Barnsmóðir Jóns Þrastar ræðir um hvarfið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. mars 2019 21:00 Jón Þröstur hvarf í Dyflinni fyrir mánuði síðan. Í dag er mánuður síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf um miðjan dag í Dyflinni á Írlandi. Í morgun stöðvaði írska lögreglan umferð við gatnamótin þar sem Jón sást síðast í þeim tilgangi að spyrja ökumenn hvort þeir hafi verið varir við ferðir hans. Barnsmóðir Jóns Þrastar segir dætur þeirra hræddar en vongóðar um að hann finnist. Jón Þröstur fór til Dyflinnar ásamt unnustu sinni fyrir mánuði síðan til að taka þátt í pókermóti og skoða kastala. Hann labbaði út af hótelinu um miðjan dag án síma, veskis og vegabréfs og hefur ekki sést síðan. Fjölskyldumeðlimir, vinir, lögreglan í Dyflinni, björgunarsveitir og almenningur hafa leitað hans síðan. Þá hefur málið vakið mikla athygli í Dyflinni þar sem fjölskyldan hefur verið dugleg að ræða við fjölmiðla. Barnsmóðir og mágkona Jóns Þrastar segja fjölmargar ábendingar hafa borist írsku lögreglunni vegna hvarfsins. Leitin hafi þó enn engan árangur borið. „Lögreglan er enn að fara í gegnum restina af ábendingunum. Við töluðum við þá í gær og þeir eru eiginlega búnir með ábendingarnar úr leitinni sjálfri. Ekkert af þessu hjálpar okkur. Þeir eru búnir að fara í gegnum myndavélar í einkaeigu og flestar þeirra ná ekki út á götuna, sem hann hverfur af, líkt og við héldum að þær mydnu gera,“ sagði Katrín Björk Birgisdóttir, mágkona Jóns Þrastar. Í dag vinnur írska lögreglan að því að stöðva umferð við gatnamótin þar sem Jón Þröstur sást síðast, í þeim tilgangi að spyrja ökumenn hvort þeir hafi verið varir við ferðir hans. Barnsmóðir Jóns segir hvarfið taka á börn þeirra sem fá nú andlegan stuðning hjá Rauða krossinum. „Þetta er bara búið að vera mjög erfitt fyrir þær. Þetta er búið að vera mikið á samfélagsmiðlum sem tók á fyrst. En þær eru mjög glaðar að vita að það sé einhver þarna úti að leita, en jú þetta tekur á,“ sagði Nína Hildur Oddsdóttir, barnsmóðir Jóns Þrastar. Þrátt fyrir litlar sem engar nothæfar vísbendingar verður leit haldið áfram þar til Jón Þröstur finnst. „Nei við gefumst ekki upp, það er alveg á hreinu. Hvort sem það verður stór leit eða lítil leit. Einn eða tíu úti þá erum við ekki að fara að hætta fyrr en við finnum hann því við erum ekki að fara að hvílast fyrr en við finnum hann,“ sagði Katrín Björk. Í kvöld fer fram pókermót til styrktar fjölskyldu Jóns Þrastar sem leitar að honum í Dyflinni. Hægt verður að styrkja fjölskylduna fram á mánudag.Reikninganúmer: 0152-05-050935Kennitala: 280985-3259 Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Mánuður síðan Jón Þröstur hvarf í Dublin Mánuður er liðinn frá hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar. Fjölskylda, sjálfboðaliðar og björgunarsveitir hafa leitað af sér allan grun á svæðinu þar sem hann sást síðast. Bróðir Jóns segir það velta á vísbendingum lögreglu hvenær leitinni verður haldið áfram. 9. mars 2019 08:30 Stöðva umferð þar sem Jón Þröstur sást síðast Í dag er mánuður frá hvarfi Jóns í Dublin. 9. mars 2019 13:19 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Í dag er mánuður síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf um miðjan dag í Dyflinni á Írlandi. Í morgun stöðvaði írska lögreglan umferð við gatnamótin þar sem Jón sást síðast í þeim tilgangi að spyrja ökumenn hvort þeir hafi verið varir við ferðir hans. Barnsmóðir Jóns Þrastar segir dætur þeirra hræddar en vongóðar um að hann finnist. Jón Þröstur fór til Dyflinnar ásamt unnustu sinni fyrir mánuði síðan til að taka þátt í pókermóti og skoða kastala. Hann labbaði út af hótelinu um miðjan dag án síma, veskis og vegabréfs og hefur ekki sést síðan. Fjölskyldumeðlimir, vinir, lögreglan í Dyflinni, björgunarsveitir og almenningur hafa leitað hans síðan. Þá hefur málið vakið mikla athygli í Dyflinni þar sem fjölskyldan hefur verið dugleg að ræða við fjölmiðla. Barnsmóðir og mágkona Jóns Þrastar segja fjölmargar ábendingar hafa borist írsku lögreglunni vegna hvarfsins. Leitin hafi þó enn engan árangur borið. „Lögreglan er enn að fara í gegnum restina af ábendingunum. Við töluðum við þá í gær og þeir eru eiginlega búnir með ábendingarnar úr leitinni sjálfri. Ekkert af þessu hjálpar okkur. Þeir eru búnir að fara í gegnum myndavélar í einkaeigu og flestar þeirra ná ekki út á götuna, sem hann hverfur af, líkt og við héldum að þær mydnu gera,“ sagði Katrín Björk Birgisdóttir, mágkona Jóns Þrastar. Í dag vinnur írska lögreglan að því að stöðva umferð við gatnamótin þar sem Jón Þröstur sást síðast, í þeim tilgangi að spyrja ökumenn hvort þeir hafi verið varir við ferðir hans. Barnsmóðir Jóns segir hvarfið taka á börn þeirra sem fá nú andlegan stuðning hjá Rauða krossinum. „Þetta er bara búið að vera mjög erfitt fyrir þær. Þetta er búið að vera mikið á samfélagsmiðlum sem tók á fyrst. En þær eru mjög glaðar að vita að það sé einhver þarna úti að leita, en jú þetta tekur á,“ sagði Nína Hildur Oddsdóttir, barnsmóðir Jóns Þrastar. Þrátt fyrir litlar sem engar nothæfar vísbendingar verður leit haldið áfram þar til Jón Þröstur finnst. „Nei við gefumst ekki upp, það er alveg á hreinu. Hvort sem það verður stór leit eða lítil leit. Einn eða tíu úti þá erum við ekki að fara að hætta fyrr en við finnum hann því við erum ekki að fara að hvílast fyrr en við finnum hann,“ sagði Katrín Björk. Í kvöld fer fram pókermót til styrktar fjölskyldu Jóns Þrastar sem leitar að honum í Dyflinni. Hægt verður að styrkja fjölskylduna fram á mánudag.Reikninganúmer: 0152-05-050935Kennitala: 280985-3259
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Mánuður síðan Jón Þröstur hvarf í Dublin Mánuður er liðinn frá hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar. Fjölskylda, sjálfboðaliðar og björgunarsveitir hafa leitað af sér allan grun á svæðinu þar sem hann sást síðast. Bróðir Jóns segir það velta á vísbendingum lögreglu hvenær leitinni verður haldið áfram. 9. mars 2019 08:30 Stöðva umferð þar sem Jón Þröstur sást síðast Í dag er mánuður frá hvarfi Jóns í Dublin. 9. mars 2019 13:19 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Mánuður síðan Jón Þröstur hvarf í Dublin Mánuður er liðinn frá hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar. Fjölskylda, sjálfboðaliðar og björgunarsveitir hafa leitað af sér allan grun á svæðinu þar sem hann sást síðast. Bróðir Jóns segir það velta á vísbendingum lögreglu hvenær leitinni verður haldið áfram. 9. mars 2019 08:30
Stöðva umferð þar sem Jón Þröstur sást síðast Í dag er mánuður frá hvarfi Jóns í Dublin. 9. mars 2019 13:19