Einn frægasti skýjakljúfur New York seldur með miklu tapi Atli Ísleifsson skrifar 9. mars 2019 23:30 Chrysler-byggingin var hæsta bygging heims þegar hún var vígð árið 1930. Getty/Ozgur Donmaz Chrysler-byggingin, eitt af helstu kennileitum New York borgar, hefur verið seld fyrir 150 milljónir Bandaríkjadala, um 18 milljarða króna.Wall Street Journal segir að söluverðið þýði að söluaðilinn, fjárfestingafyrirtækið Mubadala frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, hafi þurft að taka á sig mikið tap, en félagið greiddi 800 milljónir dala fyrir 90 prósenta hlut árið 2008. CNN segir frá því að kaupandi skýjakljúfsins sé RFR Holding, fasteignafélag í New York. Chrysler-byggingin var vígð árið 1930 og er 319 metra hár með 77 hæðum. Hún var hæsta bygging heims þegar hún var vígð, en það met stóð þó einungis í skamma stund. Empire State Bulding var vígð ellefu mánuðum eftir að Chrysler opnaði og tók þá við titilinum sem hæsta bygging heims.Lóðin fylgir ekki með í kaupunum Fasteignafélagið Tishman Speyer keypti bygginguna árið 1997 fyrir 210-250 milljónir Bandaríkjadala og þegar Mubadala keypti sinn 90 prósenta hlut hélt Tishman Speyer þeim 10 prósenta eignarhlut sem eftir stóð. Erfiðlega hefur gengið að fá aðila til að fjárfesta í Chrysler-byggingunni. Er ein ástæða þess að lóðin sjálf fylgir ekki með í kaupunum og þarf því að greiða árlega leigu til lóðareigandans. Sú leiga á víst að hafa hækkað úr 7,75 milljónir Bandaríkjadala í 32 milljónir Bandaríkjadala á síðasta ári. Þá stendur til að hækka leiguna enn frekar í 41 milljón dala á ári árið 2028. Bandaríkin Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Chrysler-byggingin, eitt af helstu kennileitum New York borgar, hefur verið seld fyrir 150 milljónir Bandaríkjadala, um 18 milljarða króna.Wall Street Journal segir að söluverðið þýði að söluaðilinn, fjárfestingafyrirtækið Mubadala frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, hafi þurft að taka á sig mikið tap, en félagið greiddi 800 milljónir dala fyrir 90 prósenta hlut árið 2008. CNN segir frá því að kaupandi skýjakljúfsins sé RFR Holding, fasteignafélag í New York. Chrysler-byggingin var vígð árið 1930 og er 319 metra hár með 77 hæðum. Hún var hæsta bygging heims þegar hún var vígð, en það met stóð þó einungis í skamma stund. Empire State Bulding var vígð ellefu mánuðum eftir að Chrysler opnaði og tók þá við titilinum sem hæsta bygging heims.Lóðin fylgir ekki með í kaupunum Fasteignafélagið Tishman Speyer keypti bygginguna árið 1997 fyrir 210-250 milljónir Bandaríkjadala og þegar Mubadala keypti sinn 90 prósenta hlut hélt Tishman Speyer þeim 10 prósenta eignarhlut sem eftir stóð. Erfiðlega hefur gengið að fá aðila til að fjárfesta í Chrysler-byggingunni. Er ein ástæða þess að lóðin sjálf fylgir ekki með í kaupunum og þarf því að greiða árlega leigu til lóðareigandans. Sú leiga á víst að hafa hækkað úr 7,75 milljónir Bandaríkjadala í 32 milljónir Bandaríkjadala á síðasta ári. Þá stendur til að hækka leiguna enn frekar í 41 milljón dala á ári árið 2028.
Bandaríkin Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira