Barnsmóðir Jóns Þrastar ræðir um hvarfið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. mars 2019 21:00 Jón Þröstur hvarf í Dyflinni fyrir mánuði síðan. Í dag er mánuður síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf um miðjan dag í Dyflinni á Írlandi. Í morgun stöðvaði írska lögreglan umferð við gatnamótin þar sem Jón sást síðast í þeim tilgangi að spyrja ökumenn hvort þeir hafi verið varir við ferðir hans. Barnsmóðir Jóns Þrastar segir dætur þeirra hræddar en vongóðar um að hann finnist. Jón Þröstur fór til Dyflinnar ásamt unnustu sinni fyrir mánuði síðan til að taka þátt í pókermóti og skoða kastala. Hann labbaði út af hótelinu um miðjan dag án síma, veskis og vegabréfs og hefur ekki sést síðan. Fjölskyldumeðlimir, vinir, lögreglan í Dyflinni, björgunarsveitir og almenningur hafa leitað hans síðan. Þá hefur málið vakið mikla athygli í Dyflinni þar sem fjölskyldan hefur verið dugleg að ræða við fjölmiðla. Barnsmóðir og mágkona Jóns Þrastar segja fjölmargar ábendingar hafa borist írsku lögreglunni vegna hvarfsins. Leitin hafi þó enn engan árangur borið. „Lögreglan er enn að fara í gegnum restina af ábendingunum. Við töluðum við þá í gær og þeir eru eiginlega búnir með ábendingarnar úr leitinni sjálfri. Ekkert af þessu hjálpar okkur. Þeir eru búnir að fara í gegnum myndavélar í einkaeigu og flestar þeirra ná ekki út á götuna, sem hann hverfur af, líkt og við héldum að þær mydnu gera,“ sagði Katrín Björk Birgisdóttir, mágkona Jóns Þrastar. Í dag vinnur írska lögreglan að því að stöðva umferð við gatnamótin þar sem Jón Þröstur sást síðast, í þeim tilgangi að spyrja ökumenn hvort þeir hafi verið varir við ferðir hans. Barnsmóðir Jóns segir hvarfið taka á börn þeirra sem fá nú andlegan stuðning hjá Rauða krossinum. „Þetta er bara búið að vera mjög erfitt fyrir þær. Þetta er búið að vera mikið á samfélagsmiðlum sem tók á fyrst. En þær eru mjög glaðar að vita að það sé einhver þarna úti að leita, en jú þetta tekur á,“ sagði Nína Hildur Oddsdóttir, barnsmóðir Jóns Þrastar. Þrátt fyrir litlar sem engar nothæfar vísbendingar verður leit haldið áfram þar til Jón Þröstur finnst. „Nei við gefumst ekki upp, það er alveg á hreinu. Hvort sem það verður stór leit eða lítil leit. Einn eða tíu úti þá erum við ekki að fara að hætta fyrr en við finnum hann því við erum ekki að fara að hvílast fyrr en við finnum hann,“ sagði Katrín Björk. Í kvöld fer fram pókermót til styrktar fjölskyldu Jóns Þrastar sem leitar að honum í Dyflinni. Hægt verður að styrkja fjölskylduna fram á mánudag.Reikninganúmer: 0152-05-050935Kennitala: 280985-3259 Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Mánuður síðan Jón Þröstur hvarf í Dublin Mánuður er liðinn frá hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar. Fjölskylda, sjálfboðaliðar og björgunarsveitir hafa leitað af sér allan grun á svæðinu þar sem hann sást síðast. Bróðir Jóns segir það velta á vísbendingum lögreglu hvenær leitinni verður haldið áfram. 9. mars 2019 08:30 Stöðva umferð þar sem Jón Þröstur sást síðast Í dag er mánuður frá hvarfi Jóns í Dublin. 9. mars 2019 13:19 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Í dag er mánuður síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf um miðjan dag í Dyflinni á Írlandi. Í morgun stöðvaði írska lögreglan umferð við gatnamótin þar sem Jón sást síðast í þeim tilgangi að spyrja ökumenn hvort þeir hafi verið varir við ferðir hans. Barnsmóðir Jóns Þrastar segir dætur þeirra hræddar en vongóðar um að hann finnist. Jón Þröstur fór til Dyflinnar ásamt unnustu sinni fyrir mánuði síðan til að taka þátt í pókermóti og skoða kastala. Hann labbaði út af hótelinu um miðjan dag án síma, veskis og vegabréfs og hefur ekki sést síðan. Fjölskyldumeðlimir, vinir, lögreglan í Dyflinni, björgunarsveitir og almenningur hafa leitað hans síðan. Þá hefur málið vakið mikla athygli í Dyflinni þar sem fjölskyldan hefur verið dugleg að ræða við fjölmiðla. Barnsmóðir og mágkona Jóns Þrastar segja fjölmargar ábendingar hafa borist írsku lögreglunni vegna hvarfsins. Leitin hafi þó enn engan árangur borið. „Lögreglan er enn að fara í gegnum restina af ábendingunum. Við töluðum við þá í gær og þeir eru eiginlega búnir með ábendingarnar úr leitinni sjálfri. Ekkert af þessu hjálpar okkur. Þeir eru búnir að fara í gegnum myndavélar í einkaeigu og flestar þeirra ná ekki út á götuna, sem hann hverfur af, líkt og við héldum að þær mydnu gera,“ sagði Katrín Björk Birgisdóttir, mágkona Jóns Þrastar. Í dag vinnur írska lögreglan að því að stöðva umferð við gatnamótin þar sem Jón Þröstur sást síðast, í þeim tilgangi að spyrja ökumenn hvort þeir hafi verið varir við ferðir hans. Barnsmóðir Jóns segir hvarfið taka á börn þeirra sem fá nú andlegan stuðning hjá Rauða krossinum. „Þetta er bara búið að vera mjög erfitt fyrir þær. Þetta er búið að vera mikið á samfélagsmiðlum sem tók á fyrst. En þær eru mjög glaðar að vita að það sé einhver þarna úti að leita, en jú þetta tekur á,“ sagði Nína Hildur Oddsdóttir, barnsmóðir Jóns Þrastar. Þrátt fyrir litlar sem engar nothæfar vísbendingar verður leit haldið áfram þar til Jón Þröstur finnst. „Nei við gefumst ekki upp, það er alveg á hreinu. Hvort sem það verður stór leit eða lítil leit. Einn eða tíu úti þá erum við ekki að fara að hætta fyrr en við finnum hann því við erum ekki að fara að hvílast fyrr en við finnum hann,“ sagði Katrín Björk. Í kvöld fer fram pókermót til styrktar fjölskyldu Jóns Þrastar sem leitar að honum í Dyflinni. Hægt verður að styrkja fjölskylduna fram á mánudag.Reikninganúmer: 0152-05-050935Kennitala: 280985-3259
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Mánuður síðan Jón Þröstur hvarf í Dublin Mánuður er liðinn frá hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar. Fjölskylda, sjálfboðaliðar og björgunarsveitir hafa leitað af sér allan grun á svæðinu þar sem hann sást síðast. Bróðir Jóns segir það velta á vísbendingum lögreglu hvenær leitinni verður haldið áfram. 9. mars 2019 08:30 Stöðva umferð þar sem Jón Þröstur sást síðast Í dag er mánuður frá hvarfi Jóns í Dublin. 9. mars 2019 13:19 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Mánuður síðan Jón Þröstur hvarf í Dublin Mánuður er liðinn frá hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar. Fjölskylda, sjálfboðaliðar og björgunarsveitir hafa leitað af sér allan grun á svæðinu þar sem hann sást síðast. Bróðir Jóns segir það velta á vísbendingum lögreglu hvenær leitinni verður haldið áfram. 9. mars 2019 08:30
Stöðva umferð þar sem Jón Þröstur sást síðast Í dag er mánuður frá hvarfi Jóns í Dublin. 9. mars 2019 13:19