vera á einum stað, hver veit? Segir hún. Karllægur bransi Ása þurfti að hafa fyrir því að koma ár sinni vel fyrir borð í náttúruljósmyndun sem er karllægur bransi. „Það eru ekki margar stelpur að mynda náttúruna og landslag og þetta er klárlega mjög karllægur bransi. Stór fyrirtæki sem bjóða ljósmyndurum í myndatúra bjóða oft bara strákum og körlum. Það gerði til dæmis Olympus fyrirtækið og maður hugsar með sér, í alvöru? Það er 2019. Að það skuli enginn fatta að bjóða konum í þessar ferðir, það skil ég ekki,“ segir Ása og segir mikilvægt að skoða samhengið. Hvers vegna það séu fáar stelpur og konur sem leggja fagið fyrir sig. „Ég hef aldrei áður orðið vör við kynjamismunun nema í þessum bransa. Ég ákvað bara að verða bara betri og fá verkefni. Sanna mig. Það rann líka upp fyrir mér ljós. Þegar það hallar á konur þá skekkist allt. Þegar ég hugsa um það þá finn ég og veit að mig hefur alltaf langað til að verða ljósmyndari þótt leiðin hafi verið löng. En hvatningin og fyrirmyndirnar voru ekki til staðar. Ég velti því stundum fyrir mér hvers vegna fólk tengir þetta ekki saman og sér samhengið. Ég get nefnt dæmi, þegar ég var að kaupa mér ljósmyndabúnað og nefni að ég þurfi alvöru búnað þá var mér vísað á krúttlega myndavél, Canon Kiss X. Þetta er ekki eina dæmið, þetta eru ótal skref og ótal krókar á leiðinni,“ segir Ása. „Og þegar maður hellir sér út í fagið þá tekur maður meira og meira eftir þessu. Þess vegna fagnaði ég því mjög að fá jafn stórt verkefni og fyrir bílarisann Audi. Það var áfangi og sýndi að ég, stelpan, get þetta. Þetta er karlavígi, það er staðreynd og það er verst þegar stór fyrirtæki sjá þetta ekki,“ segir Ása sem segir að þannig sé erfiðara að koma á viðhorfsbreytingu. „Við erum færri, eðlilega eru fleiri karlar ráðnir þegar þeir eru svona margir. En mér finnst líka eðlilegt að vera með fáeinar stelpur í hópnum.“ Kann illa við orðið áhrifavaldur Þó að Ása hafi nærri 130 þúsund fylgjendur á Instagram þá kann hún illa við orð á borð við; samfélagsmiðlastjarna og áhrifavaldur. „Orðið áhrifavaldur er svo ýkt. Áhrifavaldar hér áður fyrr voru brautryðjendur á borð við Einstein! Fólk sem hafði alvöru áhrif. Þótt að ég fái bara jákvæð viðbrögð fer ekki fram hjá mér neikvæð umræða um ungt fólk á samfélagsmiðlum, en mörg okkar eru hins vegar að byggja upp feril og atvinnu. Ég fengi ekki þau atvinnutækifæri sem mér bjóðast án samfélagsmiðla og ég gæti heldur ekki lifað þessum lífsstíl. Instagram síðan mín er nokkurs konar ferilmappa, ég er að skapa mér ákveðna ímynd og maður þarf virkilega að hugsa og vera einbeittur í því hvað maður setur á miðilinn. Því þetta er í raun fjölmiðill og ég er meðvituð um að áhorf og lestur á minni síðu er margfaldur á við þá sem fylgja mér. Eina ljósmynd sem fær tuttugu þúsund læk hafa 240 þúsund manns séð.“ View this post on InstagramA post shared by Asa Steinars ▪️I C E L A N D (@asasteinars) on Aug 1, 2017 at 10:39am PDT Þetta er framtíðin Ríkisskattstjóri vakti nýverið athygli á því að svokallaðir áhrifavaldar hefðu skattskyldu og birti leiðbeiningar þess efnis. Undanfarið hefði stækkað sá hópur fólks sem hefur tekjur af markaðssetningu vöru og þjónustu á samfélagsmiðlum. „Það er undarlegt að einblína sérstaklega á það að áhrifavaldar hafi skattskyldu. Að sjálfsögðu bera allir sem hafa tekjur skattskyldu. Að taka út eina starfsgrein finnst mér skrýtin umræða. Ég er bara með minn endurskoðanda eins og flestir sem taka reksturinn alvarlega, segir Ása og segist stundum finna að lítið sé gert úr framtaki ungs fólks. „Það er ýjað að því að þetta sé allt á gráu svæði. En það er það ekki. Þetta er svolítið framtíðin. Svar fólks við því að það skortir fjölbreytni og vettvang. Það er svo mikið af ungu fólki sem er að gera góða hluti og er líka hvetjandi fyrir annað ungt fólk. Flottar fyrirmyndir. Við lærum hraðar, þetta er minni heimur, fleiri tækifæri. Samfélagsmiðlar snúast ekki alfarið um útlitsdýrkun og neysluhyggju. Ég man þegar ég byrjaði á Instagram, það var af einni ástæðu. Til að fylgja eftir ljósmyndaranum Paul Nicklen. Hann sérhæfir sig í að mynda náttúruna og gerir það af einstakri ástríðu. Á bak við myndirnar er mikil vinna og stundum fylgja sögurnar með. Þetta er komið til að vera og sérstaklega hjá þeim sem eru í þessu af lífi og sál.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðalög Samfélagsmiðlar Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Ljósmyndarinn Ása Steinarsdóttir er nýkomin úr skíðaferð til Kanada, stuttu eftir að hún lenti á Íslandi var hún þotin vestur á firði. Hún er jafnan á ferð og flugi um heiminn og hefur komið til 53 landa á ferli sínum. Til jafnfjarlægra landa og Norður- Kóreu, Óman, Havaí og Japan. Ása er hávaxin og glaðleg í framkomu. Það má segja að henni sé ástríðan fyrir náttúru og útivist í blóð borin. Foreldrar hennar eru Steinar Guðlaugsson jarðeðlisfræðingur og Margrét Óskarsdóttir sem starfar í ferðaþjónustu. „Pabbi hefur unnið sem jarðeðlisfræðingur allt sitt líf. Hann er núna kominn á eftirlaun og mjög sáttur við það. Mamma er frjáls í anda, hún hefur unnið árum saman í ferðabransanum og er líka golfari, hún vinnur reyndar núna fyrir Vita golf. Við erum frekar venjuleg fjölskylda, en ég er fædd í Ósló. Foreldrar mínir bjuggu í Noregi í tuttugu ár. Okkur leið vel þar en við fluttum hingað heim í Árbæinn í Reykjavík þegar ég var sjö ára gömul,“ segir Ása. View this post on InstagramA post shared by Asa Steinars ▪️I C E L A N D (@asasteinars) on Feb 22, 2017 at 11:23am PSTTvöfaldaði launin í Noregi Ása hélt tengslum sínum við Noreg. Þegar efnahagshrunið skall á þá var hún í menntaskóla og fór til Noregs að vinna á sumrin. „Og launin tvöföld í Noregi, það kom sér aldeilis vel, segir Ása og brosir breitt. Ása hefur vitað frá unglingsaldri að ljósmyndun og útivist yrðu hennar líf og sál. „Ég var samt haldin togstreitu. Mér fannst ég þurfa að mennta mig, það voru ekki margar fyrirmyndir í sjónmáli. Ég fór í heilbrigðisverkfræði í Háskólanum í Reykjavík og fór svo að vinna hjá Icepharma að loknu námi. Eftir eitt ár fer þessi löngun að toga í mig. Ég flutti til Tyrklands þar sem ég vann sem fararstjóri. Ég bjó í Tyrklandi í um hálft ár,“ segir hún frá og segir togstreituna aftur hafa gert vart við sig. „Mér fannst ég þurfa að mennta mig enn meira og fór og lærði tölvunarfræði. Það er svolítið fyndið að ég hafi endað á því að vera sex ár í háskóla. Og að í öll þessi ár var ljósmyndunin svona áhugamál til hliðar. Ég leit aldrei svo á að ég gæti unnið sem ljósmyndari einn daginn,“ segir Ása. Starfsreynslan ýtti henni út í fagið. „Ég vann hjá Guide to Iceland og Arctic Adventures sem eru stór ferðaþjónustufyrirtæki. Þannig leiddist ég út í markaðsstarf. Það sem henti mér svo alveg út í djúpu laugina er þegar ég þáði starf hjá Sahara sem er stafræn markaðsstofa. Ég var annar starfsmaðurinn sem var ráðinn. Ég kom því til starfa þegar það var ótrúlega margt að gerast og ég þurfti að hlaupa í öll hlutverk. Ég þurfti að mynda daglega, alls konar tónleika, útihátíðir og viðburði. Þá rann upp fyrir mér ljós. Ég gæti gert meira.“9-5 hentaði ekki Ekki einungis fann Ása að hún gæti gert meira heldur kviknaði sterk þörf. Hún fann að hún þurfti á því að halda að gera miklu meira. „Ég fann að ég vildi miklu meiri fjölbreytni. Ég er mjög orkumikil manneskja og það hentar mér ekki að vinna í hefðbundnu starfi frá 9-5. Starfið hjá Sahara hentaði mér vel, þar voru alltaf ný verkefni. En ég ákvað hins vegar að láta slag standa, segir Ása sem ákvað að starfa sjálfstætt. „Ég hlæ stundum að því að mér finnst ég vera með pínulítið fyrirtæki í hausnum á mér. Það er svolítið fyndið líka að mörgum í kringum mig finnst ég bara vera að leika mér. Eru hálf hissa á því að ég sé að vinna. En þetta er mikil vinna, það er miklu meiri pressa að sækja verkefni og það sé eitthvað nýtt að koma inn. Og það veltur allt á mér sjálfri,“ segir Ása. „Ég hef aldrei haft eins gaman af neinu starfi. Ég get einhvern veginn hagað mínum verkefnum þannig að ég hef bara hundrað prósent áhuga á því sem ég er að gera. Þetta er draumastarfið, að starfa sem ljósmyndari en líka að taka þátt í að móta fyrirtæki í markaðsstarfi þeirra. Ég er nefnilega líka með viðskiptavini sem vilja hjálp við að markaðssetja sig á netinu og það er gefandi að ná árangri í því. Allt sjónrænt, allt sem hefur að gera með myndir og hvernig þær segja sögu eða kveikja á tilfinningu, hef ég allra mest gaman af,“ segir Ása. Vinir hennar segja henni að hún lifi stundum í gegnum linsuna. „Mér líður best þegar ég er að taka myndir. Þó að ég sé í krefjandi og stóru ljósmyndaverkefni þá finnst mér aldrei eins og ég sé í vinnunni,“ segir Ása. View this post on InstagramA post shared by Asa Steinars ▪️I C E L A N D (@asasteinars) on Mar 7, 2019 at 9:33am PST Ása hefur ferðast oft og víða síðustu ár. „Ég hef farið til 53 landa, en hef farið miklu oftar út. Ég fer oft til sömu staðanna. Mér finnst Japan mjög heillandi. Það er hægt að fara á skíði í Japan og þar eru líka eldfjöll og heitar laugar. Ferðalag til Mongólíu stendur líka upp úr, svo fór ég nýlega til Havaí sem heillaði mig mjög mikið, landslagið er ekkert ólíkt Íslandi, þar eru eldfjöll, hraun og fallegar fjörur, segir Ása. Rammvillt uppi á hálendi Þótt að Ása hafi verið í ótryggum aðstæðum í fjarlægum löndum hefur hún aldrei verið í raunverulegri hættu nema hér heima á Íslandi. „Ég held að hættulegustu aðstæðurnar hafi verið hér heima á Íslandi. Við fórum þrjú saman fyrir nokkru á jeppa upp á hálendi og ætluðum að gista í skála sem þar er. Hann er mjög einfaldur og annars líklega aðeins notaður einu sinni á ári þegar það er verið að smala. Við gistum í skálanum í eina nótt og þegar við vöknuðum hafði snjóað mikið. Það var ekkert símasamband. Við þurftum að ákveða hvort við færum sömu leið til baka eða reyndum að fara hringinn. Við ákváðum að fara hringinn en veðrið versnar, það snjóar enn meira. Við vorum orðin smeyk og íhuguðum að snúa við í skólann en við vildum reyna að finna símasamband því enginn vissi nákvæmlega hvar við vorum, segir Ása og segir þau ekki hafa gefið neinum upp nákvæma staðsetningu. Þau festu bílinn uppi á hálendi og voru þá orðin rammvillt. „Við festum bílinn og hann fór djúpt í snjóinn. Hann lá á maganum og við sjáum ekki einu sinni hvar vegurinn er lengur. Við erum stödd í algjörri auðn. Snjóeyðimörk. Við reynum að grafa heillengi og ekkert gerist. Þarna varð ég í alvörunni hrædd og hausinn á mér fór af stað. Hvenær myndu mamma og pabbi kalla út björgunarsveitina? Og hvað myndu þau segja? Þau vissu ekki einu sinni hvar ég var. Hausinn á mér var á fleygiferð. Og þá kemur íslenskur maður á risajeppa keyrandi,“ segir Ása. Þverhnípi í Himalaya Maðurinn bjargaði þeim ofan af hálendinu og það tók langan tíma. „Þetta var ótrúleg tilviljun. Ef hann hefði ekki komið, þá hefðum við aldrei komist heim. Hann var í ferð með fjölskyldu sem þyrsti í öðruvísi ævintýri. Hann þurfti að draga okkur ellefu sinnum áður en við komumst niður af hálendinu,“ segir Ása sem býr að reynslunni ævilangt. „Það er svo skrýtið hvernig hausinn á manni fer af stað. Fyrsta viðbragð er að ganga eitthvað í burtu. Það er eitthvað sem maður á alls ekki að gera heldur bíða. En það er svo sterk þörfin sem kviknar hjá manni að gera eitthvað, reyna eitthvað til að komast úr aðstæðunum og maður þarf að vinna gegn því,“ segir hún. Hún segist einnig oft hafa verið í mjög krefjandi aðstæðum í Indlandi þar sem reyndi á innri ró og jafnaðargeð. „Til dæmis í rútuferðum hátt í Himalayafjöllunum þar sem er þverhnípt niður. Engin bílbelti og há tónlistin og bílstjórinn trúir bara á æðri mátt. Það er há slysatíðni og mannslíf í Indlandi eru ekki jafn mikils metin og hér heima. Maður sá slysin gerast og fólk kippir sér ekki upp við það og heldur bara áfram í sínu.“ View this post on InstagramA post shared by Asa Steinars ▪️I C E L A N D (@asasteinars) on Mar 3, 2019 at 10:28am PST Einna dýrmætast við starfið og ferðalögin sem því fylgir er vináttan og tengslanetið sem Ása hefur byggt upp um allan heim. „Mér þykir ótrúlega vænt um vina- og tengslanetið, sem er úti um allan heim. Ég finn kannski mest fyrir því þegar ég er að ferðast því núorðið á ég vini í flestum borgum. Nýlega ferðaðist ég til Havaí og gat þá gist hjá fjölskyldu vinkonu minnar. Þau lánuðu mér bíl og pabbi hennar sem er flugmaður fór með mig í flugferðir. Það er ómetanlegt að búa að því að þekkja fólk af ólíkri menningu víða um heim. Það víkkar sjóndeildarhringinn,“ segir Ása og segist einnig eiga góðan vin í Óman sem hún hefur heimsótt tvisvar sinnum. „Hann hefur komið fjórum sinnum til Íslands og kemur með ferskar döðlur til mín. Ég kem með íslenskt nammi til hans og hann lánar mér arabíska kjóla og klæðnað. Þetta er alveg magnað að geta þetta. Ég fæ stundum samviskubit yfir því hvað ég er lítið heima, en veit á sama tíma að mínir góðu vinir á Íslandi eru til staðar,“ segir Ása. Vann fyrir bílarisann Audi Ásu líður best úti í náttúrunni. Hún segist vita að hún sé ekki hefðbundin og beðin um að lýsa sér leitar hún til vinkvenna sinna. „Þær segja sko að ég sé strákur í skvísulíkama. Ég er líka sögð rótlaus, það er ef til vill augljóst. Ég fíla alls ekki mikla rútínu og þarf fjölbreytni og áskoranir,“ segir hún. Henni hefur gengið óhemjuvel síðustu ár að byggja upp feril sinn. Henni fylgja tæplega 130 þúsund manns á Instagram og mun fleiri horfa á ljósmyndir hennar og myndskeið. Hún fær sífellt fleiri verkefni og tækifærin eru helst hjá stórum erlendum fyrirtækjum. „Það verkefni sem ég er hvað stoltust af er þegar ég fékk að vinna fyrir bílaframleiðandann Audi í svissnesku ölpunum. Þeir voru að kynna nýjan bíl og ég myndaði ferðalagið í gegnum Alpana á honum og fór til þriggja landa, Sviss, Austurríkis og Þýskalands. Þetta var mjög gaman,“ segir Ása. View this post on InstagramA post shared by Asa Steinars ▪️I C E L A N D (@asasteinars) on Nov 9, 2018 at 9:36am PST Framtíðardraumar Ásu eru að mynda enn meira í náttúrunni og segja sögu breytinga sem eru að verða vegna loftslags og ágangs manna „Áhugi minn er á náttúruljósmyndum, ég vil segja sögu með myndum mínum og vekja athygli á málefnum eins og til að mynda bráðnun íss á Suðurskautslandinu og í Ölpunum og lít upp til nokkurra ljósmyndara sem gera það nú þegar og hafa mikil áhrif,“ segir Ása sem segir mikilvægt að skrásetja breytingar á náttúrunni. „Heimurinn er að breytast svo mikið, ég held að besta leiðin til að vekja athygli á því sé að taka myndir. Hér á Íslandi líka, jöklarnir okkar eru að breytast og bráðna. Ljósmyndarar í Noregi hafa tekið áhrifamiklar myndir af laxeldi í Noregi og sýnt fram á skaðleg áhrif á villta laxastofninn. Þetta er draumurinn í augnablikinu, segir Ása sem segist átta sig á því að draumar geti breyst. „Kannski vil ég einn daginn bara vera á einum stað, hver veit? Segir hún. Karllægur bransi Ása þurfti að hafa fyrir því að koma ár sinni vel fyrir borð í náttúruljósmyndun sem er karllægur bransi. „Það eru ekki margar stelpur að mynda náttúruna og landslag og þetta er klárlega mjög karllægur bransi. Stór fyrirtæki sem bjóða ljósmyndurum í myndatúra bjóða oft bara strákum og körlum. Það gerði til dæmis Olympus fyrirtækið og maður hugsar með sér, í alvöru? Það er 2019. Að það skuli enginn fatta að bjóða konum í þessar ferðir, það skil ég ekki,“ segir Ása og segir mikilvægt að skoða samhengið. Hvers vegna það séu fáar stelpur og konur sem leggja fagið fyrir sig. „Ég hef aldrei áður orðið vör við kynjamismunun nema í þessum bransa. Ég ákvað bara að verða bara betri og fá verkefni. Sanna mig. Það rann líka upp fyrir mér ljós. Þegar það hallar á konur þá skekkist allt. Þegar ég hugsa um það þá finn ég og veit að mig hefur alltaf langað til að verða ljósmyndari þótt leiðin hafi verið löng. En hvatningin og fyrirmyndirnar voru ekki til staðar. Ég velti því stundum fyrir mér hvers vegna fólk tengir þetta ekki saman og sér samhengið. Ég get nefnt dæmi, þegar ég var að kaupa mér ljósmyndabúnað og nefni að ég þurfi alvöru búnað þá var mér vísað á krúttlega myndavél, Canon Kiss X. Þetta er ekki eina dæmið, þetta eru ótal skref og ótal krókar á leiðinni,“ segir Ása. „Og þegar maður hellir sér út í fagið þá tekur maður meira og meira eftir þessu. Þess vegna fagnaði ég því mjög að fá jafn stórt verkefni og fyrir bílarisann Audi. Það var áfangi og sýndi að ég, stelpan, get þetta. Þetta er karlavígi, það er staðreynd og það er verst þegar stór fyrirtæki sjá þetta ekki,“ segir Ása sem segir að þannig sé erfiðara að koma á viðhorfsbreytingu. „Við erum færri, eðlilega eru fleiri karlar ráðnir þegar þeir eru svona margir. En mér finnst líka eðlilegt að vera með fáeinar stelpur í hópnum.“ Kann illa við orðið áhrifavaldur Þó að Ása hafi nærri 130 þúsund fylgjendur á Instagram þá kann hún illa við orð á borð við; samfélagsmiðlastjarna og áhrifavaldur. „Orðið áhrifavaldur er svo ýkt. Áhrifavaldar hér áður fyrr voru brautryðjendur á borð við Einstein! Fólk sem hafði alvöru áhrif. Þótt að ég fái bara jákvæð viðbrögð fer ekki fram hjá mér neikvæð umræða um ungt fólk á samfélagsmiðlum, en mörg okkar eru hins vegar að byggja upp feril og atvinnu. Ég fengi ekki þau atvinnutækifæri sem mér bjóðast án samfélagsmiðla og ég gæti heldur ekki lifað þessum lífsstíl. Instagram síðan mín er nokkurs konar ferilmappa, ég er að skapa mér ákveðna ímynd og maður þarf virkilega að hugsa og vera einbeittur í því hvað maður setur á miðilinn. Því þetta er í raun fjölmiðill og ég er meðvituð um að áhorf og lestur á minni síðu er margfaldur á við þá sem fylgja mér. Eina ljósmynd sem fær tuttugu þúsund læk hafa 240 þúsund manns séð.“ View this post on InstagramA post shared by Asa Steinars ▪️I C E L A N D (@asasteinars) on Aug 1, 2017 at 10:39am PDT Þetta er framtíðin Ríkisskattstjóri vakti nýverið athygli á því að svokallaðir áhrifavaldar hefðu skattskyldu og birti leiðbeiningar þess efnis. Undanfarið hefði stækkað sá hópur fólks sem hefur tekjur af markaðssetningu vöru og þjónustu á samfélagsmiðlum. „Það er undarlegt að einblína sérstaklega á það að áhrifavaldar hafi skattskyldu. Að sjálfsögðu bera allir sem hafa tekjur skattskyldu. Að taka út eina starfsgrein finnst mér skrýtin umræða. Ég er bara með minn endurskoðanda eins og flestir sem taka reksturinn alvarlega, segir Ása og segist stundum finna að lítið sé gert úr framtaki ungs fólks. „Það er ýjað að því að þetta sé allt á gráu svæði. En það er það ekki. Þetta er svolítið framtíðin. Svar fólks við því að það skortir fjölbreytni og vettvang. Það er svo mikið af ungu fólki sem er að gera góða hluti og er líka hvetjandi fyrir annað ungt fólk. Flottar fyrirmyndir. Við lærum hraðar, þetta er minni heimur, fleiri tækifæri. Samfélagsmiðlar snúast ekki alfarið um útlitsdýrkun og neysluhyggju. Ég man þegar ég byrjaði á Instagram, það var af einni ástæðu. Til að fylgja eftir ljósmyndaranum Paul Nicklen. Hann sérhæfir sig í að mynda náttúruna og gerir það af einstakri ástríðu. Á bak við myndirnar er mikil vinna og stundum fylgja sögurnar með. Þetta er komið til að vera og sérstaklega hjá þeim sem eru í þessu af lífi og sál.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðalög Samfélagsmiðlar Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira